Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Side 27
ari villu, og í þeirri trú, að takast mundi að opna góðum bók-
menntum leið til lesenda í landinu. Heimskringla hóf svo starf-
ið í þessum anda, og forstöðumaður var ráðinn kunnur bók-
menntafræðingur. Það mun hafa verið ákveðið i upphafi, að
gefa ekki út aðrar bækur en þær, sem staðizt gætu fyllstu kröf-
ur um bókmenntalegt og listrænt gildi.
Heimskringla hefur nú starfað i nokkur ár, og þrátt fyrir
ýmsar freistingar, hefur ekki verið slakað á klónni. Hún hefur
gefið út bækur samkvæmt meginreglu sinni í blíðu og striðu
og hlotið miklar og vaxandi vinsældir hjá lesendum í landinu,
og mikið traust rithöfundanna. En hún hefur einnig verið
heyrnarvottur að hinni hljóðbæru þögn einstakra „ritdómara“,
sem hafa atvinnu af því að halda lesendum í þeirri trú, að
hin „meinlausa vitleysa“ sé góðar bókmenntir. Stundum hefur
Heimskringla jafnvel verið kölluð óþjóðleg, enda þótt hún gefi
einlcum út bækur um íslenzk efni eftir íslenzka höfunda, og
hlutfallslega fleiri en nokkur annar útgefandi á landinu.
Bækur eru mikið uppeldistæki bæði til góðs og ills. Slæmar
eru ekki aðeins þær bækur, sem beinlínis prédika mönnum
vonda siði, heldur þær bækur ekki sízt, sem kallaðar eru mein-
lausar, því að þær rugla dómgreind lesandans, venja hann ó
að sætta sig við hið fánýta, stela frá honum dýrmætum tíma.
Bækur eru fyrst og fremst uppeldistæki, hvort sem þær eru
ritaðar til fróðleiks eða skemmtunar. Bókaútgefandi er milli-
göngumaður milli rithöfunda og lesenda, og á að vera trún-
aðarmaður lesendanna. Iiann á að velja bækur með heilbrigð-
ar þarfir þeirra fyrir augunum, en hugsa minna um pyngju
sina. Bókaútgáfa er þvi þýðingarmikið trúnaðarstarf, sem les-
endur í landinu eiga sjálfir að sjá um að vel sé rækt. Þeir
eiga dómsvaldið sjálfir, og mega varast að fá það öðrum í hendur.
Ég tel það mikla gæfu fyrir lesendur og rithöfunda, að stjórn
Heimskringlu skyldi velja Kristinn E. Andrésson til þess að
hafa á hendi alla forstöðu útgáfunnar. Og það sýnir hezt, að
hann liefur skilið sjónarmið lesendanna, að hann skyldi einmitt
hefjast handa um stofnun Máls og menningar, til þess að allir
gætu eignast góðar bækur. En hin mikla útbreiðsla Máls og
menningar sýnir einnig og sannar, að lesendur eru þegar teknir
að kveða upp dóminn yfir þeirri villukenningu, að þeir vilji
ekki lesa góðar bækur.
Heimskringla hefur frá byrjun lagt megináherzlu á það, að
gefa út góðar bækur eftir islenzka höfunda. Árinu 1938 lauk
81