Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Qupperneq 29

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Qupperneq 29
í byrjun þessa mánaðar kom út safn af nýjum ritgerðum eftir síra Gunnar Benediktsson: Skilningstré góðs og ills. Efni flestra ritgerðanna er félagsleg og siðferðileg umvöndun. Gunnar er ckki myrkur í máli, en kemur viða við og fer ekki í mann- greinarálit. Hann geldur hverjum sitt og skammtar þó ekki smátt. Um ritháttinn nægir að geta þess, að frægur bókmennta- maður lét svo um mælt eftir lestur einnar greinarinnar, að sá maður, sem krufinn var i þeirri ritgerð, gæti verið stoltur af að hafa orðið tilefni til svo snilldarlegrar ritsmiðar. Þórbergur Þórðarson varð fimmtugur á þessu ári. í haust eru liðin fimmtán ár síðan frægasta bók hans, Bréf til Láru, kom út. í tilefni af þessu tvöfalda afmæli Þórbergs gefur Heims- kringla út æfisögu hans, ritaða af dr. Stefáni Einarssyni, pró- fessor i Baltimore. Er æfisagan ágætt verk, eins og vænta má, og liið bezta heimildarrit uin bókmenntaferil Þórbergs, liugsjónir hans, baráttu og erfiðleika, trú hans og hjátrú. Þetta er ómiss- andi handbók fyrir hvern Þórbergsmann, Þórbergur sendir sjálfur frá sér bók, sem hann nefnir Refskák auðvaldsins. Eru það þrjár ritgerðir. Tilefnið er hin fræga heng- ingarsaga. Annars fjalla greinarnar um stjórnmál Evrópu nú á tímum. Þessar greinar eru ritaðar af þeim krafti og eldmóði, sem gerði Bréf til Láru að einni frægustu bók islenzkra nú- tímahöfunda. Af nýjungum má nefna bók eftir Hjálmar R. Bárðarson stú- dent: Um flugmál íslands. Höf. rekur sögu flugs á íslandi og ræðir um framtíðargildi flugvéla fyrir samgöngur hér. Er bók- in fróðleg, og hlaut höfundur Gullpennasjóðs verðlaun Mennta- skólans fyrir liana. Fjöldi mynda er efninu til skýringar. Þá er von á tveim þýðingum. Ný þýðing beint úr Sanskrít, á liinu fræga indverska helgikvæði Bhagavad-Gitá. Þýðingin er eftir Sören Sörenson. Sú bók er aðeins gefin út i tölusettri skrautútgáfu. Hin bókin heitir Kafbátsforingi og kennimaður, eftir dr. Martin Niemöller, hinn fræga þýzka prest. Eru það cndurminningar hans úr heimsstyrjöldinni, þegar hann var kaf- bátsforingi, og frá árunum eftir stríðið, þar til hann gerist prest- ur. Bókin er vel skrifuð og lýsir glöggt hinum rnikla hildarleik. Arnór Sigurjónsson hefur ritað bók, sem kemur út innan skamms. Heitir liún Skipulag byggðarinnar, og fjallar um nauð- syn þess að föst áætlun og skipijlag sé um byggð sveitahéraða, reist á rannsóknum, en öll tilviljun sé látin vikja fyrir hag- legri nauðsyn. Ólafur Jóh. Sigurðsson hefur lokið við nýja skáldsögu, Liggur 83

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.