Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Page 30
vegurinn þangað? Er það mjög vel rituð bók, og bendir á mikla. framför hjá þesum unga og efnilega höfundi. Eru líkindi til þess- að hún komi út fyrir jólin. Ólafur hefur stundað af kappi nám í list sinni undanfarin þrjú ár og aðeins birt eftir sig smásögur. Fyrsta stóra skáldsaga hans, Skuggarnir af bænum, hlaut ágæta dóma. Halldór Kiljan Laxness hefur nú lokið við þriðja hluta hinn- ar miklu skáldsögu um Ólaf Kárason. Sú bók heitir Hús skálds- ins og kemur út i byrjun desember. Þótt Halldór sé enn ung- ur maður, eru tuttugu ár síðan fyrsta hók hans kom út. Hefur hann afkastað miklu starfi, skrifað nærri tuttugu bækur, og auk- ið þroska sinn og rithöfundarfrægð með hverri bók. Halldór er tvimælalaust mestur snillingur þeirra skálda vorra, sem óbund- ið mál rita. Bækur hans hafa verið þýddar á mörg helztu menn- ingarmál heimsins, og hefur hann hvarvetna fengið hina beztu dóma hjá hókmenntamönnum, og er nú frægastur allra þeirra skálda, sem rita bækur sinar á íslenzku. Ég hef hér að framan getið þeirra bóka, sem Heimskringla gefur út á þessu ári, og vænti þess, að lesendur Tímaritsins eigi hægra með að átta sig á þeim fyrir þetta yfirlit. Þorvaldur Þórarinsson. Einkennilegar ritgerðir eftir alþingismann. Athugasemd frá stjórn Máls og menningar. Undanfarin misseri liafa hirzt í dagblaðinu Timanum margar ritgerðir, og sumar langar, um starfsemi Máls og menningar, flest- ar eða allar eftir Jónas Jónsson alþingismann. Meginhluti þess- ara skrifa er með þeim hætti, að þau virðast ekki ætluð til lest- urs handa mönnum, sem eru gæddir almennri greind, þar við hætist, að röksemdafærsla þeirra öll er of afkáraleg til þess að hægt sé að ímynda sér, að jafnvel höfundurinn sjálfur leggi trún- að á það, sem hann er að skrifa. Það verður að felast eitthvert lágmark skynsamlegs málaflutn- ings í ádeilu, til þess að sá, sem deilt er á, finni hvöt hjá sér til andmæla. í ritgerðum alþingismannsins um starfsemi Máls og menningar skortir þennan grundvöll, þvi miður. Samt sem áður felast nokkrar þær aðdróttanir í ritgerðum alþingismannsins, að valda kynni misskilningi hjá einhverjum hinna mörg þúsund lesenda okkar, ef við létum þær liggja í þagn- 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.