Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Blaðsíða 31
-^rgildi með öllu. En með því að rúm þessa litla tímarits er ætl- að þarfari hlutum, munum við takmarka okkur við aðeins tvær af fjarstæðum alþingismannsins. 1) Ásökun um að bókmenntafélagið Mál og menning sé rekið fyrir erlent fé. Herra Jónas Jónsson segir svo í Tímanum 22. júlí síðastl.: „Meðan Menningarsjóður var að rétta sig við eftir tapútgáfu .... byrjuðu kommúnistar með stuðningi frá útlendum aðiljum, all- umsvifamikla bókaútgáfu.“ Fullyrðingu þessa itrekar höf. i annari ritgerð um Mál og menningu i Tímanum 29. ágúst, þannig: „Enginn vafi er á því, að kommúnistar hafa fengið fjárgjafir frá erlendum byltingamönnum .... ekki sízt í bókaútgáfu þessa.“ Gegn þessari staðhæfingu, vill stjórn Máls og menningar lýsa yfir því, að það er með öllu tilhæfulaust fleipur, að við höfum Tpegið eyrisvirði í styrk frá erlendum aðiljum. Mál og menning er bókmenntafélag hér um hil. 5000 íslenzkra manna og kvenna til sjávar og sveita, af öllum stéttum, flokkum og skoðunum. Auk liessara fimm þúsund manna, sem standa undir bókaútgáfu fé- lagsins með árstillagi sínu, tíu krónum, eru stuðningsmenn fé- lagsins þeir íslenzkir rithöfundar og skáld, menntamenn, vis- índamenn og lista, sem ýmist hafa samið bækur félagsins eða gert þær úr garði. Hér skulu talin nöfn nokkurra samstarfs- manna okkar, og eru bækur og rit eftir þá ýmist í smíðum eða þegar á prenti: Árni Friðriksson náttúrufræðingur, Pálmi Hann- esson rektor, dr. Sigurður Nordal prófessor, dr. Gunnlaugur Claessen yfirlæknir, dr. Jón Helgason prófessor, Bogi Ólafsson yfirkennari, Sigurður Þórarinsson náttúrufræðingur, Þorkell Jóhannesson meistari, Björn Franzson eðlisfræðingur, Þórberg- ur Þórðarson rithöfundur, Magnús Ásgeirsson skáld, Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, Jóhannes Sveinsson Kjarval listmál- ari, Jón Þorleifsson listmálari, Ásgeir Hjartarson sagnfræðing- ur, byggingameistararnir Hörður Bjarnason, Eiríkur Einarsson, Einar Sveinsson, Sigurður Guðmundsson, Þórir Baldvinsson o. fl., o. fl. Það eru sem sagt hinir 5000 félagsmenn og a. m. k. 20—30 þúsund lesendur Máls og menningar, ásamt ofangreindum vís- indamönnum, sérfræðingum og snillingum, sem gert hafa Mál og menningu að óskabarni allra lesandi fslendinga. 85

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.