Ægir - 01.02.2011, Qupperneq 10
10
F I S K V I N N S L U T Æ K N I
„Ferskleiki fisks byggir á
réttri meðferð um borð í fiski-
skipum. Ef ekki er rétt staðið
að vinnslunni er lítið hægt að
gera eftir að fiskurinn er kom-
inn í lestar skipsins,“ segir
Páll Kristjánsson, markaðs-
stjóri 3X Technology á Ísafirði
en fyrirtækið hefur hannað
vinnslukerfi fyrir skip og báta
sem miðar að því að hámarka
gæði fiskaflans úti á sjó. Páll
segir að helstu galla í hráefni
þegar í vinnsluna kemur megi
rekja til ónógrar blæðingar,
of- eða vankælingar og lítilla
þrifa eftir slægingu.
Minna los og betra hráefni
Vinnslukerfið byggir á notk
un snigiltanka til blæðingar
og kælingar hráefnis. Snigilt
ankarnir tryggja að allt hrá
efni sem í þá fer fær sömu
meðferð með tilliti til blæð
ingartíma og kælingar. Snigil
tæknin er sniðin að kröfum
hér á landi um hámarksgæði
hráefnis sem kemur að landi
til vinnslu. Með aðferðinni er
tryggt að hráefnið sem fer
fyrst inn, kemur fyrst út og
ekki er lengur hætta á að hrá
efni „troðist undir“ á álagstím
um því að uppbygging tank
anna tryggir jafnan tíma á allt
hráefni án undantekninga.
Með tönkunum fylgir hraða
stýring þar sem notandinn
getur fastsett þann tíma sem
passar viðkomandi vinnslu.
„Hráefnið sýnir minna los í
vinnslu og hefur fallegri blæ.
Minna los í fiski skilar sér í
aukinni nýtingu, auk þess að
hærra hlutfall afurða stenst
gæði í verðhærri afurðaflokka
sem aftur skilar þeim árangri
að blokkarhlutfall lækkar. Að
auki hafa afurðir unnar úr
þessu hráefni mun lengra
geymsluþol en aðrar afurðir.
Ástæðan er meiri kælingu á
vinnsludekki sem veldur því
að það hægist á dauðastirðn
unarferli í fiskinum,“ segir
Páll.
Tækni fyrir stór sem
smærri skip
Nú þegar eru vinnslukerfi frá
3X Technology, byggð á
snigiltækninni, um borð í 10
fiskiskipum í 4 löndum, allt
frá 15 metra löngum línubát
um upp í 60 metra langa tog
ara. Páll segir að í öllum til
fellum sýni tölur að skipin
skili afburða góðu hráefni
sem sé umtalsvert betra til
landvinnslu en hráefni frá
sambærilegum skipum sem
ekki byggi á þessari tækni
við meðhöndlun aflans.
Eitt þeirra fyrirtækja sem
hefur reynt þetta hér á landi
er Hraðfrystihúsið Gunnvör
og segir Kristján Jóakimsson,
vinnslu og markaðsstjóri HG,
reynsluna góða. „Hráefnis
gæðin eru best tryggð með
því að nota snigilkörin á
millidekkinu ásamt krapaís.
Með því næst hröð kæling,
fullkomin blóðtæming, sem
lengir líftíma afurðanna, og
tryggt er að allur fiskur fær
sömu meðferð,“ segir Krist
ján.
Nýtt vinnslukerfi frá 3X Technology á Ísafirði:
Snigiltankar í skipunum
leggja grunn að betra hráefni
Tölvuteiknuð mynd af vinnsludekki í togskipi, með vinnslukerfi 3X Technology og
tveimur snigiltönkum fyrir blæðingu og kælingu aflans.
Fyrirkomulag vinnslukerfis með snigiltönkum í línuskipi.