Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2011, Blaðsíða 12

Ægir - 01.02.2011, Blaðsíða 12
12 R Æ K J U V I N N S L A „Eftir niðursveifluna í rækju- iðnaðinum á síðasta áratug hefur þessi grein verið heldur að rétta úr kútnum. Ég sé hins vegar ekki fyrir mér verk- smiðjur hér á landi að því marki sem var á árum áður. Til þess eru ekki aðstæður og hátt olíuverð heldur aftur af útgerðunum að sækja í rækjuveiðar,“ segir Þröstur Friðfinnsson, framkvæmda- stjóri rækjuverksmiðjunnar Dögunar á Sauðárkróki. Mikill samdráttur á fáum árum Óhætt er að segja að rækju­ iðnaðurinn á Íslandi hafi tek­ ið miklum stakkaskiptum síð­ asta áratuginn. Þegar mest var á þessu tímabili var unn­ ið úr um 72 þúsund tonnum árið 2002 en framleiðslu­ magnið var komið niður fyrir 30 þúsund tonn árið 2009. Samhliða þessu hefur orðið verulegu breyting á hráefnis­ samsetningu, þ.e. að innflutt fryst hráefni hefur orðið mun hærra hlutfall heildarvinnsl­ unnar. Á Íslandi voru fimm rækjuvinnslur starfandi árið 2010, þ.e. Kampi ehf. á Ísa­ firði, Hólmadrangur hf. á Hólmavík, Dögun hf. á Sauð­ árkróki, Rammi hf. á Siglu­ firði og FISK á Grundarfirði. Hjá verksmiðju Dögunar var unnið úr ríflega 8 þúsund tonum á árinu 2010 og segir Þröstur að fyrirtækið byggi stöðugleika í hráefnisöflun á systurfyrirtæki sínu í Eistlandi sem gerir út þrjá rækjufrysti­ togara. Þeir stunda veiðar í Barentshafi, við Kanada og Grænland. „Allt er þetta sam­ stofna rækja og í grunninn sama vara til vinnslu hjá okk­ ur þó hún geti verið misjafn­ lega bústin eftir veiðisvæð­ um. Við unnum úr yfir 9 þús­ und tonnum árið 2008 en töluverður samdráttur í sölu varð við fjármálahrunið það haust og mun minni vinnsla árið eftir en magnið hefur heldur verið að aukast á nýj­ an leik,“ segir Þröstur. Olíuverðið er hindrun Að undanförnu hefur hráefni af Íslandsmiðum lítið eitt aukist hjá Dögun en ljóst má vera að himinhátt olíuverð í heiminum er ekki að hjálpa til í rækjuveiðum og ­vinnslu. „Hráefnisverð hefur verið heldur á uppleið og samhliða því verið líflegra yfir sókn og veiðum hér á heimamiðum. Vandinn er hins vegar að samhliða hækkar olíuverðið stöðugt og það hefur mikil áhrif í rækjuveiðunum því þær eru mjög orkukrefjandi. Olíukostnaðurinn er breyta sem hefur haldið rækjuveið­ unum niðri undanfarin ár og flest bendir til að áhrifin af háu olíuverði muni áfram verða mikil á rækjuveiðar,“ segir Þröstur en þessi misser­ Rækjuiðnaðurinn er heldur að rétta úr kútnum eftir erfiðan áratug: Hátt olíuverð heldur aftur af rækjuveiðunum Framkvæmdastjóri rækjuverksmiðjunnar Dögunar segir að jafnvel þótt veiðar á innfjarðarrækju glæðist þá muni uppbygging rækjuvinnslna ekki verða með þeim hætti sem var þegar best lét í rækjuiðnaðinum. Hér má sjá hvernig rækjuaflinn hefur þróast frá árinu 1993. Niðursveiflan varð mjög hröð.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.