Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2011, Síða 22

Ægir - 01.02.2011, Síða 22
22 Æ g I S V I Ð T A L Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. á sér langa sögu og einungis hluti aflaheimilda fyrirtækisins var fenginn á grundvelli aflareynslu fyrir daga kvótakerfisins. Fróðlegt er að rifja upp fáeinar stað- reyndir um aflaheimildir og félögin sem mynduðu fyrirtækið við sameiningu. » Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal var stofnað árið 1941. Dótt­ urfélag þess, Miðfell, var stofnað árið 1964 og keypti verulegar aflaheimildir á sínum tíma. » Íshúsfélag Ísfirðinga hf. var stofnað árið 1912. Það kom lítið að útgerð fyrr en eftir 1990 en keypti þá skuttogarana Framnes ÍS­708 frá Þingeyri og Gylli ÍS­261 frá Flateyri. Félagið keypti allar aflaheimildir sínar. » Fyrirtækið Gunnvör hf. var stofnað árið 1955. Eigendur þess keyptu talsvert af aflaheimildum til að efla það. » Frosti hf. í Súðavík var stofnaður árið 1942 og keypti tals­ vert af aflaheimildum, meðal annars helminginn af kvóta togarans Elínar Þorbjarnardóttur ÍS­700 frá Suðureyri. » Hraðfrystihúsið­Gunnvör hf. hefur keypt aflaheimildir, m.a. af Básafelli og Kambi á Flateyri. Aflaheimildir voru keyptar og þær færðar á færri skip, fyrst og fremst til að bregðast annars vegar við ákvörðunum stjórnvalda um að minnka heildarveiði úr helstu nytjastofn­ um og hins vegar vegna tilfærslu aflaheimilda milli skipa­ flokka, sem hefur haft mikil skerðingaráhrif á starfsemi félagsins. Þannig var unnt að nýta skip og fiskvinnslustöðvar betur en ella, halda uppi atvinnu fyrir fjölda fólks og verja mikilvæg, áratugagömul viðskiptasambönd í sölu sjávaraf­ urða. Starfsemin í dag » Starfsmenn Hraðfrystihússins­Gunnvarar hf. (HG) eru um 200 talsins árið um kring. » Fyrirtækið veltir um 4 milljörðum króna og greiðir starfs­ mönnum sínum 1,3 milljarða króna í laun á ári. » HG gerir út frystiskipið Júlíus Geirmundsson ÍS­270 og ís­ fisktogarana Pál Pálsson ÍS­102 og Stefni ÍS­28. Saman­ lagður afli þeirra er 11.000­12.000 tonn á ári. » Félagið rekur fiskvinnslu í Hnífsdal og á Ísafirði þar sem aðallega er unnið úr þorski, ýsu og ufsa, alls um 5.000 tonnum hráefnis á ári. » HG er umsvifamikið í þorskeldi í Álftafirði og Seyðisfirði og rekur seiðaeldisstöð á Nauteyri í Ísafjarðardjúpi í nafni Háafells ehf., félags sem HG á að mestu leyti. Vonir standa til að sú starfsemi verði enn frekari vaxtarbroddur í starfsemi félagsins á komandi árum. Slátrað hefur verið allt að þúsund tonnum af eldisþorski á ári. » Niðursuðuverksmiðja er starfrækt í Súðavík á vegum HG þar sem soðin er niður lifur úr bæði villtum fiski og eldis­ fiski. Þetta er því eins konar hliðarbúgrein þorskeldisins og hefur aukist verulega að umfangi síðustu árin. » HG á stóran hlut í Klofningi ehf. á Suðureyri, sem er með starfsstöðvar á Suðureyri, Ísafirði, Tálknafirði og Brjáns­ læk, og sérhæfir sig í framleiðslu aukaafurða úr sjávar­ fangi (hausaþurrkun, herslu og frystingu hráefnis í loð­ dýrafóður). Félagið veltir um einum milljarði króna á ári. » HG á ríflega þriðjungshlut í Icecod á Íslandi ehf., þróun­ ar­ og rannsóknafyrirtæki á sviði kynbóta í þorsk­eldi og seiðaframleiðslu. Þar er fyrirtækið í samstarfi við HB­ Granda, Stofnfisk og Hafrannsóknastofnunina. annarri starfsemi HG. Við sáum tækifæri til að nýta okkar þekkingu í vinnslu og markaðssetningu á þorski, nýta starfsfólk vélar og tæki. Þorskeldi lá því beinast við og eldisþorskurinn fer að stærstum hluta ferskur á markað sem svokallaður flug­ fiskur. Við höfum líka aukið vinnslu á ferskum fiskafurð­ um með ágætum árangri. Fyr­ ir þessa vöru fæst gott verð á mörkuðum en hún er ekki gerleg nema að baki séu tryggar aflaheimildir og stöð­ ug hráefnisöflun. Markaður­ inn er tilbúinn að greiða hátt verð með það traust á okkur sem framleiðendum að við stöndum okkur í gæðum og afhendingu. Við Íslendingar höfum náð góðum árangri í þessum útflutningi og hann er enn eitt dæmið um að sjávarútvegurinn leitar alltaf uppi leiðir til að fá sem allra best verð fyrir það sem við höfum úr að moða. En til að geta gert þetta verðum við að hafa stöðugleika í fyrirtækj­ unum, útgerðinni og hráefn­ isöfluninni. Ég sé okkur eiga mjög erfitt með að standast kröfur þessa markaðar ef við ættum að byggja hann á fisk­ mörkuðum einvörðungu. Leiðin er heldur ekki að byggja bara á fáum stórum fyrirtækjum heldur þarf að halda í fjölbreytnina,“ segir Einar Valur og fer ekki dult með þá skoðun sína að varn­ arbarátta útgerðar­ og fisk­ vinnslufyrirtækja á lands­ byggðinni sé öðrum þræði líka barátta landsbyggðar og höfuðborgar. „Með hækkandi sköttum á sjávarútveginn verður staða okkar enn veikari því aðeins ein króna af hverjum þremur sem við greiðum í skatta skil­ ar sér til baka út á lands­ byggðina. Þetta hafa nýjar rannsóknir sýnt og sporin hræða. Sjávarútvegurinn einn getur ekki borið ábyrgð á byggðaþróun í landinu en hann er hins vegar undirstað­ an í atvinnulífi landsbyggðar­ innar og þar af leiðir að auknar álögur á sjávarútveg­ inn veikja greinina og þar með landsbyggðina. Ríkis­ valdið stýrir nákvæmlega hvernig sjávarútveginum farn­ ast því það hefur ákvörðunar­ vald um það í dag hversu mikið er veitt, hvernig og með hvaða skipum.“ Hraðfrystihúsið Gunnvör í 70 ár Skreiðarverkun í Hnífsdal. Frá vinstri: Kristján Einarsson, Héðinn Kristinsson og þrír erlendir starfsmenn. (Ljósm. Sveinn Guðbjartsson).

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.