Ægir - 01.02.2011, Síða 26
26
Ekki lengur kappveiðar á
humri
Netavertíðin fyrir austan er að
ná hámarki þessa dagana en
henni lýkur jafnan þegar
komið er fram í apríl. Þá
gefst Hornfirðingum hinsveg
ar lítið tóm til hvíldar, því
gera þarf klárt fyrir humarver
tíðina. Að sögn Guðmundar
er humarvertíðin þó ekki
lengur sú sumarvertíð sem
hún áður var. Veiðarnar hefj
ast nú jafnan í apríl og á síð
asta ár voru bátarnir að veið
um fram í nóvember. Veið
arnar séu auk þess ekki sömu
kappveiðarnar og áður, held
ur sé nú lögð áhersla á að
veiða jafnt og þétt í vinnsl
una. Vinnslan hefur einnig
breyst, því nú er humarinn
mest heilfrystur. „Það heyrir
orðið til undantekninga ef
humarinn er slitinn um borð
bátunum. Við viljum helst fá
allan humar heilan að landi
og þá alveg heilan. Það þarf
ekki að vera nema brotin kló
til að humarinn teljist ekki
lengur heill en þá fellur hann
um verðflokk.“
SkinneyÞinganes gerir út
23 báta á humar á sumrin og
vinnur aflann af þeim. Guð
mundur segir útlit fyrir góða
humarvertíð, mikil eftirspurn
sé eftir humri en litlar birgðir
eru til og því líklegt að gott
verð fáist fyrir hann. „Það
bendir auk þess ekkert til
annars en að aflabrögðin ættu
að geta orðið góð. Síðasta
vertíð var góð, aflinn jafn og
þéttur alla vertíðina þó afla
brögðin hafi ekki verið í lík
ingu við síðustu tvö árin þar á
undan. En humarstofninn hef
ur verið stöðugur undanfarin
ár, enda held ég að flestir séu
sammála um að skynsamlega
hefur verið sótt í stofninn síð
ustu ár.“
Mikill áhugi á íslenska
makrílnum
En Hornfirðingar láta sér ekki
nægja að vinna humar á
sumrin. Þá hefjast jafnan veið
ar á síld og makríl. „Við fryst
um bæði síld og makríl á
sumrin, samhliða humar
vinnslunni. Hér er hefð fyrir
vinnslu á síld, þrátt fyrir að
nú orðið sé hún aðeins fryst
en ekki söltuð einnig, eins og
áður var. Það hefur auk þess
verið spennandi að þreifa sig
áfram í manneldisvinnslu á
makríl. Ég tel að við eigum
alla möguleika á að gera
mjög góða afurð úr makríln
um. Búnaðurinn er fyrir hendi
bæði á sjó og landi. Bæði
uppsjávarskip okkar eru búin
öflugum kælikerfum sem ráða
við að snöggkæla makrílinn
þegar hann er veiddur og
frystigetan í landi er til staðar.
Við erum auk þess með öfl
ugt sölunet í AusturEvrópu
þar hefur verið mikil ánægja
Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
www.isfell.is
Hnífar og brýni
í miklu úrvali
Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets:
• Ísnet Akureyri - Fiskitangi
• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28
• Ísnet Húsavík - Barðahúsi
• Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1
• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19
• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28
F I S K V I N N S L A
Skinney-Þinganes Um 6.000 tonn af loðnu voru fryst hjá Skinney-Þinganesi á nýafstaðinni vertíð.
Aukaafurðirnar sem falla til við söltunina á netaþorskinum verða sífellt vermætari,
s.s. hrogn, lifur, svil, magar og garnir fyrir lífefnaiðnað