Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.2011, Qupperneq 27

Ægir - 01.02.2011, Qupperneq 27
27 með vöruna og kaupendur bíða spenntir eftir íslenska makrílnum.“ Auk síldar­ og makríl­ vinnslunnar er saltaður línu­ og færafiskur hjá Skinney­ Þinganesi á sumrin en þó ekki í nálægt því sama magni og á vetrarvertíðinni að sögn Guðmundar. Það nær síðan yfirleitt saman að þegar dreg­ ur úr veiðum á norsk­íslensku síldinni í haustbyrjun eru að hefjast veiðar á íslensku sum­ argotssíldinni sem standa oft fram í janúar. Þegar síldarver­ tíðinni sleppir er orðið stutt í loðnuvertíðina. Hringnum er þannig lokað og ferlið hefst upp á nýtt. Það má því segja að allt árið sé ein vertíð hjá Skinney­Þinganesi. Kostur að vera með mörg egg í körfunni Aðspurður segir Guðmundur það síður en svo erfitt að stunda svo fjölbreytta vinnslu, að vera jafnvel að vasast í mörgu í einu. Þvert á móti henti það fyrirtækinu vel og um leið sé ákveðið öryggi í því fólgið. „Við viljum vera með mörg egg í körfunni til að lágmarka skaðann ef ein tegund verður fyrir áfalli. Þetta þýðir vitanlega að stundum verður álagið mikið á starfsfólkið. En við erum svo heppin að vera með frá­ bært starfsfólk og því hefur okkur tekist að halda sama starfsmannakjarnann árið um kring. Stundum fáum við fólk utan úr bæ í aðgerð til að létta undir með okkur í mesta asanum en yfirleitt klárum við þetta bara sjálf. Á sumrin njót­ um við svo þess að fá til okk­ ar unga og áhugasama skóla­ krakka.“ Guðmundur hóf störf hjá Skinney­Þinganesi sl. haust en hann veitti áður forstöðu starfsstöð Matís á Hornafirði. Guðmundur á rætur á Horna­ fiði en hefur ekki áður unnið beint í sjávarútvegi. „Maður er vissulega alinn upp hér á bryggjunum og í kringum fisk en ég hleypti ungur heim­ draganum, fór suður í skóla og lærði lífefnafræði. Það nýt­ ist mér vel í öllu vöruþróun­ arstarfi hér hjá Skinney­Þinga­ nesi, sem og í gæðamálum. Ég nýt líka góðs af því að hér starfar mikið af mjög hæfu vinnslufólki sem ég læri mik­ ið af. Ég er skorpukall og þetta starf á því vel við mig,“ segir Guðmundur að lokum. Viðtal: Helgi Mar Árnason F I S K V I N N S L A Stóri netaþorskurinn er dýrmætur á netavertíðinni. Meginafurðin er flattur þorskur sem er saltaður á Portúgalsmarkað. Möguleikar, magn, gæði og verð Dagskrá ráðstefnunnar 13:00 -13:10 Setning 13:10 -13:35 Miljø - eektiv skeproduktion – Alfred Jochumsen, DTU-akva Danmörku 13:35 -13:50 Þróun nýrra skifóðurhráefna í Svíþjóð: kræklinga- og oksveppamjöl – Björn Þrándur Björnsson, Háskólinn í Gautaborg 13:50 -14:05 Grænn lífrænn úrgangur – Ásbjörn Jónsson, Matís 14:05 -14:20 Framleiðsla hryggleysingja – Jón S Ólafsson, Veiðimálasofnun 14:20 -14:35 Örverur – Arnþór Ævarsson, Prokazyme / Jakob Kristjánsson, Prokazyme 14:35 -14:50 Sveppir – Georg Ottósson, Flúðasveppir 14:50 -15:10 Ka 15:10 -15:25 Repja – Jón Bernódusson, Siglingastofnun / Ólafur Eggertsson, Þorvaldseyri 15:25 -15:40 Þörungar – Erla Björk Örnólfsdóttir, Vör Sjávarrannsóknasetur 15:40 -15:55 Aðrir möguleikar – Ólafur I. Sigurgeirsson, Háskólinn á Hólum 15:55 -16:10 Virði hráefna – Jón Árnason, Matís 16:10 -16:50 Umræður Panel – Rannveig Björnsdóttir (Matís) stýrir Fulltrúar fóðurframleiðenda, Björn Þrándur Björnsson (Háskólinn í Gautaborg), Alfred Jochumsen (DTU-Akva), Sveinbjörn Oddsson (Íslensk Matorka), Björn Björnsson (Hafró), Helgi Thorarensen (Háskólinn á Hólum) 16:50 -17:00 Samantekt og fundarslit Fundarstjóri: Ragnheiður Þórarinsdóttir, Íslensk Matorka Ný innlend fóðurhráefni til notkunar í skeldi Ráðstefna hjá Matís, Vínlandsleið 12, föstudaginn 8. apríl kl. 13-17 www.matis.is www.matorka.is © Ragnheiður I. Þórarinsdóttir SB A 0 3/ 11

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.