Ægir

Volume

Ægir - 01.02.2011, Page 30

Ægir - 01.02.2011, Page 30
30 H U g B Ú N A Ð A R Þ J Ó N U S T A „Lykillinn að velgengni Wise- Fish hugbúnaðarins frá Mari- tech fyrir sjávarútveg byggist að mínu mati fyrst og fremst á því að það er víðtækt stjórn- unar- og upplýsingatól sem er beintengt við Microsoft Dyna- mics NAV viðskiptahugbúnað- inn. Allir þættir rekstrarins eiga sér upphaf og endi í de- bet og kredit og því er mikil- vægt að hafa á öllum stigum starfseminnar skjóta yfirsýn á alla þætti sem hafa áhrif á niðurstöðu rekstrarins. WiseF- ish er dæmi um sérlausn í þessu kerfi þar sem byggt er ofan á fjárhags-, viðskipta- manna-, lánadrottnakerfi og birgðabókhald fyrirtækisins og stjórntækin sérútfærð fyrir þarfir sjávarútvegsfyrirtækja. Ný útgáfa og viðbætur er síð- an við útflutningskerfi sem sérstaklega er sniðið að þörf- um fiskútflytjenda,” segir Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölusviðs Maritech. Hugbúnaðarsmíð fyrir sjávar- útveg í 15 ár Maritech hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg í um fimm­ tán ár, en hugbúnaðinn í nær tuttugu ár. Hjá fyrirtækinu starfa sérfræðingar með víð­ tæka þekkingu og reynslu af þjónustu og hugbúnaðarþró­ un fyrir sjávarútveginn og þjónustar fyrirtækið fjölda fyr­ irtækja innanlands sem er­ lendis. Lausnir Maritech spanna alla virðiskeðju sjáv­ arútvegsins frá fiskeldi og veiðum til sölu og dreifingar. Maritech býður staðlaðar Microsoft Dynamics NAV lausnir auk fjölda sérlausna fyrir íslenskan og alþjóðlegan markað. Lausnirnar eru sveigjanlegar og gefa mögu­ leika á að sérsníða þær að þörfum fyrirtækja. Auk ann­ arra sérlausna Maritech fyrir sjávarútveg má nefna Wise­ Fish lausnirnar: Gæðastjórn­ un, Fiskeldi, Útgerð og kvóta, Vinnslu, Birgðir og vöruhús og Sölu og útflutning. Með þessum lausnum má hafa yfirsýn á birgðir og stöðu þeirra í rauntíma, nákvæmar upplýsingar um kostnað og verðmæti á öllum stigum vinnslunnar, sjálfvirkni í skráningum, lausnir fyrir alla virðiskeðjuna, fullkominn rekjanleika vöru, gæðakerfi og rekjanleika skjala fyrir út­ flutning. Sívöktun á árangri í vinnslunni „Öll þróun okkar miðar að því að stjórnandinn geti nýtt sér hugbúnaðinn til að fylgj­ Hugbúnaðarlausnir­Maritech­fyrir­sjávarútveg:­ Stjórntækið WiseFish spannar alla virðiskeðju sjávarútvegsins

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.