Ægir - 01.02.2011, Blaðsíða 34
34
Þ J Ó N U S T A
„Það má segja að okkar svið
spanni allt frá saltkornum upp
í stærstu vinnslutæki fyrir sjáv-
arútveg. Hvort heldur eru um-
búðir eða tæknilausnir þá bjóð-
um við okkar þjónustu og eig-
um viðskiptavini í sjávarútvegi
bæði hér á landi og erlendis,”
segir Páll Þ. Pálsson, sölustjóri
Frjó Quatro í Reykjavík. Fyrir-
tækið á raunar uppruna sinn í
sölu á rekstarvörum til garð-
yrkjubænda en síðustu ár hefur
byggst upp víðtæk sala og
þjónusta sem tengist sjávarút-
vegi. Páll segir því sjávarútveg-
inn í dag eina mikilvægustu
stoð fyrirtækisins.
Þekkt merki í tækjum
„Meðal þekktustu merkja
okkar í vélbúnaði fyrir sjávar
útveg eru Fomaco sprautu
söltunarvélar og pækiltankar.
Fomaco eru mest seldu
sprautusöltunarvélar á Ís
landi. Frá framleiðandanum
Siat erum við einnig með fjöl
breyttan tækjabúnað fyrir
pökkun og þar komum við
meðal annars að framleiðslu
á ferskfiski sem mikil upp
bygging hefur verið í hér á
landi að undanförnu. Um
búðaþjónusta er mjög um
fangsmikil hjá okkur og má
þar t.d. nefna plast og frauð
bakka og margar tegundir
plastfilma með fjölbreytta eig
inleika. Mest áberandi í hill
um matvöruverslana eru lík
lega umbúðir frá Frjó Quatro
fyrir grænmeti en einnig á
fyrirtækið mikla markaðshlut
deild í umbúðabökkum fyrir
kjöt og fisk ásamt plastfilm
unni sem Frjó Quatro flytur
inn,” segir Páll.
Pappi í stað frauðplasts fyrir
ferskfiskútflutninginn
Páll segir fyrirtækið bjóða
nýja lausn fyrir ferskfiskút
flutning, þ.e. pappakassa í
stað hinna hefðbundnu
frauðplastkassa sem algeng
astir hafa verið.
„Þessir kassar koma frá
framleiðandanum Maritime
Paper Products Ltd., sem er
verðlaunað fyrirtæki með ára
tuga reynslu í framleiðslu
umbúða. Kassinn hefur sama
eingangrunargildi og hefð
bundinn frauðplastkassi en
munurinn er mikill þegar
kemur að kostnaði við förgun
á umbúðunum. Þetta er atriði
sem framleiðendur og kaup
endur afurða hafa vaxandi
áhuga á enda krafa dagsins í
dag að umbúðir geti farið í
endurvinnslufarveg. Þannig
er um þennan nýja kassa frá
Maritime, hann er vatnsheld
ur og úr endurvinnanlegu
efni,” segir Páll en kassinn er
samanbrjótanlegur og fer því
lítið fyrir umbúðunum í flutn
ingi.
„Við teljum að nýjar lausn
ir muni leysa frauðplastið af
hólmi og viljum því stuðla að
því að framleiðendur hafi að
gang að annarri lausn sem
stenst allar aðrar kröfur, svo
sem hvað varðar kælingu
hráefnisins og meðhöndlun.
Fyrir svo utan að frauðplastið
er beintengt olíuverði og seg
ir sig sjálft að umbúðirnar eru
þar af leiðandi orðnar dýrar.
Pappinn er talsvert hagkvæm
ari lausn,” segir Páll en
pappakassinn og aðrar lausn
ir mun Frjó Quatro kynna á
Íslensku sjávarútvegssýning
unni í haust.
Nákvæmnisvogir:
5 ÁRA
ÁBYRGÐ
35 ára reynsla
Frá 1 upp í 3 aukastafi.
www.vibra.co.jp/global
þar finnur þú réttu vogina.
Nánari uppl. í síma 567 88 88
Frjó Quatro með víðtæka þjónustu við sjávarútveginn:
Allt frá saltkornum upp
í stærstu vinnslutæki
- áhersla lögð á nýja gerð kassa fyrir ferskfiskútflutning
Páll Þ. Pálsson, sölustjóri Frjó Quatro. Myndir: LalliSig
Endurvinnanlegur kassi fyrir flutning á fersku hráefni.