Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2011, Side 10

Ægir - 01.04.2011, Side 10
10 B Y G G Ð A K V Ó T I Heildstæð fræðaskrif skortir um svokallaðar aflaheimildir sem nefnast byggðakvóti og kveðið er á um í lögum nr. 116/2006, um stjórn fisk- veiða.1) Hæstiréttur Íslands hefur einnig, að því er næst verður komið, ekki í dóma- framkvæmd sinni kveðið upp dóma sem lúta með einum eða öðrum hætti að byggða- kvóta. Hins vegar hefur um- boðsmaður Alþingis í töluverð- um mæli á síðustu árum feng- ið til umfjöllunar kvartanir er lúta að úthlutun byggðakvóta. Athuganir umboðsmanns hafa leitt til þess að hann hefur gefið út nokkur álit þar sem hann hefur beint tilteknum til- mælum til stjórnvalda. Einnig hefur umboðsmaður lokið málum sem kvartanirnar lúta að með bréfi til viðkomandi kvörtunaraðila og eftir atvik- um samhliða því ritað ábend- ingarbréf til viðkomandi stjór- nvalda. Auk framangreindra atriða hefur greinarhöfundur jafn- framt haft í huga að ekki hafa á sviði lögfræðinnar verið skrifaðar í nægilega miklum mæli fræðilegar bækur og/ eða greinar um sjávarútvegs- mál. Sem betur fer hefur það á allra síðustu árum breyst til batnaðar og má meðal annars þakka lagadeild Háskóla Ís- lands og Lagastofnun fyrir það. En betur má ef duga skal. Í þessu sambandi skal bent á að fiskveiðar hafa frá fornri tíð verið undirstöðuat- vinnugrein íslensks efnahags, fólksins í landinu og byggð- arlaga um allt land og munu verða það áfram á næstu ár- um eftir fall bankanna haust- ið 2008. Það er því brýnt að mati greinarhöfundar að fræðaskrif um íslenskan sjáv- arútveg fari vaxandi á næstu árum. Þessar greinar um byggðakvóta eru framlag höf- undar í átt að þeirri þróun. Í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, er ekki til staðar sérstök skilgreining á hugtak- inu byggðakvóti. Hins vegar kemur meðal annars fram í a- og b-liðum 2. tölul. 1. mgr. 10. gr. laganna að á hverju fiskveiðiári skuli ráðherra hafa til ráðstöfunar aflaheim- ildir sem nema allt að 12.000 lestum af óslægðum botnfiski og að hann geti ráðstafað til stuðnings byggðarlögum, í samráði við Byggðastofnun, annars vegar til minni byggð- arlaga sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarút- vegi og háð eru veiðum eða vinnslu á botnfiski og hins vegar til byggðarlaga sem hafa orðið fyrir óvæntri skerðingu á heildaraflaheim- ildum fiskiskipa sem gerð hafa verið út og landað hafa afla í viðkomandi byggðar- lögum og sem hefur haft veruleg áhrif á atvinnuástand í byggðarlögunum. Með hlið- sjón af þessu ákvæði má í stuttu máli segja að byggða- kvóti sé tiltekið magn af afla sem sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra ráðstafar á hverju ári til byggðarlaga, að uppfylltum tilteknum skilyrð- um, til að styðja við bakið á þeim. Takmörkuð og eftirsóknarverð gæði Það er óumdeilt að byggða- kvóti er eftirsóknarverð gæði. Nægir að nefna tvö sjónarmið sem liggja til grundvallar þeirri staðhæfingu. Í fyrsta lagi hefur hann, eins og aðrar aflaheimildir, fjárhagslegt gildi fyrir þau skip sem fá honum úthlutað. Möguleiki á nýtingu hans hefur því fjárhagslega þýðingu fyrir þá einstaklinga og fyrirtæki sem gera út skip. Í öðru lagi er byggðakvóti eftirsóknarverður í þeim skilningi að ekki þarf að inna af hendi sérstaka peninga- greiðslu til að fá úthlutað byggðakvóta þar sem ís- lenska ríkið hefur ákveðið að úthluta slíkum aflaheimildum til fiskiskipa, sem uppfylla skilyrði úthlutunar, endur- gjaldslaust. Í þessu samhengi má nefna álit umboðsmanns Alþingis frá 20. júlí 2007 í máli nr. 4771/2006. Í álitinu komst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið fullnægjandi laga- grundvöllur í þágildandi 9. gr. laga nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, fyrir því að setja það skilyrði að þeim sem yrði úthlutað byggðakvóta inntu af hendi fjárhæð í sér- stakan kvótasjóð sem starfaði samkvæmt samstarfssamningi sveitarfélagsins Æ við fisk- verkendur og útgerðarmenn frá 1. mars 2006. Í áliti um- boðsmanns kom meðal ann- ars eftirfarandi fram: Til þess að stjórnvöld geti Hvað er byggðakvóti? Umboðsmanni Alþingis hafa á undanförnum árum borist margar kvartanir sem lúta að úthlutun byggðakvóta.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.