Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2011, Blaðsíða 10

Ægir - 01.04.2011, Blaðsíða 10
10 B Y G G Ð A K V Ó T I Heildstæð fræðaskrif skortir um svokallaðar aflaheimildir sem nefnast byggðakvóti og kveðið er á um í lögum nr. 116/2006, um stjórn fisk- veiða.1) Hæstiréttur Íslands hefur einnig, að því er næst verður komið, ekki í dóma- framkvæmd sinni kveðið upp dóma sem lúta með einum eða öðrum hætti að byggða- kvóta. Hins vegar hefur um- boðsmaður Alþingis í töluverð- um mæli á síðustu árum feng- ið til umfjöllunar kvartanir er lúta að úthlutun byggðakvóta. Athuganir umboðsmanns hafa leitt til þess að hann hefur gefið út nokkur álit þar sem hann hefur beint tilteknum til- mælum til stjórnvalda. Einnig hefur umboðsmaður lokið málum sem kvartanirnar lúta að með bréfi til viðkomandi kvörtunaraðila og eftir atvik- um samhliða því ritað ábend- ingarbréf til viðkomandi stjór- nvalda. Auk framangreindra atriða hefur greinarhöfundur jafn- framt haft í huga að ekki hafa á sviði lögfræðinnar verið skrifaðar í nægilega miklum mæli fræðilegar bækur og/ eða greinar um sjávarútvegs- mál. Sem betur fer hefur það á allra síðustu árum breyst til batnaðar og má meðal annars þakka lagadeild Háskóla Ís- lands og Lagastofnun fyrir það. En betur má ef duga skal. Í þessu sambandi skal bent á að fiskveiðar hafa frá fornri tíð verið undirstöðuat- vinnugrein íslensks efnahags, fólksins í landinu og byggð- arlaga um allt land og munu verða það áfram á næstu ár- um eftir fall bankanna haust- ið 2008. Það er því brýnt að mati greinarhöfundar að fræðaskrif um íslenskan sjáv- arútveg fari vaxandi á næstu árum. Þessar greinar um byggðakvóta eru framlag höf- undar í átt að þeirri þróun. Í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, er ekki til staðar sérstök skilgreining á hugtak- inu byggðakvóti. Hins vegar kemur meðal annars fram í a- og b-liðum 2. tölul. 1. mgr. 10. gr. laganna að á hverju fiskveiðiári skuli ráðherra hafa til ráðstöfunar aflaheim- ildir sem nema allt að 12.000 lestum af óslægðum botnfiski og að hann geti ráðstafað til stuðnings byggðarlögum, í samráði við Byggðastofnun, annars vegar til minni byggð- arlaga sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarút- vegi og háð eru veiðum eða vinnslu á botnfiski og hins vegar til byggðarlaga sem hafa orðið fyrir óvæntri skerðingu á heildaraflaheim- ildum fiskiskipa sem gerð hafa verið út og landað hafa afla í viðkomandi byggðar- lögum og sem hefur haft veruleg áhrif á atvinnuástand í byggðarlögunum. Með hlið- sjón af þessu ákvæði má í stuttu máli segja að byggða- kvóti sé tiltekið magn af afla sem sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra ráðstafar á hverju ári til byggðarlaga, að uppfylltum tilteknum skilyrð- um, til að styðja við bakið á þeim. Takmörkuð og eftirsóknarverð gæði Það er óumdeilt að byggða- kvóti er eftirsóknarverð gæði. Nægir að nefna tvö sjónarmið sem liggja til grundvallar þeirri staðhæfingu. Í fyrsta lagi hefur hann, eins og aðrar aflaheimildir, fjárhagslegt gildi fyrir þau skip sem fá honum úthlutað. Möguleiki á nýtingu hans hefur því fjárhagslega þýðingu fyrir þá einstaklinga og fyrirtæki sem gera út skip. Í öðru lagi er byggðakvóti eftirsóknarverður í þeim skilningi að ekki þarf að inna af hendi sérstaka peninga- greiðslu til að fá úthlutað byggðakvóta þar sem ís- lenska ríkið hefur ákveðið að úthluta slíkum aflaheimildum til fiskiskipa, sem uppfylla skilyrði úthlutunar, endur- gjaldslaust. Í þessu samhengi má nefna álit umboðsmanns Alþingis frá 20. júlí 2007 í máli nr. 4771/2006. Í álitinu komst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið fullnægjandi laga- grundvöllur í þágildandi 9. gr. laga nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, fyrir því að setja það skilyrði að þeim sem yrði úthlutað byggðakvóta inntu af hendi fjárhæð í sér- stakan kvótasjóð sem starfaði samkvæmt samstarfssamningi sveitarfélagsins Æ við fisk- verkendur og útgerðarmenn frá 1. mars 2006. Í áliti um- boðsmanns kom meðal ann- ars eftirfarandi fram: Til þess að stjórnvöld geti Hvað er byggðakvóti? Umboðsmanni Alþingis hafa á undanförnum árum borist margar kvartanir sem lúta að úthlutun byggðakvóta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.