Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2011, Page 18

Ægir - 01.04.2011, Page 18
18 Helstu kostir: • Dregur ekki í sig vökva • Léttari en hefðbundin kassi • 100% endurvinnanlegur • Hægt að fá kassa í ýmsum litum • Fáanlegur hand- eða vélreistur • BRC vottaður Vélreistur kassi Handreistur kassi Hornin eru fastlímd í kassann Kassinn handreistur og plast- hornum smellt í hornin Auðveldur í stöflun, situr vel á bretti Sjómenn til hamingju með daginn Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is PREN TU N .IS Nýr 25 kg saltfiskkassi úr bylgjuplasti hafa ISO 14040 og 14044 staðlarnir verið grunnur þeirrar aðferðafræði sem notuð er við vistferilsgreiningu.7 Fyrirtæki erlendis eru farin að nýta vistferilsgreiningu í ríkari mæli en áður og niðurstöðurnar notaðar til að fram- leiða m.a. umhverfisvænni vörur. Auknar kröfur um aðhald í mengunarmálum ger- ir það að verkum að gera má ráð fyrir að vistferilsgreining eigi enn frekar eftir að vaxa fiskur um hrygg. Við framkvæmd vistferilsgreiningar þarf að skilgreina svokallaða aðgerðar- einingu (e. Functional unit), en hún lýs- ir eigindlegum og mælanlegum þáttum þeirra vöru eða þjónustu sem er verið að greina hverju sinni. Þá er hún notuð sem grunneining til samanburðar á niðurstöð- um mismunandi vistferilsútreikninga. Einnig eru kerfismörk (e. System Bound- aries) skilgreind, en þau eru afmörkun þess kerfis sem er skoðað í greining- unni, t.d. hvaða hlutar kerfisins eru skoðaðir og hversu víðtæk vistferils- greiningin er. Vistferilsgreiningar á íslenskum sjávarafurðum Birtar hafa verið niðurstöður vistferils- greininga fyrir íslenskar sjávarafurðir. Í fyrstu greiningunni frá árinu 2003, þar sem skoðuð voru umhverfisáhrif fros- inna þorskafurða yfir allan vistferilinn kom í ljós að umhverfisáhrif mátti fyrst og fremst rekja til fiskveiðanna sjálfra (notkun botnvörpu).8,9 Í nýlegri rann- sókn, sem var lokaverkefni frá Háskóla Íslands árið 2009, voru borin saman um- hverfisáhrif frá línuveiðum og notkunar botnvörpu. Niðurstöðurnar sýndu að kolefnisspor botnvörpuveiða eru rúm- lega þreföld á við áhrifin frá línuveið- um.10 Niðurstöður þessara tveggja ís- lensku vistferilsgreininga sýndu að veið- unum slepptum, að flutningar á erlendan markað skipta mestu máli hvað umhverf- isáhrif varðar. Umhverfisáhrif mismunandi flutninga- leiða var viðfangsefni verkefnisins um „Hagnýtingu umhverfisgilda fyrir sjávar- afurðir“, sem var unnið sumarið 2010.11 Markmiðið var að meta kolefnisspor fyrir flutningaferil kældra fiskflaka í frauðplastkössum (EPS, Expanded Po- lystyrene) frá Íslandi til markaða í Evr- ópu með flutningaskipi annars vegar og flugi hins vegar. Notast var við þekktar flutningskeðjur sem höfðu verið kannað- ar sem hluti af prófunum á þráðlausum skynjara í mars 2010 og má sjá flutnings- leiðina á mynd 2.12 Flutningar með flugi voru að hluta til áætlaðir en einnig byggðir á birtum gögnum um flutninga- ferli frá árinu 2009.13 Vistferilsgreiningin var framkvæmd með notkun LCA hugbúnaðarins GaBi Education frá PE International. Aðgerð- areining greiningarinnar var valin eitt bretti af ferskum bolfiskflökum (roð- laus), sem unnin voru úr afla á íslensk- um fiskimiðum og flutt á markað í Evr- ópu. Hvert bretti er hlaðið með 108 EPS kössum sem hver um sig inniheldur 5 kg af ferskum flökum. Í þessari greiningu voru það flutn- ingsferlarnir sem lágu til grundvallar og því var heildar vistferill fisksins ekki skoðaður, heldur var valið að byrja greininguna þar sem afla er landað og R A N N S Ó K N I R Mynd 3: Vistferill bolfiskflaks ásamt kerfismörkum vistferilsgreiningarinnar innan græna kassans Mynd 4: Flæðirit sem sýnir ílag og frálag í vistferli kældra fiskflaka, ásamt tímalínu og fjölda kílómetra sem ferski fiskurinn er fluttur. Sjóflutningar til vinstri og flug til hægri Veiðar Förgun Neysla Eldamennska Flutningar til söluaðila og neytenda Landflutningar í Evrópu Flutningar til Evrópu Landflutningar til hafnar / flugvallar Vinnsla og geymsla í frysti Siglt til hafnar

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.