Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.2011, Qupperneq 18

Ægir - 01.04.2011, Qupperneq 18
18 Helstu kostir: • Dregur ekki í sig vökva • Léttari en hefðbundin kassi • 100% endurvinnanlegur • Hægt að fá kassa í ýmsum litum • Fáanlegur hand- eða vélreistur • BRC vottaður Vélreistur kassi Handreistur kassi Hornin eru fastlímd í kassann Kassinn handreistur og plast- hornum smellt í hornin Auðveldur í stöflun, situr vel á bretti Sjómenn til hamingju með daginn Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is PREN TU N .IS Nýr 25 kg saltfiskkassi úr bylgjuplasti hafa ISO 14040 og 14044 staðlarnir verið grunnur þeirrar aðferðafræði sem notuð er við vistferilsgreiningu.7 Fyrirtæki erlendis eru farin að nýta vistferilsgreiningu í ríkari mæli en áður og niðurstöðurnar notaðar til að fram- leiða m.a. umhverfisvænni vörur. Auknar kröfur um aðhald í mengunarmálum ger- ir það að verkum að gera má ráð fyrir að vistferilsgreining eigi enn frekar eftir að vaxa fiskur um hrygg. Við framkvæmd vistferilsgreiningar þarf að skilgreina svokallaða aðgerðar- einingu (e. Functional unit), en hún lýs- ir eigindlegum og mælanlegum þáttum þeirra vöru eða þjónustu sem er verið að greina hverju sinni. Þá er hún notuð sem grunneining til samanburðar á niðurstöð- um mismunandi vistferilsútreikninga. Einnig eru kerfismörk (e. System Bound- aries) skilgreind, en þau eru afmörkun þess kerfis sem er skoðað í greining- unni, t.d. hvaða hlutar kerfisins eru skoðaðir og hversu víðtæk vistferils- greiningin er. Vistferilsgreiningar á íslenskum sjávarafurðum Birtar hafa verið niðurstöður vistferils- greininga fyrir íslenskar sjávarafurðir. Í fyrstu greiningunni frá árinu 2003, þar sem skoðuð voru umhverfisáhrif fros- inna þorskafurða yfir allan vistferilinn kom í ljós að umhverfisáhrif mátti fyrst og fremst rekja til fiskveiðanna sjálfra (notkun botnvörpu).8,9 Í nýlegri rann- sókn, sem var lokaverkefni frá Háskóla Íslands árið 2009, voru borin saman um- hverfisáhrif frá línuveiðum og notkunar botnvörpu. Niðurstöðurnar sýndu að kolefnisspor botnvörpuveiða eru rúm- lega þreföld á við áhrifin frá línuveið- um.10 Niðurstöður þessara tveggja ís- lensku vistferilsgreininga sýndu að veið- unum slepptum, að flutningar á erlendan markað skipta mestu máli hvað umhverf- isáhrif varðar. Umhverfisáhrif mismunandi flutninga- leiða var viðfangsefni verkefnisins um „Hagnýtingu umhverfisgilda fyrir sjávar- afurðir“, sem var unnið sumarið 2010.11 Markmiðið var að meta kolefnisspor fyrir flutningaferil kældra fiskflaka í frauðplastkössum (EPS, Expanded Po- lystyrene) frá Íslandi til markaða í Evr- ópu með flutningaskipi annars vegar og flugi hins vegar. Notast var við þekktar flutningskeðjur sem höfðu verið kannað- ar sem hluti af prófunum á þráðlausum skynjara í mars 2010 og má sjá flutnings- leiðina á mynd 2.12 Flutningar með flugi voru að hluta til áætlaðir en einnig byggðir á birtum gögnum um flutninga- ferli frá árinu 2009.13 Vistferilsgreiningin var framkvæmd með notkun LCA hugbúnaðarins GaBi Education frá PE International. Aðgerð- areining greiningarinnar var valin eitt bretti af ferskum bolfiskflökum (roð- laus), sem unnin voru úr afla á íslensk- um fiskimiðum og flutt á markað í Evr- ópu. Hvert bretti er hlaðið með 108 EPS kössum sem hver um sig inniheldur 5 kg af ferskum flökum. Í þessari greiningu voru það flutn- ingsferlarnir sem lágu til grundvallar og því var heildar vistferill fisksins ekki skoðaður, heldur var valið að byrja greininguna þar sem afla er landað og R A N N S Ó K N I R Mynd 3: Vistferill bolfiskflaks ásamt kerfismörkum vistferilsgreiningarinnar innan græna kassans Mynd 4: Flæðirit sem sýnir ílag og frálag í vistferli kældra fiskflaka, ásamt tímalínu og fjölda kílómetra sem ferski fiskurinn er fluttur. Sjóflutningar til vinstri og flug til hægri Veiðar Förgun Neysla Eldamennska Flutningar til söluaðila og neytenda Landflutningar í Evrópu Flutningar til Evrópu Landflutningar til hafnar / flugvallar Vinnsla og geymsla í frysti Siglt til hafnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.