Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2011, Síða 20

Ægir - 01.04.2011, Síða 20
20 hann fluttur í geymslu. Eftirfarandi skref eru innifalin í greiningunni: 1. Vinnsla, pökkun og geymsla í kæli fyrir og eftir vinnslu 2. Flutningar fisks í flutningabílum í kæligámum 3. Flutningar með skipaflutningum og flugi Á mynd 3 má sjá allan vistferil vör- unnar ásamt kerfismörkum greiningar- innar. Heildarferli (ílög og frálög) grein- ingarinnar eru skýrð nánar á mynd 4 og sýnir fjölda kílómetra og þann tíma sem heildar flutningskeðjan tekur, frá löndun þar til varan er afhent söluaðilum í Evr- ópu. Flutningaleið skiptir máli Vistferilsgreiningin sýndi að val á flutn- ingsmáta skiptir miklu máli hvað varðar útblástur gróðurhúsalofttegunda. Flutn- ingaferill þar sem kældar fiskafurðir eru fluttar með flugi hefur 18 sinnum stærra kolefnisspor en fiskur fluttur með flutn- ingaskipi (mynd 5). Kolefnisspor fyrir 1 kg af ferskum flökum fluttu með flugi var metið sem 4,7 kg CO2-ígildi en 0,3 kg CO2-ígildi fyrir 1 kg af flöku fluttum sjóleiðis. Niðurstöðurnar sýna að það er einnig mikilvægt að sem stystar vegalengdir séu farnar með landflutningum á flutninga- bílum þar sem sá hluti flutningsins veld- ur töluverðum umhverfisáhrifum (tafla 1). Í raun sýna niðurstöðurnar að flutn- ingar með flutningabíl í sjóflutningakeðj- unni losa töluvert meira magn af gróður- húsalofttegundum en sjóflutningarnir sjálfir, þrátt fyrir að vegalengdin sem far- in er á sjó er nánast tvöföld vegalengd landflutninganna. Vinnsla í landi veldur hlutfallslega mjög lítilli losun gróður- húsalofttegunda. Hins vegar valda EPS kassarnir rúmlega helmingi allrar losunar gróðurhúsalofttegunda í sjóflutningskeðj- unni og er næst stærsti valdur losunar í flugkeðjunni á eftir fluginu. Með vali á annari gerð umbúða fyrir kældan fisk fluttum með sjóflutningi í hitastýrðum gámum mætti lækka enn frekar sótspor- ið, þar sem EPS kassarnir eru svo stór þáttur. Slíkt er erfiðara varðandi flugið þar sem hitastýrðir flutningar eru ekki í boði og því nauðsynlegt að nota kassa með gott einangrunargildi, sem er meg- inástæðan fyrir notkun EPS umbúðanna. Niðurstöðurnar eru í samræmi við aðrar rannsóknir sem gerðar hafa verið á mis- munandi flutningaleiðum á sjávarafurð- um, sem sýna allar að umhverfisvænasti flutningsmátinn eru sjóflutningar, saman- borið við flug og landflutninga.14 Áhrif kælingar á umhverfisgildi í sjóflutningum Í verkefninu var einnig gerð forathugun á hve mikil umhverfisáhrif mismunandi geymsluhitastig við landflutninga (-1°C, 4°C og -18°C) hafa á sjóflutninga keðj- unni. Miðað var við notkun á dieselolíu til að viðhalda kælingu. Niðurstöður sýna að það að flytja frosinn fisk (-18°C) veldur um tvöfalt meiri losun gróður- húsalofttegunda en ef fiskurinn er fluttur ferskur. Hins vegar verður að líta til þess að losun frá kældum gámum var mjög lágt hlutfall af heildarlosun flutningskeðj- unnar, en mikilvægt er að meta alla þá þætti sem hægt er að hafa áhrif á til að bæta umhverfisáhrif allrar virðiskeðjunn- ar. Umhverfisvitund íslenskra hagsmunaaðila Viðhorf hagsmunaaðila til umhverfis- merkinga var skoðað í verkefninu til að kanna möguleika þess að hagnýta um- hverfisgildi fyrir sjávarafurðir í markaðs- legu samhengi. Send var út vefkönnun til hagsmunaaðila í virðiskeðju íslenskra sjávarafurða. Samtök fiskvinnslustöðva, Landssamband smábátaeigenda og Sam- tök fiskframleiðenda og útflytjenda áframsendu spurningalista til félags- manna sinna auk þess sem könnun var send beint á starfsmenn fyrirtækja sem eru virk í virðiskeðjunni. Niðurstöður könnunarinnar gefa vísbendingu um við- horf íslenskra hagsmunaaðila til hagnýt- ingu umhverfisgilda fyrir sjávarafurðir (n=55). Spurt var hvort þátttakendur teldu að umhverfisgildi (t.d. kolefnisspor, matar- mílur o.s.frv.) geti haft vægi fyrir íslensk- ar sjávarafurðir. Nánast jafnt hlutfall þátt- takenda töldu að umhverfisgildi geti haft mikilvæga þýðingu fyrir íslenskar sjávar- afurðir og þeir sem töldu að svo væri ekki (mynd 6). Þeir þátttakendur sem svöruðu ofangreindri spurningu játandi voru einnig spurðir í hverju það vægi fælist. Á mynd 7 má sjá að þátttakendur telja fyrst og fremst að umhverfisgildi hafa mikilvægi þegar kemur að markaðs- setningu afurða og bættri ímynd fyrir- tækisins (42%). Töluverður hluti (36%) telja að umhverfisgildi geti haft vægi þegar kemur að betri nýtingu afurða og minnkun úrgangs. Umhverfisgildi eru talin hafa minnst vægi þegar kemur að bættri stýringu virðiskeðjunnar og aukn- um hagnaði (18%). Um þessar mundir eru gæði vörunnar og geymsluþol, ásamt kostnaði, þau at- riði sem helst er litið til við val á flutn- ingsleiðum sjávarafurða á markaði. Ekki er litið til umhverfisgilda við val á flutn- ingsleiðum. Ef spurn eftir umhverfisvæn- um vörum heldur áfram að vaxa getur það leitt til þess að framleiðendur þurfi að fara að endurskoða val á flutnings- leiðum. Niðurstöður neytendarannsókna hafa sýnt að umhverfismál geta oft og tíðum stýrt vali neytenda við kaup á vöru og þjónustu.15 Umhverfisvitund neytenda virkar því sem hvati fyrir fyrir- tæki til að upplýsa þá um umhverfishæfi vöru eða þjónustu í markaðslegum til- gangi. Lokaorð Atvinnugreinin sér möguleika í að nýta sér upplýsingar um umhverfisgildi í markaðslegu samhengi, en þörf er á að stuðla að umræðu um gagnsemi um- hverfismerkinga og betri kynningu á hvað felst í slíkum merkingum. Mat á sjálfbærni framleiðslu er mun umfangs- meira verkefni þar sem þörf er á að R A N N S Ó K N I R Mynd 5: Myndræn framsetning á hlutfallslegum mun kolefnisspors frá flutningum fersk fisks með flugi og sjóflutningum. Kolefnisspor fyrir flugkeðjuna (2.543 kg CO2/bretti) er 18 sinnum stærra (t.v.) en kolefnis- spor frá sjóflutningskeðjunni (145 kg CO2/bretti) (t.h) Tafla 1: Losun gróðurhúsalofttegunda fyrir skilgreinda aðgerðareiningu greiningarinnar frá flutningskeðjunum tveimur í kg CO2 ígildi. Einnig hlutfallsleg dreifing losunar fyrir mismunandi ferla vistferilsins Sjóflutningar Flutningar með flugi kg CO2-ígildi kg CO2-ígildi EPS pakkningar 79 54% 79 3% Vinnsla 7 5% 7 0% Landflutningar 37 25% 32 1% Flutningar á sjó/ með flugi 23 16% 2425 95% Samtals 146 100% 2543 100% Flug Skip

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.