Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2011, Side 52

Ægir - 01.04.2011, Side 52
52 hafi smábátaútgerð aukist á síðustu árum og strandveiði- kerfið aukið fjölda báta á sjó. Miklu skiptir að geta á hverj- um tíma vaktað miðin sem best og segir Halldór ósk- astöðu að fjölgað verði land- ratsjám hringinn í kringum landið til að auka öryggi kerf- isins. Þrátt fyrir sjálfvirkt AIS tilkynningarkerfi sem nú er að komast á í skipa- og báta- flotanum sé með ratsjám hægt að hafa enn nákvæmari yfirsýn. „AIS kerfið hefur marga kosti og til að mynda þann að þau skip sem búin eru AIS tækjum sjá önnur í kringum sig, svo fremi sem þau séu einnig með AIS búnað. Enn eru örlitlar gloppur í þessu kerfi á miðunum en verið að vinna í því að bæta þar úr. Öll þessi yfirsýn er okkur mikilvæg hvað öryggisþáttinn varðar en ekki síður hvað varðar löggæsluhlutverk okk- ar. Ratsjárnar eru einmitt mik- ilvægar fyrir okkur til að geta séð skip sem ekki hafa kveikt á AIS kerfinu eða öðrum fjar- eftirlitsbúnaði og ætla sér að fara um lögsöguna án þess að nokkur viti af þeim,“ segir Halldór. Bylting með tilkomu nýs Þórs Á niðurskurðartímum hefur þurft að gæta aðhalds í kostnaði við úthaldi varðskip- anna og flugflotans og segir Halldór það vissulega óæski- lega þróun. Einnig hafi hin nýja eftirlitsflugvél TF-SIF valdið byltingu í eftirliti með lögsögunni og komi sér vel varðandi mengunareftirlit og við almenn leitar- og björg- unarstörf. „Bæði skiptir máli að halda varðskipunum sem mest á sjó vegna löggæslunn- ar og einnig til að vera nær- tæk til að veita skipum að- stoð ef á þarf að halda. Einn- ig er mjög mikilvægt að geta fjölgað aftur í þyrluflotanum en í dag erum við með tvær þyrlur en teljum lágmark að hafa fjórar. En vonandi sjáum við fram á betri tíð hvað varðar úthald varðskipanna og aukningu þyrluflotans og fyrir okkur verður mikil fram- för í haust þegar við tökum á móti nýja varðskipinu Þór sem nú er í smíðum í Chile. Það mun breyta mjög miklu fyrir okkur hvað varðar bæði almennt eftirlit og mengunar- varnir, auk þess sem dráttar- geta skipsins er mjög mikil. Nýi Þór verður þannig bylting fyrir Landhelgisgæsluna og mikið framfaraskref fyrir ör- yggi sjófarenda við landið,“ segir Halldór. Þyrlur og varðskip eru þungamiðjan í tækjaflota Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan sinnir löggæslu og eftirliti á hafsvæðinu við landið. Þessi skip fengu ATW kerfi árið 2010. Við bíðum eftir þér Starfsfólk Naust Marine sendir sjómönnum sínar bestu kveðjur í tilefni af sjómannadeginum Miðhellu 4 • 221 Hafnarfirði • Sími: 4148080 • www.naust.is • naust@naust.is Ö R Y G G I S M Á L

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.