Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2011, Blaðsíða 52

Ægir - 01.04.2011, Blaðsíða 52
52 hafi smábátaútgerð aukist á síðustu árum og strandveiði- kerfið aukið fjölda báta á sjó. Miklu skiptir að geta á hverj- um tíma vaktað miðin sem best og segir Halldór ósk- astöðu að fjölgað verði land- ratsjám hringinn í kringum landið til að auka öryggi kerf- isins. Þrátt fyrir sjálfvirkt AIS tilkynningarkerfi sem nú er að komast á í skipa- og báta- flotanum sé með ratsjám hægt að hafa enn nákvæmari yfirsýn. „AIS kerfið hefur marga kosti og til að mynda þann að þau skip sem búin eru AIS tækjum sjá önnur í kringum sig, svo fremi sem þau séu einnig með AIS búnað. Enn eru örlitlar gloppur í þessu kerfi á miðunum en verið að vinna í því að bæta þar úr. Öll þessi yfirsýn er okkur mikilvæg hvað öryggisþáttinn varðar en ekki síður hvað varðar löggæsluhlutverk okk- ar. Ratsjárnar eru einmitt mik- ilvægar fyrir okkur til að geta séð skip sem ekki hafa kveikt á AIS kerfinu eða öðrum fjar- eftirlitsbúnaði og ætla sér að fara um lögsöguna án þess að nokkur viti af þeim,“ segir Halldór. Bylting með tilkomu nýs Þórs Á niðurskurðartímum hefur þurft að gæta aðhalds í kostnaði við úthaldi varðskip- anna og flugflotans og segir Halldór það vissulega óæski- lega þróun. Einnig hafi hin nýja eftirlitsflugvél TF-SIF valdið byltingu í eftirliti með lögsögunni og komi sér vel varðandi mengunareftirlit og við almenn leitar- og björg- unarstörf. „Bæði skiptir máli að halda varðskipunum sem mest á sjó vegna löggæslunn- ar og einnig til að vera nær- tæk til að veita skipum að- stoð ef á þarf að halda. Einn- ig er mjög mikilvægt að geta fjölgað aftur í þyrluflotanum en í dag erum við með tvær þyrlur en teljum lágmark að hafa fjórar. En vonandi sjáum við fram á betri tíð hvað varðar úthald varðskipanna og aukningu þyrluflotans og fyrir okkur verður mikil fram- för í haust þegar við tökum á móti nýja varðskipinu Þór sem nú er í smíðum í Chile. Það mun breyta mjög miklu fyrir okkur hvað varðar bæði almennt eftirlit og mengunar- varnir, auk þess sem dráttar- geta skipsins er mjög mikil. Nýi Þór verður þannig bylting fyrir Landhelgisgæsluna og mikið framfaraskref fyrir ör- yggi sjófarenda við landið,“ segir Halldór. Þyrlur og varðskip eru þungamiðjan í tækjaflota Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan sinnir löggæslu og eftirliti á hafsvæðinu við landið. Þessi skip fengu ATW kerfi árið 2010. Við bíðum eftir þér Starfsfólk Naust Marine sendir sjómönnum sínar bestu kveðjur í tilefni af sjómannadeginum Miðhellu 4 • 221 Hafnarfirði • Sími: 4148080 • www.naust.is • naust@naust.is Ö R Y G G I S M Á L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.