Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2011, Side 56

Ægir - 01.04.2011, Side 56
56 F R É T T I R Nú um miðjan maí var opnað- ur nýr veitingastaður á efri hæð Byggðasafnsins á Garð- skaga sem ber mun hið skemmtilega nafn „Tveir vit- ar“. Eigendur staðarins eru hjónin Ásbjörn Pálsson, mat- reiðslumeistari og Ingibjörg S. Ármannssdóttir en þau tóku við rekstri kaffihússins Flös- innar á sama stað í fyrrahaust og tóku ákvörðun um að breyta því nú í vor í fullbúið veitingahús sem býður upp á súpu, salatbar og létta rétti í hádeginu, kaffiveitingar yfir miðjan daginn og rétti af mat- seðli á kvöldin. Ásbjörn viður- kennir að líkast til séu fáir veitingastaðir staðsettir inni á byggðasafni en reynslan sýni að safnið og veitingarekstur- inn fari mjög vel saman. „Hér af veitingastaðnum má horfa yfir safnið og út á sjóinn,þar sem sást til hvala nánast hvern einasta dag síð- asta sumar. Hér erum við staðsett nokkra metra frá fjöruborðinu og höfum ein- stakt útsýni vítt um Reykja- nesið, Faxaflóann og upp á Snæfellsnesfjallgarðinn. Héð- an er stórfenglegt að sjá sól- ina leika við fjallgarðana og hafflötinn og finna nálægðina við sjóinn,“ segir hann. Spriklandi nýtt sjávarfang Eins og áður segir mun veit- ingastaðurinn bera nafnið Tveir vitar, sem að sjálfsögðu er dregið af vitunum tveimur á Garðskagatánni, steinsnar frá byggðasafninu. „Við munum við leggja áherslu á hráefni af heima- svæðinu, sem að sjálfsögu er fiskmeti. Hér höfum við krækling úr Vogunum, salt- fisk úr Garðinum, sjóbleikju úr Grindavík, kola og rauð- sprettu frá Sandgerði þannig að við þurfum ekki að leita langt til að fá hráefni í hæsta gæðaflokki,“ segir Ásbjörn en ætlunin er að halda staðnum í fullum rekstri árið um kring. „Við buðum í vetur í sam- starfi við kynniferðir upp á móttöku hópa, skoðunarferð- ir hér um Reykjanesið og veitingar því tengdar. Þetta mæltist vel fyrir og við mun- um halda áfram á sömu braut næsta vetur enda tilvalið fyrir hópa að bregða sér hingað suður eftir, njóta útsýnisins, umhverfisins og góðra veit- inga. Og fræðast um leið um sögu staðarins í gegnum það sem er í boði á byggðasafn- inu,“ segir Ásbjörn. Nýr veitingastaður í Byggðasafninu á Garðskaga: Sjávarfang í aðalhlut- verki á Tveimur vitum Horft yfir Byggðasafnið á Garðskaga þar sem veitingastaðurinn Tveir vitar er til húsa.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.