Ægir - 01.09.2009, Blaðsíða 8
8
Þegar lög um stjórn fiskveiða
nr. 38/1990 komu til fram-
kvæmda 1. janúar 1991 hafði
aflahlutdeild verið skipt í
samtals sex botnfisktegund-
um, þ.e. í þorski, ýsu, ufsa,
karfa, grálúðu og skarkola. Á
tímabilinu 1991–1998 var
aflahlutdeild skipt í fjórum
botnfisktegundum til viðbótar,
þ.e. í steinbít, langlúru, sand-
kola og skrápflúru. Hafa verð-
ur þó í huga að krókabátar
gátu á þessu tímabili veitt án
einstaklingsbundinna aflatak-
markana1) sem hafði í för með
sér að hlutur þeirra í heildar-
afla þorsks, ýsu, ufsa og
steinbíts fór vaxandi. Aukin
fiskveiðiréttindi krókabáta
voru til þess fallin að skerða
stöðu aflamarksskipa.
Í tegundum eins og síld,
loðnu, rækju, úthafsrækju og
hörpuskel hafði aflahlutdeild
verið úthlutað 1990 og urðu
ekki breytingar á þeirri skipt-
ingu. Jafnframt var aflahlut-
deild skipt í tegundum sem
veiddar voru á grundvelli út-
hafsveiðilaganna nr. 151/1996,
þ.e. í úthafskarfa og rækju á
Flæmingjahatti. Nánari grein
verður nú gerð fyrir myndun
aflahlutdeilda á tímabilinu
1991–1998.
Viðbótaraflahlutdeildir í
þorski og ýsu
Línubátar fengu að njóta svo-
kallaðrar línutvöföldunar á
tímabilinu 1986 til 1996 en í
því fólst að botnfiskur sem
veiddist á línu í janúar, febrú-
ar, nóvember og desember,
skyldi aðeins að hálfu talinn
til aflamarks fiskiskips. Línu-
tvöföldun var afnumin með 6.
gr. laga nr. 105/1996 og til að
bæta línuskipum í aflamarks-
kerfinu þetta upp var viðbót-
araflahlutdeild í þorski og ýsu
úthlutað.2) Samtals nam þessi
viðbótaraflahlutdeild 5,59% í
þorski og 2,30% í ýsu miðað
við heildaraflamark fiskveiði-
árið 1995/1996. Þessari við-
bótarhlutdeild var bætt við
aflahlutdeildir línuskipa sem
höfðu stundað veiðar á við-
miðunartímabilinu 1993–1996.
Þegar sú hækkun hafði átt sér
stað þurfti að lækka hlutdeild
allra aflamarksskipa með til-
teknum stuðli svo að hlut-
deildin yrði samanlagt 100%.3)
Af þessu leiddi að aflahlut-
deild aflamarksskipa, sem
ekki áttu rétt til viðbótarafla-
hlutdeildarinnar, var skert um
5,3 prósentustig í þorski og
2,25 prósentustig í ýsu.
Aflamarksbátum undir 10
brúttórúmlestum var úthlutað
samtals 320 tonnum í þorski
samkvæmt 3. mgr. II. bráða-
birgðaákvæði laga nr.
144/1997. Þessi 320 tonn voru
tekin af potti þorskaflahá-
marksheimilda sem tilheyrðu
áður krókabátaflotanum í
heild sinni sem Byggðastofn-
un hafði fengið tímabundin
umráð yfir. Aukningin til
handa þessum smábátum,
sem voru í aflamarkskerfinu,
var því fengin frá þorskveiði-
heimildum krókabáta. Þessi
úthlutun nam samtals tæpum
0,3 prósentustigum.4)
Þróun steinbítsveiða og
myndun aflahlutdeildar
Helstu veiðisvæði steinbíts
eru á Vestfjörðum og á árun-
um 1991 og 1992 var mikið
veitt eða að meðaltali um
17.000 tonn. Eftir það dró úr
botnvörpuveiðum á tegund-
inni en hlutur línuveiða í
heildaraflanum jókst. Það
kann m.a. að skýrast af því
að á tímabilinu 1995–2001
fjölgaði krókabátum á Vest-
fjörðum um rúm 50%5), en þar
sem veiðar þeirra voru ekki
háðar einstaklingsbundnum
aflatakmörkunum jókst hlut-
deild flotans í lönduðum
heildarafla tegundarinnar
nokkuð hratt, hún fór úr því
að vera tæp 12% fiskveiðiárið
1992/1993 í að vera tæp 38%
fiskveiðiárið 1997/1998.6)
Aflahlutdeild í steinbít var
úthlutað árið 1996 og byggð-
ist úthlutunin á veiðireynslu
aflamarksskipa á tímabilinu 1.
júní 1993 til 31. maí 1996.7)
Gert var ráð fyrir því að stein-
bítsveiðar krókabáta næmu
tæpum 20% fiskveiðiárin
1996/1997 og 1997/1998 og
þurfti því að draga þann afla
frá áður en aflamarki var út-
hlutað samkvæmt aflahlut-
deild. Eins og fjallað verður
nánar um síðar var krókaafla-
hlutdeild úthlutað í tegund-
inni á árunum 1999–2004 og
við það jókst hlutur króka-
báta í heildaraflamarki teg-
undarinnar í 38,50%.
Myndun aflahlutdeildar í
tegundunum langlúru, sand-
kola og skrápflúru
Aflahlutdeild í langlúru var
úthlutað árið 1996 og byggð-
ist úthlutunin á veiðireynslu
aflamarksskipa á tímabilinu 1.
júní 1993 til 31. maí 1996.8)
Árið 1997 var aflahlutdeild út-
hlutað í botnfisktegundunum
sandkola og skrápflúru á
grundvelli veiðireynslu á
tímabilinu 1. júní 1994 til 31.
maí 1997.9) Þessar úthlutanir
voru reistar á þeirri reglu að
aflahlutdeild skyldi úthlutað á
grundvelli aflareynslu síðustu
þriggja veiðitímabila áður en
veiðar væru takmarkaðar með
ákvörðun ráðherra um leyfi-
legan heildarafla, sbr. 1. mgr.
8. gr. laga um stjórn fiskveið-
ar nr. 38/1990, sbr. nú 1. mgr.
9. gr. sömu laga nr. 116/2006.
Myndun aflahlutdeildar í
úthafskarfa og rækju á Flæm-
ingjagrunni
Fram að setningu úthafsveiði-
laganna nr. 151/1996 var ekki
Myndun aflahlutdeilda 1991–1998
F I S K V E I Ð I S T J Ó R N U N