Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2009, Blaðsíða 34

Ægir - 01.09.2009, Blaðsíða 34
34 Í S L A N d O G E V R Ó P U S A M B A N d I Ð Hver yrðu áhrifin á íslenskan sjávariðnað, komi til inngöngu í Evrópusambandið?: „Mestu tækifærin við inngöngu byggjast á yfirburðum Íslendinga“ - segir Kristján Hjaltason, ráðgjafi og sjávarútvegsfræðingur „ESB hefur hlið sem ekki er endilega jákvæð en er þó til staðar og það er styrkjakerfið. Það fást styrkir til nýbygginga verksmiðja og fjárfestinga í vinnslubúnaði. Oft eru slíkir styrkir tímabundnir í nokkur ár eftir inngöngu eða hugsaðir fyrir jaðarsvæði. Líklegt er einnig að iðnaðurinn hafi að- gengi að stuðningi við rann- sóknir. Mér finnst líklegra að mestu tækifærin við inngöngu í ESB byggist á yfirburðum Ís- lendinga, sem er útgerðin og tengd vinnsla,” segir Kristján Hjaltason, ráðgjafi og sjávar- útvegsfræðingur, sem starfað hefur að verkefnum tengdum sjávarútvegi víða um heim. Kristján flutti erindi um ís- lenskan sjávarútveg, markaðs- tækfæri og ESB á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva fyrr í haust. Leggja þarf áherslu á sjávar- iðnaðinn „Íslenskir útgerðarmenn hafa í nokkru mæli sótt erlendis til að reka útgerðir og fiskvinnsl- ur. Þeir standa mörgum í Evr- ópu framar í útgerð og geta útgerðarmenn örugglega náð góðri stöðu í ýmsum löndum. Ísland yrði við inngöngu stærsta sjávarútvegsþjóð sam- bandsins og mikilvægi sjávar- iðnaðar er mun meiri hér á landi en í öllum öðrum lönd- um sem hlýtur að leiða til áhrifa á fiskveiðistefnu sam- bandsins og samninga um veiðiréttindi. Þetta ættum við að geta nýtt okkur til fram- dráttar. Hagsmunir Íslendinga eru eðlilega mjög miklir í sjávar- iðnaðinum og því er mikil- vægt að áhersla verði lögð á þennan flokk í viðræðunum og við að fá samning, sem þjónar hagsmunum sjávariðn- aðarins í heild,” segir Kristján en hann hefur unnið við sjáv- arafurðaviðskipti í yfr 23 ára, þar af 15 erlendis. Kristján starfaði um 20 ára skeið fyrir Icelandic Group og hefur starfað sem sjávarútvegsfræð- ingur hjá Glitni í Kaupmanna- höfn og London og haft í þeim störfum samskpti við mörg af stærstu sjávarútvegs- fyrirtækjum Evrópu. Kristján leggur áherslu á að Ísland sé sannarlega engin smáþjóð í Evrópusambandinu þegar komi að sjávarútvegi. Auknar tekjur ef tollar falla niður „Evrópusambandið er stærsti markaður Íslands, þar búa um 490 milljónir og þeir neyta um 12 milljón tonna af sjávarafurðum. 2006 veiddu þjóðir sambandsins um 6.9m tonna, en stærstu veiðiþjóðir eru Spánn, Danmörk, Frakk- land, Bretland og Ítalía. Í magni myndi Ísland verða stærsta fiskveiðiþjóðin, en 2006 var afli hér tæpar 1,7 m tonna. Niðurfelling allra tolla hlýt- ur að vera eitt af þeim atrið- um sem samið verður um. Tekjur eiga að aukast ef tollar falla niður. Flestir hér þekkja einstök dæmi vel. Enn er greiddur yfir 5% tollur á fersk flök, t.d. karfaflök, 2% á heil- an ferskan fisk sem seldur er á uppboðsmarkaði, á humar, síld og aðrar afurðir. Það er áætlað að greiddir tollar á síðasta ári hafi numið um 650 m.kr. og því eftir nokkru að slægjast,” segir Kristján og veltir þeirri spurningu upp hvort hagkvæmar a verði að vinna fisk meira hér á landi en gert er í dag. Sérstaða og yfirburðir „Brauðun eða önnur hjúpun á flökum breytist ekki, þær afurðir eru tollausar í dag. En viss framhaldsvinnsla verður möguleg ef allir tollar á full- unnum afurðum falla niður. Marínering eða blöndun með sósun verður samkeppnishæf- ari. Til viðbótar er spurning hvort tollar séu á aðföng hingað í dag sem myndu falla niður við inngöngu í ESB. Ár- angur snýst þó ekki eingöngu um tolla heldur margt annað eins og ég kom inn á áður. Og fjarlægðin frá markaðnum mun takmarka hvers konar afurðir við framleiðum hér og fyrir hvaða markaðshluta,” segir Kristján og leggur áherslu á sérstöðu Íslands sem sóknarfæri á sjávarút- vegssviðinu. Breyta þurfi þó áherslum í hugsunarhætti í greininni. „Sjávariðnaðurinn þarf að breyta stefnu, færa sig frá áherslu á afkomu eins hluta virðiskeðjunnar í heildarverð- mætasköpun af auðlindinni. Hann þarf að sameina krafta undir einu merki og staðsetja sig á þeim mörkuðum sem meta slíkar vörur. Sá markað- ur er stór og aðgengilegur. Framtíðin getur ekki verið í að veiða hráefni fyrir vinnslur erlendis eða framleiða fóður í fiskeldi. Hún hlýtur að felast í sérstöðu Íslands, yfirburðum afurðanna og að greina sig frá samkeppninni.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.