Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2009, Blaðsíða 31

Ægir - 01.09.2009, Blaðsíða 31
F E R S K L E I K I F I S K S stað frystingar. Þannig er hægt að nota hraðvirkar gæðamælingar sem tól í fram- leiðslustjórnun og jafnframt stuðla að hámörkun verð- mæta aflans. Skemmdarferill fisks Skemmdarferli fisks hefur verið rannsóknarefni mat- væla- og örverufræðinga um langt skeið og því er nokkuð heildstæð þekking fyrir hendi á ferlinu sem fer af stað í fisk- holdinu eftir veiðar. Fljótlega eftir veiðar byrjar niðurbrots- ferli fisksins. Í fyrstu stjórnast það að mestu af niðurbrot- sensímum úr fiskinum en fljótlega taka bakteríur við sem mesti áhrifavaldur skemmdarferilsins. Ferlið sem fer af stað í fiskholdinu sam- anstendur af flóknu samspili örvera, hráefnisins sjálfs og annarra umhverfisþátta. Nokkrar mismunandi örveru- tegundir gegna þar hlutverki en einungis nokkrar tegundir skipta mestu máli. Þessar ör- verur hafa gjarnan verið nefndar sérvirkar skemmdar- örverur (SSÖ). Vitneskja um magn þessara baktería í fisk- holdi gefur ákveðnar vísbend- ingar um gæði og aldur vör- unnar. Þær bakteríur sem yf- irleitt eru taldar til SSÖ í ísuð- um fiski tilheyra ættkvíslinni Pseudomonas ásamt tegund- unum Shewanella putrefaci- ens og Photobacterium phos- phoreum en sú síðastnefnda er helsti skemmdarvaldurinn við loftskiptar aðstæður. Fjöl- margar rannsóknir hafa sýnt fram á að samband er á milli SSÖ og gæða fiskafurða og að magn þessara örvera gefi mun betri upplýsingar um ástand hráefnisins en heildar- gerlafjöldi sem þó er oftast notað sem viðmið. Ferskleikamat Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar til að meta gæði og ástand fiskafurða við vinnslu og markaðssetningu. Í dag er skynmat helst notað en matið er framkvæmt af matsmönn- um. Aðal kostur aðferðarinnar er stuttur greiningartími en matið getur aldrei orðið full- komlega hlutlaust og gefur ekki ákveðin tölugildi sem auðvelt er að bera saman milli afurða. Aðrar aðferðir eins og heildartalning örvera eða mælingar á efnum sem myndast í skemmdarferlinu gefa tölulegar upplýsingar en gefa svör of seint til að geta komið að verulega gagni við framleiðslustjórnun. Hraðvirkar gæðamat - Gæða- stokkur Matís hefur unnið að þróun hraðvirkra greiningaraðferða til að meta ferskleika fisk- flaka. Aðferðin byggir á taln- ingu baktería með svokallaðri real-time PCR aðferðafræði. Í stað þess að telja fjölda bakt- eríuklasa á ræktunarskálum eins og gert er með hefð- bundnum aðferðum er magn erfðaefnis bakteríanna greint. Með erfðaupplýsingum tókst að staðsetja sértæk svæði sem eingöngu finnast í genamengi þessara skemmdarbaktería sem Gæðastokknum er beint að. Þróunarvinnan fól meðal annars í sér leit að erfðaskot- mörkum, prófun á sértækni og næmni þeirra, bestun á hvarfefnablöndum, bestun á sýnaundirbúningi og prófanir í geymsluþolstilraunum. Að- ferðin hefur verið prófuð hjá samstarfsaðilum okkar í ESB verkefninu Chill-On með góðum árangri þar sem sýnt var fram á að aðferðinni má beita á mismunandi tækja- búnaði og af mismunandi rannsóknarmönnum án þess að hafa áhrif á niðurstöðurn- ar. Með þessu móti hefur því tekist að stytta greiningarferl- ið úr 3 dögum í minna enn 4 klukkustundir. Í dag er hægt að fá mæl- ingar á ferskleika fisks á rann- sóknarstofu Matís en áætlað er að útbúa greiningarsett eða svokallaðan Gæðastokk sem mun samanstanda af hvarfefnablöndum og stöðl- um. Vonast er til að markaðs- setja Gæðastokkin erlendis og hérlendis í samvinnu við sprotafyrirtæki í líftækni. Verkefnið var styrkt af AVS sjóðnum (Sólarhringsgreining óæskilegra baktería) og Evr- ópusambandinu (Chill-On verkefnið). Myndin sýnir dæmi um samanburð aðferðanna á talningu Pseudomonas baktería í fiski sem geymdur var við breytilegt hitastig í 21 dag. Ræktun tók 3 daga en PCR aðferðin um 4 klukkustundir. HB Grandi hf., Norðurgarði, skrifaði nýverið undir samning við Marel um kaup á háþró- aðri nýrri vinnslulínu sem mun gera fyrirtækinu kleift að auka afköst og nýtingu í landvinnslu á bolfiski. Með tilkomu nýju línunnar verður vinnsluferlið eins fullkomið og kostur er. Um er að ræða 24-stæða vinnslulínu, auk nýrrar tveggja brauta bitaskurðarvélar sem bætist við þrjár sem fyrir eru. Aukast afköst í bitaskurði til muna við þessa viðbót. Settar upp fjórar QC M6000 gæðaskoðunarstöðvar sem munu gera gæðaeftirlit raf- rænt og auðvelda allt aðgengi að gæðaskráningu. Uppsetning á búnaðinum fer fram í byrjun janúar 2010 og er áætlað að gangsetja kerfið 11. janúar að unda- genginni prufukeyrslu 7. jan- úar. Ný vinnslulína í HB Granda 31 F R É T T I R Bitaskurðarvél frá Marel sem verða mun í nýju línunni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.