Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2009, Blaðsíða 14

Ægir - 01.09.2009, Blaðsíða 14
14 Matís hefur unnið að um- fangsmiklum tilraunum á sviði kælingar á bolfiski frá miðum á markað ásamt íslenskum samstarfsaðilum sem tengjast mismunandi hlekkjum keðj- unnar, allt frá hráefnismeð- höndlun, vinnslu, flutningi til markaðar. Meðal markmiða var að bera saman kæligetu mismunandi ísmiðla, kæliað- ferðir við vinnslu, áhrif mis- munandi umbúða fyrir pökkun afurða og mismunandi flutn- ingsleiðir (skip og flug) og áhrif bættrar hitastigsstýring- ar við flutning kældra afurða. Hér er lýst stuttlega niður- stöðum tilrauna í verkefnun- um Kælibót, Hermun kæli- ferla og Chill-on sem styrkt eru af AVS, ESB, Tækniþró- unarsjóði Rannís og Rann- sóknarsjóði Háskóla Íslands. Helstu samstarfsaðilar Matís í verkefnunum á Íslandi eru Brim hf., Eimskip hf., Háskóli Íslands, Icelandair Cargo, Optimar á Íslandi ehf., Sam- herji hf., Samskip hf., Skaginn hf., Promens Tempra og Opal Seafood. Kæling hráefnis Rannsóknir á niðurkælingar- hraða, geymsluhitastigi, hag- kvæmni og orkunotkun við kælingu hráefnis gáfu vís- bendingar um að besta verk- lag við kælingu á fiski sé að upphafleg niðurkæling sé framkvæmd með vökvaís. Hinsvegar er æskilegast að geyma hráefnið til lengri tíma í hefðbundnum ís, einkum með tilliti til saltupptöku fisk- vöðvans og örveruvaxtar. Kæling og meðferð í vinnslu Kæling afurða í vinnslu er af- ar mikilvæg því hún lágmark- ar kæliþörf eftir að afurðir eru komnar í umbúðir. Skýr- ingin á því er að einangrun umbúða getur hægt verulega á kælihraða þó að umhverfi sé við rétt hitastig. Kæling við vinnslu er því algert grund- vallaratriði til að viðhalda ferskleikanum sem best og lengja geymsluþol við slíkar aðstæður. Í þessu sambandi næst bestur árangur með roð- kælingu flaka. Roðkæling á flökum úr fersku hráefni get- ur lengt ferskleikatíma og geymsluþol um 25% miðað við bestu geymsluaðstæður (-1°C). Þetta er vegna hægari vaxtar skemmdarbaktería og TMA (trímethýlamín) mynd- unar eins og mynd 1 sýnir. Vökvakæling hefur minni áhrif á lengingu ferskleika- tímans og getur jafnvel verið varasöm vegna hættu á kross- mengun. Til að mynda er mjög mikilvægt að forðast vinnslu á eldra hráefni á und- an nýrra hráefni við dags- framleiðslu til að lágmarka mengun flaka. Mengun flaka af völdum skemmdarörvera getur leitt til hraðari fers- kleikarýrnunar og styttingar á geymsluþoli. Ef góðir fram- leiðsluhættir eru tryggðir, mengun haldið í lágmarki, t.d. með fullnægjandi endurnýjun á vökva og kælingu afurða, á vökvakæling að geta skilað góðum árangri. Verðmæta- aukning fiskafurða getur náðst með því að framfylgja þessum ábendingum og velja flutningsleiðir sem lágmarka hitasveiflur snemma á líftíma vörunnar til að viðhalda fers- kleikanum sem lengst. Hitastýring í flug- og skipa- flutningi ferskra fiskafurða Hitastig í flug- og skipaflutn- ingi ferskra þorskhnakka var kortlagt í febrúar og mars 2009 frá Norðurlandi til Bremerhaven í Þýskalandi. Notaðir voru frauðplastkassar sem tóku hver um sig 5 kg af hnökkum. Hitasíritar voru notaðir til að fylgjast með vöru- og umhverfishita og rakasíritar mældu raka í um- hverfinu. Flutningsferlið frá framleiðanda sjóleiðina til Bremerhaven tók 140 tíma að meðtalinni geymslu hjá fram- leiðanda yfir nótt. Niðurstöð- ur sýndu fram á mjög góða hitastýringu í skipaflutningn- um. Umhverfishitinn var að meðaltali -0.3°C og fór ekki upp fyrir 2.0°C, en meðal- vöruhitinn var -0.6°C og hækkaði úr -0.9°C í 0.6°C á áfangastað. Flutningsferlið með flugi var 42 tímar eða u.þ.b. 4 dögum styttra. Tölu- verðar sveiflur voru í um- hverfishita sem var að meðal- tali 3.5°C, en fór allt upp í 15.2°C. Þetta gerði að verk- um að vöruhitinn gegnum flugferlið var að meðaltali 0.5°C og hækkaði úr -0.9°C í 3.7°C í Bremerhaven. Fyrstu vísbendingar á sam- anburði milli flutnings með flugi og skipi sýndu svipað heildargeymsluþol í dögum frá veiði, hvor aðferðin sem var notuð. Í flugi eru meiri hitasveiflur en styttri tími frá framleiðanda á markað. Um- búðir og tími við hækkun hitastigs skipta hér verulegu máli. Einangrunargildi pakkninga Samanburðarannsóknir á ein- angrunargildi tvenns konar pakkninga fyrir ferskan fisk, þ.e. bylgjuplasts og frauð- plasts, hafa leitt í ljós yfir- burði frauðplastsins í þessu tilliti. Mikilvægi einangrunar- pakkninga er þó minna þegar um heilar brettastæður er að ræða frekar en staka kassa. Ef afurð er ekki vel forkæld fyrir pökkun er minni ein- angrun reyndar eftirsóknar- verð en þá verður að tryggja að hitastýringin í flutnings- ferlinu sé mjög góð. Til dæm- is er hiti í fiski í efsta lagi heils brettis af bylgjuplast- kössum um 6 tíma að hækka um 2.6°C (úr 0.0°C í 2.6°C) samanborið við fisk í efsta lagi heils brettis af frauðplast- kössum hækkaði um 1.9°C (úr 0.8°C í 2.7°C) á sama tímabili miðað við 10.3°C umhverfishita. Mynd 2 sýnir hitadreifingu í lóðréttu sniði gegnum stafla af frauðplastkössum, sem innihalda ferskfiskflök. Flökin voru upphaflega við 1°C en myndin sýnir hitadreifinguna eftir 4 klst. við umhverfishit- ann 20.6°C. Áhrif gaspökkunar og undir- kælingar á geymsluþol þorsk- flaka úr misfersku hráefni Ekki er óalgengt að afurðum sé gaspakkað erlendis þar sem líftími vöru er miðaður við pökkunardag. Því voru könnuð áhrif gaspökkunar og undirkælingar á geymslu- R A N N S Ó K N I R Höfundar eru Kolbrún Sveinsdótt- ir, Hélène L. Lauzon, Björn Mar- geirsson, Lárus Þorvaldsson, Kristín A. Þórarinsdóttir, Hannes Magnússon, María Guðjónsdóttir, Sigurjón Arason, Emilía Martins- dóttir og starfa öll hjá Matís. Mikilvægi kælingar frá miðum á markað Þorskur í ískrapi á löndunarbryggju. Mikilvægi réttrar kælingar hefst strax þegar fiskurinn kemur um borð í skipin.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.