Ægir - 01.09.2009, Blaðsíða 13
13
A Ð A L F U N d U R L Í Ú
„Mín sýn er að vel rekin fyrir-
tæki í sjávarútvegi af öllum
stærðum og gerðum sem taka
á sama tíma mið af hag-
kvæmni, virðingu fyrir um-
hverfinu, fjölbreytni, samvinnu
og samfélagslegri ábyrgð, séu
það sem koma skal,“ sagði
Jón Bjarnason sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra í
ávarpi sínu á aðalfundi LÍÚ.
Jón sagði að sér hafi kom-
ið á óvart frá því hann tók
við ráðherraembætti hve
miklir flokkadrættir og tor-
tryggni væru meðal og milli
helstu hagsmunasamtaka í
sjávarútvegi og samvinna
þeirra sumra lítil. Slíkt þyki
sér miður og því hvatti hann
menn til að taka sig á í þeim
efnum, enda um sömu þjóð-
arhagsmunina að tefla.
Þungbær aðildarumsókn að
ESB
„Ég get sagt ykkur hér alveg
heiðarlega og beint frá hjart-
anu að aðildarumsókn Íslands
að Evrópusambandinu hefur
verið mér þungbær, svo ekki
sé meira sagt,“ sagði ráðherr-
ann í ávarpi sínu. Hann telur
mörg rök mæla með því að
fulltrúar hagsmunaaðila eigi
að fá aðild að samninga-
nefndunum Íslands um aðild-
ina að ESB. Kosti og galla
þess þurfi að minnsta kosti
að skoða vel.
„Útilokað er að samþykkja
að þessar nefndir verði settar
af stað umboðslausar og
þeirra eina verkefni verði að
ná bara samningi. Ástæða
þessa er auðvitað sú að komi
til þess að brotni á málefnum,
líkt og fullum og óskoruðum
yfirráðum Íslendinga yfir sín-
um eigin fiskimiðum, þá verði
því málefni ekki ýtt til hliðar
þar til síðast. Þess í stað verði
fengin niðurstaða strax um
svo mikilvæg málefni þannig
að ríkisstjórn, Alþingi, hags-
munaaðilum og þjóðinni allri
gefist færi á að taka afstöðu
til hversu langt eigi að
ganga,“ sagði Jón Bjarnason,
sjávarútvegsráðherra.
Flokkadrættir í sjávarútvegi eru miklir
- segir Jón Bjarnason sjávaútvegsráðherra