Ægir - 01.09.2009, Blaðsíða 18
18
Helga hafmey vakir fiskbúðinni, lagleg en léttklædd.
V I Ð T A L I Ð
Skata frá vesturströnd Bandaríkjanna verður á borðum Sæ-
greifans í vetur þegar fylla þarf í skörðin sem sú íslenska skil-
ur af og til eftir sig á markaðinum. Spurn eftir skötu er meiri
en framboðið og Kjartan Halldórsson keypti því nokkur tonn
frá Seattle til að koma í veg fyrir að skötuunnendur kæmu að
tómum pottunum hjá honum.
„Eyþór Ólafsson leyfði mér að prófa Seattle-skötuna og ég
ákvað að slá til. Það er enginn bragðmunur á henni og þeirri
íslensku og hún er meira að segja heldur ódýrari hingað
komin en íslensk skata. Ástæðan fyrir skorti á skötu er sú að
minna berst af henni á markað en áður, aðallega vegna þess
að búið er að skemma hefðbundin skötumið. Það held ég að
sé helvítis snurvoðinni að kenna, hana ætti að banna!“
Skerpikjöt á þorra?
„Bandaríska skatan kemur frosin til landsins og ég sé sjálfur
um að salta hana eða kæsa. Ég fæ annars skötu úr mörgum
áttum; kaupi hana mest beint frá sjómönnum og fiskverk-
efndum en líka á fiskmörkuðum. Núna var ég til dæmis að
semja við Hafstein í Flatey um að fá frá honum bæði nýja og
kæsta tindabikkju. Pönnusteikt tindabikkja er herramanns-
matur og viðskiptavinirnir mínir geta valið um kæsta banda-
ríska skötu eða steikta íslenska skötu. Svo þegar kemur fram
á þorrann er ekki að vita nema hér fáist líka færeyskt skerpi-
kjöt. Hingað komu á dögunum færeyskir bændur í mat og
við tókum tal saman. Þeir ætla að senda mér tíu kíló af
þurrkuðu kjöti og þegar við bjóðum samtímis mat frá Banda-
ríkjunum og Færeyjum til viðbótar þeim íslenska getur Sæ-
greifinn státað af því að vera fjölþjóðlegt fyrirtæki við Reykja-
víkurhöfn!“
Átta tonn væntanleg
„Ég á átta tonn af Kyrrahafsskötu í geymslu í Seattle og lét
Kjartan í Sægreifanum hafa sýnishorn. Honum líkaði vel og
fiskurinn verður fluttur inn í framhaldinu,“ segir Eyþór Ólafs-
son hjá E. Ólafsson ehf., fyrirtæki sem stofnað var 1989 og
sérhæfir sig í alþjóðlegum viðskiptum með ferskar, frystar,
saltaðar og niðursoðnar sjávarafurðir. „Ég efast stórlega um
að nokkur maður finni mun á bandarískri skötu og þeirri
sem dregin er úr sjó við Ísland. Skata er hins vegar borðuð
fersk eða söltuð í útlöndum, ég veit ekki til að hún sé nokk-
urs staðar kæst nema hér.“
Skata flutt inn frá Seattle
vík og reykir sjálfur í þýskum
ofni. Þetta er mikill dýrindis
matur og kostar líka sitt. Nú
ætlar Sægreifinn sjálfur að
stofna til álaútgerðar á eigin
vegum.
„Ég er búinn að ráða mann
til álaveiða, Halldór Pál, og fá
bát að græja handa honum
fyrir veiðiskapinn. Svo er
meiningin að freista gæfunnar
á vötnum í Árnes- og Rangár-
vallasýslum í sumar.“
Kokkur til sjós hjá Grétari
Mar
Kjartan Halldórsson var kokk-
ur til sjós árum saman áður
en hann gerðist fisksali og
veitingamaður í verbúð við
höfnina í Reykjavík. Hann var
síðast á Unu frá Ytri-Njarðvík
undir stjórn Grétars Mar Jóns-
sonar, fyrrverandi alþingis-
manns Frjálslynda flokksins.
„Grétar Mar er duglegur og
glúrinn fiskimaður; við vorum
á skötusel á Unu og gerðum
það gott. Nokkru áður höfð-
um við verið saman á Sæ-
borginni frá Reykjavík og þá
kynntist ég hvað í honum
bjó. Við stunduðum netaveið-
ar og Grétar fór á sjó í öllum
veðrum, það hefði þurft
heimsendi til að koma í veg
fyrir að hann réri. Eitt varð
kokkurinn samt að hafa á
hreinu og það var að þessi
öndvegis fiskimaður, Grétar
Mar, borðaði ekki fisk! Það
þýddi ekkert annað en að
bjóða karlinum hangikjöt,
sviðakjamma eða flatbrauð
með hangikjöti þegar allir
aðrir um borð urðu að gera
sér að góðu að fá fisk að éta!“
Texti og myndir: Atli Rúnar Halldórsson.