Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2009, Blaðsíða 28

Ægir - 01.09.2009, Blaðsíða 28
28 „Almennt mæltust strandveið- ar vel fyrir. Þær gáfu aukna vinnu til lands og sjávar. Þjón- ustufyrirtæki höfðu skyndilega nóg að gera. Menn vantaði á handfæri frá Skagaströnd. Siglingastofnun og skoðunar- stofur voru að drukkna í útgáfu atvinnuskírteina og skoðunum bátanna. Fiskistofa gaf út leyf- in og hélt utan um veiðarnar. Alls greiddu strandveiðimenn 10 milljónir í ríkissjóð fyrir leyfin. Frá landsbyggðinni bár- ust þær fréttir að líf hefði aftur færst yfir hafnirnar: „Það var eftir ýmsu að slægjast að fá sér göngutúr eða koma þar við,“ eins og Sauðkrækingur- inn orðaði það. Síðast en ekki síst varð vart við jákvæðara viðhorf almennings til sjávarút- vegsins. Það var hægt að kom- ast á sjó og hafa smá tekjur af án þess að það kostaði tugi milljóna í kvótakaupum.“ Þannig fórust Erni Pálssyni, framkvæmdastjóra Landssam- bands smábátaeigenda orð á aðalfundi samtakanna nú í október. Þar fjallaði hann um nýafstaðnar strandveiðar, sem voru nýmæli síðastliðið sum- ar. Sem kunnugt er byggðu strandveiðarnar á reglugerð sem Jón Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, undirritaði þann 25. júní. Þremur dögum síðar hófust veiðarnar. Veið- arnar höfðu nokkrar takmark- anir, þ.e.: • Hámarksfjöldi handfæra- rúlla 4 • Dagsróður mátti ekki vera lengri en 14 klukkustundir • Afli í hverju róðri að há- marki 800 kg af óslægð- um þorski • Óheimilt að róa á föstu- dögum og laugardögum • Miðunum skipt upp í 4 veiðisvæði • Heildarafli á hverju veiðisvæði takmarkaður Örn bendir á að veður hafi auk þessa reynst mjög tak- markandi þáttur. Alls var út- hlutað 595 strandveiðileyfum, 554 bátar stunduðu veiðarnar. Umhverfið sem þeir spretta úr segir Örn tvíþætt, þriðjung- ur komi nýr á veiðar, þ.e. hafði ekki veiðileyfi í atvinnu- skyni, hinn hlutinn hefur veiðileyfi í atvinnuskyni og kemur úr króka- eða afla- marki. Heildarafli strandveiðibáta varð 4.107 tonn, þar af 3.450 tonn þorskur. Nánast allur afli strandveiðibáta var seldur á fiskmörkuðum. Heildarafla- verðmæti varð 875 milljónir og útflutningsverðmæti 1,8 milljarðar. Meðalverð á þorski 233 kr/kg. Aflahæstur strand- veiðibáta varð Sædís ÞH 305, frá Húsavík með 28 tonn þar af 26,7 tonn af þorski. Tveir voru í áhöfn Sædísar, skip- stjóri var Árni Guðmundsson. Aðalfundur LS samþykkti ályktun um stuðning við áframhald strandveiða en Örn segir að forsenda þess sé að Alþingi samþykki lög þar um. Strandveiðarnar gáfu 1,8 millj- arða í útflutningsverðmæti - þriðji hver bátur nýr á veiðum Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Í töflunni má sjá að mjög misjafnlega aflaðist á hvern bát eftir svæðum. Aflinn var nærfellt fjórfaldur á bát á svæði A á við svæði D. Skipting leyfanna sýnir að 200 bátar höfðu ekki leyfi áður til atvinnuveiða. Hér má sjá skiptingu þorskaflans eftir svæðum og fjölda leyfa eftir svæðum. Bókstafirnir standa fyrir eftirtalin svæði: A. Eyja- og Miklaholtshreppur – Skagabyggð, B. Sveitarfélagið Skaga- fjörður – Grýtubakkahreppur, C. Þing- eyjarsveit – Djúpavogshreppur, D. Sveitarfélagið Hornafjörður – Borgar- byggð. Ú T G E R Ð A R T Æ K N I

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.