Ægir - 01.09.2009, Blaðsíða 32
32
F I S K V I N N S L A N
„Þrátt fyrir efnahagskreppu
víða um heim þá er almennt
verðlag á sjávarafurðum í hærri
kantinum. Það hjálpar okkur
að sjálfsögðu en víst kemur þar
á móti að skuldirnar hafa vaxið
gríðarlega hjá mörgum. Ég býst
við að hjá mörgum sé framund-
an mikil vinna við að ráða fram
úr skuldavandanum og endur-
skipuleggja þann hluta rekstr-
arins. Í mörgum tilfellum hafa
mál ekki komist á endalínu
vegna tafa við að endurreisa
bankana en ég vonast til að
sjáist æ betur til sólar í því
efni. Fiskvinnlunni, líkt og öllu
atvinnulífinu, er lífsspursmál
að fá bankakerfið í eðlilegan
gang,“ segir Arnar Sigurmunds-
son, formaður Samtaka fisk-
vinnslustöðva um stöðu vinnsl-
unnar við upphaf vetrarins.
Samtök fiskvinnslustöðva
héldu aðalfund sinn fyrr í
haust og þar var farið yfir
stöðuna í greininni. Arnar segir
ljóst að í vinnslunni, líkt og
víðar, séu fyrirtæki misjafnlega
stödd hvað rekstrarhorfur
varðar. Skuldastaða sé sumum
þeirra mjög illviðráðanleg.
„Vandinn er ekki að öllu
leyti kominn upp á yfirborðið
vegna þess hve hægt hefur
gengið með bankakerfið en
mér segir svo hugur að ýmis-
legt eigi eftir að ganga á áður
en yfir lýkur og fyrirtækin
komast á lygnari sjó. Ég vona
auðvitað að sem flest sjávarút-
vegsfyrirtæki komist í gegnum
þetta en til að vera raunsær þá
geta einhver þeirra farið í
þrot,“ segir Arnar.
Stefnumál ríkisstjórnarinnar
stóru verkefnin
Framundan er vetur þar sem
aðalatriðið er að halda sjó, að
mati Arnars. „Þess utan eru
Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva:
Stærsta hagsmunamálið
að fá botn í umræðuna
um fyrningarleiðina
Arnar Sigurmundsson, formaður SF.