Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2009, Blaðsíða 9

Ægir - 01.09.2009, Blaðsíða 9
9 F I S K V E I Ð I S T J Ó R N U N reiknað með að veiðum ís- lenskra skipa á deilistofnum og á stofnum utan fiskveiði- landhelgi Íslands yrði stjórnað með aflahlutdeildarkerfinu. Með lögunum tók þetta breyt- ingum þar sem sú meginregla var sett að væri tekin ákvörð- un um að takmarka heildar- afla úr deilistofni eða stofni sem eingöngu væri veiddur fyrir utan fiskveiðilandhelg- ina, skyldi aflahlutdeild ein- stakra skipa ákveðin á grund- velli veiðireynslu þeirra mið- að við þrjú bestu veiðitímabil þeirra á undangengnum sex veiðitímabilum, sbr. 2. mgr. 5. gr. og 2. mgr. 6. gr. laganna. Samkvæmt lögunum hefur verið mögulegt að veita frávik frá þessari skipan. Með reglugerð nr. 27/1997 var aflahlutdeild úthlutað í út- hafskarfa á Reykjaneshrygg. Meginreglan var sú að ákvarða skyldi aflahlutdeild hvers skips í hlutfalli við afla þess, miðað við þrjú bestu veiðiár almanaksárin 1991- 1996. Frávik voru frá þessari meginreglu. Þannig skyldi 5% heildaraflamarksins úthlutað til þeirra skipa einna, sem út- hafskarfaveiðar stunduðu á árunum 1989, 1990 og 1991 og skyldi miða við afla allra áranna. Hafi orðið verulegar tafir á veiðum skips þá skyldi taka tillit til þessa við úthlut- un, sbr. 2. mgr. 3. gr. reglu- gerðarinnar. Að tilteknum skilyrðum uppfylltum gat út- gerð að vissu marki þurft að afsala sér aflaheimildum í öðrum tegundum til að fá aflahlutdeild úthlutað í úthafs- karfa. Skip þurfti að vera skráð íslenskt á öllu veiði- reynslutímabilinu til þess að öðlast rétt til úthlutunar og ekki skyldi taka tillit til afla sem fenginn hefði verið í andstöðu við ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur og laga um sjómannadag. Á lögmæti framangreindra fráviksreglna reyndi fyrir dómi. Útgerðarfélagið Sigl- firðingur ehf. hafði gert út skip til úthafskarfaveiða á ár- unum 1995 og 1996. Félagið taldi að skipið hefði með ólögmætum hætti fengið of lága aflahlutdeild en meiri- hluti Hæstaréttar taldi hins vegar að ákvæði reglugerðar- innar stæðust lög og hafnaði því kröfum félagsins, sbr. Hrd. 1998, bls. 137. Með reglugerð nr. 685/1996 var aflahlutdeild út- hlutað í rækju á Flæmingja- grunni og var meginreglan sú að skipta skyldi henni miðað við veiðireynslu skipa á þremur bestu veiðiárum þeirra á tímabilinu 1993–1996. Þó skyldi 5% heildarafla- marksins fengið þeim skipum einum sem þessar rækjuveið- ar stunduðu á árunum 1993 og 1994 og skyldi miða við afla beggja áranna. Hafi afla- hlutdeildir verið við úthlutun skráðar á skip öðrum tegund- um en rækju á Flæmingja- grunni, þá skyldi útgerðin af- sala sér, í þorskígildum talið, 4% af því sem hún fékk út- hlutað. Útgerðir skipa sem höfðu ekki umráð aflahlut- deilda innan fiskveiðiland- helginnar skyldu sæta 4% skerðingu við úthlutun afla- hlutdeildar til sín. Ályktanir Með upptöku aflahlutdeildar- kerfis er markmiðið að veiða leyfilegt heildaraflamagn á hverju tímabili með sem minnstum tilkostnaði. Fram- seljanlegar aflahlutdeildir, sem gilda til langs tíma, hafa af sumum verið taldar nauð- synlegar til að einkaaðilar séu fúsir til að binda áhættufjár- magn í útgerðarrekstri en slíkt er svo aftur forsenda þess að sjávarútvegur aðlagi rekstur sinn að þeim leyfilega heild- arafla sem er ákveðinn á hverjum tíma. Dreifing afla- hlutdeilda í upphafi hefur hins vegar reynst viðkvæmt mál, bæði fyrir samfélagið í heild og einstök byggðarlög. Í þessari grein var gerð grein fyrir myndun aflahlut- deilda í nokkrum mikilvæg- um tegundum nytjastofna á tímabilinu 1991–1998. Megin- reglan hefur verið sú að miða úthlutunina við fiskiskip og veiðireynslu útgerða á ákveðnum tímabilum fyrir upptöku aflahlutdeildarkerfis- ins. Frá þessu hafa verið gerðar undantekningar eins og greinin ber með sér. Af því má draga þá ályktun að úthlutunarkerfi veiðiheimilda eftir árið 1991 hafi haldið áfram að vera nokkuð flókið þótt það hafi einfaldast veru- lega í samanburði við þróun- ina á tímabilinu 1984–1990. Í næstu grein verður vikið að fiskveiðistjórn krókabáta á tímabilinu 1991–1998. Tilvísanir 1) Eina undantekningin frá þessu var sá hluti krókabátaflotans sem stundaði veiðar samkvæmt þorskaflahámarkskerfinu 1995– 1998 en í því kerfi afmörkuðust einstaklingsbundnar aflatak- markanir eingöngu við þorsk. 2) Sjá bráðabirgðaákvæði II. laga nr. 105/1996. Ákvæðið er nánar skýrt í grein Helga Áss Grétars- sonar: „Úthlutun þorskveiði- heimilda 1984–2007: Lagalegar staðreyndir eða staðalímyndir?“, Afmælisrit lagadeildar Háskóla Íslands, Reykjavík 2008, bls. 268–269. 3) Þessi stuðull var 0,9470418 í þorski og 0,977552706 í ýsu samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. 4) Byggt hér á svari Auðuns Ág- ústssonar, forstöðumanns veiði- heimildarsviðs Fiskistofu, dags. 9. maí 2008, við fyrirspurn greinarhöfundar. 5) Áhrif kvótasetningar aukateg- unda hjá krókabátum á byggð á Vestfjörðum, skýrsla unnin fyrir Byggðastofnun í október 2001, bls. 2. 6) Sjá m.a. Helgi Áss Grétarsson: „Hvernig urðu aflaheimildir í botnfiski til? Enn af staðalímynd íslenska fiskveiðistjórnkerfisins“, Úlfljótur, 2. tbl., 62. árg., 2009, bls. 215. 7) Sjá bráðabirgðaákvæði reglu- gerðar um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 1996/1997 nr. 362/1996. 8) Sjá bráðabirgðaákvæði reglu- gerðar um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 1996/1997 nr.362/1996. 9) Sjá 1. mgr. bráðabirgðaákvæðis reglugerðar um veiðar í at- vinnuskyni fiskveiðiárið 1997/1998 nr. 414/1997. Þess ber hins vegar að geta að leyfi- legur heildarafli í sandkola og skrápflúru á ekki við ef þessar tegundir eru veiddar á tilteknu hafsvæði, sbr. t.d. 3. mgr. 2. gr. reglugerðar um veiðar í at- vinnuskyni fiskveiðiárið 2007/2008 nr. 606/2007. Séu þessar tegundir veiddar á hinu „kvótalausa“ svæði er skipstjóra skylt að halda sandkola–og skrápflúruaflanum aðskildum frá öðrum afla og vega hann og skrá sérstaklega. Höfundur er sérfræðingur hjá Lagastofnun Háskóla Íslands. Skoðanir sem kunna koma fram í greininni lýsa viðhorfum höf- undar en ekki stofnunarinnar. Helgi Áss Grétarsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.