Fréttablaðið - 16.04.2015, Page 20

Fréttablaðið - 16.04.2015, Page 20
16. apríl 2015 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Þann 12. apríl sl. var víða um heim efnt til viðburða til þess að vekja athygli á þeim hörmulegum aðstæðum sem götubörn búa við. Enginn veit með vissu hversu mörg þau eru en Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur áætlað að u.þ.b. 100 milljónir barna séu heimilislaus og búi á götunni. Ég nefni þetta til að minna okkur öll á þær miklu skyldur sem við höfum, sem íbúar í alþjóða- samfélaginu, við öll þessi fátæku og yfir- gefnu börn. Ég ætla þó aðallega að gera hér að umtalsefni þau íslensku börn sem standa illa vegna bágs efnahags foreldranna. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands bjuggu á árinu 2014 11,4% íslenskra barna á heimilum sem áttu mjög erfitt með að ná endum saman. 10% þeirra á heimilum undir lágtekjumörkum. Og 7,7% þeirra á heimilum sem skorti efnisleg gæði. Á bak við þessar tölur eru afar mörg börn. Börn af holdi og blóði, stundum glöð og stundum leið og öll hafa þau sínar vonir og væntingar um að verða hitt og þetta þegar þau verða stór. Slökkviliðsmenn eða löggur eða læknar … Er Ísland land jafnra tækifæra fyrir börn? Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var tæpur þriðjungur barna á Íslandi ekki í reglulegu tómstundastarfi árið 2014 en árið 2009 var það hlutfall 14,3%. Hversu mörg þeirra skyldu fara á mis við tómstundastarfið, sem margir félagar þeirra fá sem betur fer að njóta, vegna þess að það eru einfaldlega ekki til pen- ingar á heimilinu þegar búið er að borga matar- og húsnæðisreikningana? Og hversu mörg þessara barna skyldu eiga foreldra sem þurfa nú að berjast fyrir því að laun þeirra nái 300 þúsund krónum á mánuði? Á hvaða leið erum við eiginlega? Erum við að byggja hér upp samfélag þar sem virkilega er reynt að skapa börnunum jöfn tækifæri? Ég held að langflestir Íslendingar vilji að það sé og verði forgangsverkefni í sam- félaginu og í stjórnmálunum. En erum við, fólkið í landinu og þá alveg sérstaklega við stjórnmálamennirnir, að svara því kalli? Ég held að mjög stór hluti landsmanna telji svo alls ekki vera og ég er hreint ekki hissa á því. Land jafnra tækifæra? SAMFÉLAG Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar ➜ Á bak við þessar tölur eru afar mörg börn. Börn af holdi og blóði stundum glöð og stundum leið og öll hafa þau sínar vonir... S amtök atvinnulífsins halda í dag ársfund sinn í Hörpu undir yfirskriftinni „gerum betur“. Í riti með sama heiti sem samtökin gefa út í dag er farið yfir nokkrar leiðir til að gera Ísland að „betri stað til að búa á, starfa og reka fyrirtæki“. Skemmst er frá því að segja að tillögur sam- takanna virðast mestanpart bæði skynsamlegar og líklegar til að auka hagsæld bæði fólks og fyrirtækja. Nefna má sem dæmi tillögu um „þjóðhagsráð“ þar sem oddvitar ríkisstjórnarinnar hverju sinni, seðlabankastjóri og forsvars- menn aðila vinnumarkaðarins hittist reglulega til að stilla saman strengi. Þá er stungið upp á því að Seðlabankinn bæti við „plús“ í peningastefnuna „verðbólgumarkmið plús“ sem rætt hefur verið um að taki hér við eftir höft. Til að fá „verðbólgumarkmið plús plús“ á Seðlabankinn að beita sér gegn ósjálfbærri hækkun raungengis krónunnar. Örugg- lega skynsamlegt. Önnur tillaga snýr að því hvernig auka megi árangur í stjórn ríkisfjármála með því að koma á „útgjaldareglu“ til viðbótar við fyrirhugaða afkomu- og skuldareglu sem nú bíður afgreiðslu Alþingis. Útgjaldareglan myndi binda árlegan nafnvöxt opinberra útgjalda og hjálpa til við að viðhalda stöðugleika í þensluástandi. Stóru óvissuþættirnir í efnahagsmálum þjóðarinnar fá líka umfjöllun í ritinu, en það eru kjarasamningar og afnám gjald- eyrishaftanna. Vel má taka undir ákall samtakanna um umbætur að norrænni fyrirmynd til þess að hér hætti deilur á vinnumark- aði að ógna stöðugleika. Líklega getur gengið að koma slíku kerfi á í umhverfi þar sem aðrir ytri þættir ógna ekki stöðugleikanum, svona eins og verðsveiflur út af óstöðugum gjaldmiðli. Í höftum hefur nefnilega gengið ágætlega að viðhalda stöðugleika. Í riti Samtaka atvinnulífsins er bent á að aðstæður til afnáms hafta gætu vart verið betri og verður að teljast líklegt að nú bresti á með stærri skrefum í þá átt. Á kynningu greiningardeildar Arion banka í gærmorgun voru líka rifjuð upp orð ráðamanna í þá veru. Á ársfundi Seðlabankans í marslok sagði seðlabanka- stjóri „hilla undir afgerandi skref“ og fjármálaráðherra talaði um stórar ákvarðanir á fyrri hluta þessa árs, 2015 yrði ár „aðgerða og lausna“ hvað gjaldeyrishöft varðaði. Svo sagði forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknar um síðustu helgi ekki um annað að ræða en hrinda í framkvæmd losun hafta fyrir þinglok. Samtök atvinnulífsins benda á að huga þurfi að heildar- myndinni: lausn snjóhengjunnar megi ekki raska efnahagslegum stöðugleika, innan lands og utan þarf trú á afnámsferlinu, og að setja þurfi hagsmuni lífeyrissjóðanna í forgang. Þarna saknar maður einskis nema kannski að einhverju sé bætt við um að tryggja verði að allur almenningur beri ekki kostnað af afnáminu. Seint verður sátt um annan forsendubrest. Og hvers virði væri þá skuldaniðurfellingin? Mögulega fellur þessi árétting þó undir athugasemd samtakanna um að ekki megi raska efna- hagslegum stöðugleika. Gerum betur, segja Samtök atvinnulífsins: Hollráð sem hlustandi er á Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is www.sgs.is SAMEINUÐ BERJUMST VIÐ! KJÓSTU JÁ Bölvuð vandræði Vandræðin virðast loða við borgar- stjórnar hóp framsóknarmanna þegar kemur að hatursfullum ummælum um múslima. Eftir óskýr ummæli framá- manna í aðdraganda borgarstjórnar- kosninganna hefur flokkurinn sífellt þurft að sverja af sér útlendingahatur. Síðast í gær þurfti að funda og síðan leysa áheyrnarfulltrúa flokksins frá setu í hverfisráði eftir að hann hafði lýst því yfir á Facebook að „[a]llir múslimar eiga að vera sendir til síns heima til Sádí Arabíu“ og að „[E]ngum af þeim [múslimum] virðist vera treystandi, þeir eru til alls vísir“. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti flokksins, tekur sæti Rafns í ráðinu, sem þó var blessunar- lega ekki mannréttindaráð í þetta skiptið. Almannatengsl 101 Stjórnarmenn HB Granda ákváðu á aðal- fundi að hækka greiðslur til sín um 33% á sama tíma og almennu launafólki er boðin hækkun upp á 3,5%. Þessi hækkun vekur hvað helst athygli vegna tímasetn- ingarinnar, hún kemur beint ofan í ólgu á vinnumarkaði, líklega mestu verkfall- ahrinu í áratugi. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði á Facebook að svona vinnubrögð kyntu undir reiðinni. „Þeir sem mest eiga raka til sín– hinir mega éta þau 3,5% sem úti frjósa. Hvers vegna fær fiskverkafólkið hjá HB Granda ekki 33% líka? Það hlýtur að verða krafan.“ Kröfuhafar föllnu bank- anna mættu líklegast lána HB Granda eitthvað af almannatenglunum sem þeir hafa í vinnu hjá sér. Skattur á heimilin Ný skýrsla sýnir að sykurskatturinn sem vinstristjórnin setti á var gagnslaus sem neyslustýringartæki. Neysluvenjur land- ans á sykurvörum breyttust ekkert með álagningunni, þrátt fyrir að útsöluverð- ið hafi hækkað. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir flokk sinn hafa talað um skattlagningu á heimilin í umbúðum lýðheilsuátaks. „Það er því gott að hann heyrir nú sögunni til, þremur milljörðum á ári var með því skilað til baka frá ríkinu til heimilanna,“ sagði Bjarni. fanney@frettabladid.is 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 E -8 F F C 1 6 3 E -8 E C 0 1 6 3 E -8 D 8 4 1 6 3 E -8 C 4 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.