Fréttablaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 16. apríl 2015 | SKOÐUN | 21 Ég gleymi henni aldrei, ferðinni aftur heim. Lestin sniglaðist í vesturátt. Þegar hún nálgaðist landamærin, fleygði bandarísk- ur ferðamaður húfunni sinni hátt upp í loftið eins og í geðs- hræringu og hrópaði: Sjáið þið muninn? Sjáið þið kýrnar? Hann tók eftir því eins og við hin, að beljurnar voru grindhoraðar og vansælar að sjá austan megin við gaddavírinn, en í góðum holdum og eftir því sællegar vestan megin. Annað var eftir þessu. Þetta voru landamæri Finnlands og Rússlands. Árið var 1982. Á leiðinni heim frá Lenín- grad til Helsinki höfðum við stanzað í Viborg, sem var fram að síðari heimsstyrjöldinni menningar höfuðborg Finnlands og næststærsta borg landsins með 80.000 íbúa. Borgin hét þá Viipuri og var nú ekki nema svipur hjá sjón röskum 40 árum síðar. Niðurníðslan virtist alger. Puri eða pori þýðir borg eða kastali á finnsku, sbr. t.d. ind- versku borgaheitin Jaipur og Udaipur. Forsagan Vetrarstríðinu milli Finna og Rússa 1939-1940 lauk svo, að Rússar lögðu undir sig obbann af Karelíu við landamæri Rúss- lands. Hertekna svæðið nam 11% af flatarmáli Finnlands, þar á meðal Viborg, og 30% af atvinnutækjum landsins. Finnar héldu aðeins litlum hluta Kar- elíu eftir sín megin nýrra landa- mæra. Sú skipan hefur haldizt óbreytt æ síðan. Finnar neydd- ust til að greiða Rússum him- inháar stríðsskaðabætur – fyrir að berjast gegn innrás Rússa. Ætla mætti, að Rússar hefðu eftir 1991 séð ástæðu til að snúa við niðurníðslunni í Karelíu af völdum stjórnar kommúnista. En það varð ekki, öðru nær. Vinir mínir tveir, Emil Ems og Per Magnus Wijkman, fv. hag- fræðingar hjá EFTA í Genf, fóru fyrir nokkru um Karelíu og birtu á vefnum myndskreytta frásögn af ferð sinni. Myndir þeirra og sögur vitna um seig- drepandi vanhirðu og eymd. Fólkið í Karelíu veit allt um umskiptin, sem átt hafa sér stað í Eystrasaltslöndunum, síðan þau losnuðu undan oki Sovét- stjórnarinnar fyrir aldarfjórð- ungi. Í þeim hildarleik unnu Íslendingar sjaldgæft afrek á vettvangi heimsmálanna, þegar Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra gekk fram fyrir skjöldu á ögurstundu, fyrstur manna úr hópi utanríkisráð- herra Nató-ríkja. Hann þorði. Umskiptin við Eystrasalt voru pólitísk ekki síður en efnahags- leg. Þau fólu í sér aðild að ESB með upptöku evrunnar og öllu saman svo fljótt sem verða mátti ásamt aðild að Nató 2004. Höfuðborgirnar Tallinn, Ríga og Viln íus hafa nú yfirbragð stöndugra borga líkt og Moskva og Pétursborg, en þar strandar hliðstæðan. Munurinn á borg og sveit í Eystrasaltslöndunum er minni en í Rússlandi. Miklu hærra hlutfall mannfjöldans í Eistlandi, Lettlandi og Litháen býr í höfuðborgum landanna en nemur hlutdeild Moskvu og Pét- ursborgar í heildar mannfjölda Rússlands, enda er Rússland risavaxið. Lækkun olíuverðs um næstum helming frá í fyrra er búhnykkur við Eystrasalt, þar eð innflutt eldsneyti og önnur innflutt vara og þjónusta kostar nú miklu minna þar en áður, en hún er áfall fyrir Rússa. Kaup- máttur þjóðartekna á mann í Eystrasaltslöndunum þrem er nú kominn langt upp fyrir Rúss- land. Fólkið í Karelíu hlýtur að spyrja sig: Hvers vegna megum við ekki losna líka? Pútín forseti Rússlands og hans menn skilja þetta. Þeir skekja vopn sín, hafa í hótunum við Eystrasaltslönd- in og Danmörku og saka Finna að tilhæfulausu um að ráðgera kröfur um endurheimt Karelíu. Brúni herinn Um miðjan marz var haldinn fundur evrópskra þjóðernis- sinna í Pétursborg, áður Lenín- grad, og sátu hann fulltrúar frá mörgum Evrópulöndum. Nick Griffin, fv. formaður Brezka þjóðarflokksins, rifjaði það upp í ræðu sinni, að Evrópuþjóðirn- ar – Bretar, Frakkar, Hollend- ingar, Portúgalar, Spánverjar, Þjóðverjar – hefðu skipzt á um að veita álfunni forustu. Og nú er röðin komin að Rússum, sagði hann og uppskar fagnaðarlæti viðstaddra. Ekki er vitað, hvort íslenzkir fulltrúar sátu fundinn. Mikið hlýtur þá suma að hafa langað til að fá að vera þar. „Ég styð tvo forseta: Pútín og Ólaf Ragnar Grímsson,“ sagði Guðni Ágústsson, formaður Orðu- nefndar, í útvarpi 14. nóvember sl. Vladimir Pútín forseti ætlar að halda mikla hersýningu á Rauða torginu í Moskvu 9. maí nk. líkt og áður á þessum degi til að fagna 70 ára afmæli sigurs Rússa og bandamanna á nasist- um í síðari heimsstyrjöldinni. Leiðtogar Norðurlanda og ann- arra Vestur-Evrópulanda auk Eystrasaltslandanna, Bandaríkj- anna og Kanada hafa afþakkað boðið til að votta andúð sína á framferði Rússa í Úkraínu og víðar. Rússneska fréttastofan Tass hermir, að forseti Íslands hafi þegið boðið til Moskvu 9. maí ásamt leiðtogum Indlands, Kína, Norður-Kóreu, Serbíu, Svartfjallalands, Ungverjalands, Víetnams og nokkurra annarra landa. Karelía Í DAG Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor Ætla mætti, að Rússar hefðu eftir 1991 séð ástæðu til að snúa við niðurníðslunni í Karelíu af völdum stjórnar komm- únista. En það varð ekki, öðru nær. Ég er menntaður tann- læknir frá HÍ og með meistarapróf í verkefna- stjórnun, MPM, frá HR. Þótt ég hafi verið hald- inn vægum prófakvíða allt mitt nám gekk mér samt vel í flestum prófum sem ég hef þreytt gegn- um ævina, en þó fengið hærri einkunnir í þeim fögum sem ég var góður í og hafði áhuga á. Einhverra hluta vegna hef ég aldrei þolað gátur, „gildrur“ í krossaprófum og orða- leiki. Meðan sumir vinir mínir gátu lesið þykka doðranta í æsku, lét ég mér nægja að lesa Tinna, Ástrík og Lukku-Láka! Um dag- inn reyndi ég að þreyta A-prófið svokallaða sem lagt er til grund- vallar inntöku verðandi nemenda nokkurra deilda HÍ. Samræmd próf Í áratugi voru samræmd próf í grunnskólum lögð til grundvall- ar vali á nemendum í framhalds- skóla landsins. Samræmd próf eru enn við lýði í annarri mynd í grunnskólum landsins. Í sam- ræmdum prófum er nemendum mismunað, enda koma krakkar sem eru dugleg í bóknámi betur út úr samræmdum prófum. Les- blindir sitja ekki við sama borð í samræmdum prófum, þótt leitast hafi verið við í seinni tíð að koma eitthvað til móts við þarfir þeirra. Ég hef oft spurt, hvernig getum við látið mann í hjólastól keppa í 100 metra hlaupi? Þeir eru líklega margir niðurbrotnu lesblindu námsmennirnir sem hafa komið heim með „lélegar“ einkunnir samræmdra prófa í samanburði við þá sem háar einkunnir fengu og þurft uppbyggjandi faðmlag frá foreldrum og öðrum aðstand- endum. Fjölgreindarkenning Gardners Enn er rifist um skilgreininguna „hvað er greind“? Í fjölgreindar- kenningu Gardners er gert ráð fyrir a.m.k. 8 tegundum greindar. Johan Mayers og Peter Saloveys settu fram kenningu um tilfinn- ingagreind sem Daniel Gole man vann síðan frekar með. Flest okkar geta verið sammála um að sumir eru sterkir í mannlegum samskiptum meðan aðrir þegja þunnu hljóði og forðast mannleg samskipti. Sumir eru góðir á bók- ina meðan aðrir sýna bóknámi minni áhuga. Sumir eru hand- lagnir og aðrir klaufskir. Sumir eru tónelskir meðan aðrir eru það ekki. Þetta er það skemmtilega við litróf mannlífsins, að engir tveir eru eins og þannig viljum við vonandi flest hafa það. Að steypa fólk í sama farið Að semja próf er list. A-prófið mælir ekki fjölmarga eigin- leika sem hæfileikaríkt ungt fólk hefur í dag. A-prófið kemur eins og steintröll sem inntökuskilyrði í nokkrum deildum HÍ og minnir óþyrmilega á samræmd próf og rifjar upp „tossabekki“ í gamalli fortíð. Það er ekki lesblindum eða fjölmörgu öðru hæfileika- ríku fólki í hag að þreyta próf þar sem hæfileikar þeirra eiga ekki heima, þar sem tímaklukk- an ræður hversu fljótur þú ert að leysa „krossgáturnar“. Það verð- ur aldrei Háskóla Íslands til sóma að velja nemendur eftir A-prófi. Til þess er A-prófið með alltof marga vankanta og hyglar þeim sem búa yfir ákveðinni tegund greindar. Lesblindir og A-próf- ið í Háskóla Íslands ➜ Sumir eru góðir á bókina meðan aðrir sýna bóknámi minni áhuga. Sumir eru handlagnir og aðrir klaufskir. Sumir eru tónelskir meðan aðrir eru það ekki. Þetta er það skemmtilega við litróf mannlífsins, að engir tveir eru eins og þannig viljum við vonandi fl est hafa það. MENNTUN Karl Guðlaugsson tannlæknir, MPM Nýafstaðinn landsfund- ur Samfylkingarinnar samþykkti að frumkvæði Ungra jafnaðarmanna og með miklum meirihluta greiddra atkvæða fram- sæknustu umhverfis - stefnu flokksins til þessa. Umhverfisstefnu sem hafn- ar áformum um vinnslu jarðefnaeldsneyta við Íslandsstrendur. Með þessu er flokkurinn kominn í for- ystu í umhverfismálum í íslenskum stjórnmálum og er fyrstur stjórnmálaflokka til að taka afgerandi afstöðu gegn olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Með samþykktinni er Samfylk- ingin ekki bara að taka afstöðu gegn olíuvinnslu. Hún er einnig að taka afstöðu gegn loftslagsbreyt- ingum. Hún er að taka afstöðu gegn flóðum, þurrkum og ofsaveðrum og með fátæku fólki í þróunarlöndum sem glímir nú þegar við alvarleg- ar afleiðingar loftslagsbreytinga. Hún er að taka afstöðu gegn einum skítugasta orkugjafa heims og með umhverfisvænum valkostum fram- tíðarinnar í orkumálum. Loks tekur hún afstöðu gegn auknum útblæstri gróðurhúsalofttegunda og með markmiði Sameinuðu þjóðanna um að halda hlýnun jarðar innan við +2°C. Ætli heimsbyggðin að ná því markmiði – og forðast hörmuleg- ustu afleiðingar loftslagsbreyting- anna – þá verða tveir þriðjuhlutar þekktra jarðefnaeldsneyta að verða eftir í jörðinni. Þetta er staðreynd sem byggist á skýrslum sér- fræðinganefndar Samein- uðu þjóðanna um loftslags- mál. Í ljósi þessa – og í ljósi alvarleika málsins ef ekk- ert verður að gert – hvað er þá olíuvinnsla á Dreka- svæðinu annað en skilaboð til heimsbyggðarinnar um að Ísland, eitt efnaðasta ríki heims, ætli ekki að standa við sitt, ætli ekki að standa við markmiðin, ætli ekki að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum? Það getur ekki hvaða land sem er ákveðið að láta olíulindir sínar vera. Það er t.d. mun erfið- ara fyrir Noreg, sem hefur fram- leitt olíu í yfir 40 ár, að segja allt í einu stopp. Efnahagur Noregs er það háður olíunni að stopp í olíu- vinnslu þýddi algjört efnahags- hrun. Skörp lækkun heimsmark- aðsverðs á olíu í vetur varð t.a.m. til þess að norska krónan hrundi. Þetta er vandamál sem Íslend- ingar þurfa ekki að glíma við – að minnsta kosti ekki á meðan við látum olíuna vera. Íslendingar eru því í fullkominni stöðu til að taka af skarið, vera öðrum ríkjum fyrir- mynd og taka afgerandi afstöðu í loftslagsmálum. Að geyma olíuna á Drekasvæðinu gæti orðið stærsta einstaka aðgerð Íslendinga í þágu loftslagsins. Ný framtíðarsýn í olíumálum UMHVERFIS- MÁL Óskar Steinn Ómarsson stjórnarmaður í Ungum jafnaðarmönnum Íþróttastuðningshlífar Mikið úrval af stuðningshlífum frá Sporlastic. Vandaðar vörur á góðu verði. Sporlastic vörurnar fást einnig í ýmsum apótekum. F A S TU S _H _2 8. 04 .1 5 Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16, 2.h. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Veit á vandaða lausn 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 F -0 1 8 C 1 6 3 F -0 0 5 0 1 6 3 E -F F 1 4 1 6 3 E -F D D 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.