Fréttablaðið - 16.04.2015, Page 50

Fréttablaðið - 16.04.2015, Page 50
16. apríl 2015 FIMMTUDAGUR42 Stjörnurnar eru víst mann- legar eins og við hin, þó svo að stundum virðist það fjar- stæðukennt. Þær sem ekki uppfylla staðlaðar útlits- kröfur verða iðulega fyrir barðinu á vökulu auga gagnrýnandi fjölmiðla og jafnvel almennings á sam- félagsmiðlum. Nú virðast þær stíga fram hver á fætur annarri og hafna þessum fyrir- framgefnu hug- myndum um hvernig far- sæld sýni sig. Pink, Kelly Clarkson og Chrissy. Teigen eru örfá dæmi um þekkta einstak- linga sem stíga fram og bjóða gagnrýnis- röddunum birginn. Viðbrögð fylgjenda stjarnanna á Twitter og Instagram hafa ekki látið á sér standa og eru einhver besti vitnisburður um að þörfin fyrir byltingu í þessum málum er vissulega til staðar, en þakk- lætinu rignir bók- staflega yfir stöll- urnar í kjölfarið. gudrun@frettabladid.is ÞEGAR STJÖRNURNAR SEGJA STOPP Svona er ég hamingjusöm, sættu þig við það Heimsfrægar konur stíga fram og senda skýr skilaboð þar sem þær benda á að slitför, mjúkir magar og frjálslegt vaxtarlag er raunveru- leikinn og það sé bara allt í lagi. Aðdáendur um allan heim keppast við að þakka þeim fyrir að opna umræðuna með þessum hætti. Pink þótti helst til búttuð á samkomu til styrktar krabbameinssjúkum í þessum kjól. Blessunarlega er hún með munninn fyrir neðan nefið og bað trylltan lýðinn vinsamlegast um að hafa ekki áhyggjur af henni og holdafarinu. Henni liði sem blómi í eggi. Hún benti því til stuðnings á að dóttir hennar hefði spurt hana um daginn hvers vegna maginn á henni væri svona mjúkur, og svaraði hún til að hann væri einfaldlega hamingjusamur. Aðdáendur stjörnunnar hafa kapp- kostað að þakka henni fyrir að vera slík fyrirmynd sem raun ber vitni. ÁNÆGÐ MEÐ SIG Kelly Clarkson hefur ítrekað verið gagnrýnd fyrir að vera of feit og nýlega af þáttarstjórnandanum Chris Wallace hjá Fox News, sem stakk upp á að hún tæki því rólega í pönnupitsunum. Þetta kaus hann að láta út úr sér eftir að hún steig á svið eftir fæðingarorlof. Hún lét hann heldur betur heyra það, þó ekki sín vegna. Heldur vegna allra hinna óhörðnuðu stúlkna þarna úti sem litu svipað út og hún. Sundfatamódelið og eiginkona söngvarans John Legent þykir hressilega hispurslaus á samfélags- miðlunum. Hún á yfir tvær milljónir fylgjenda á Instagram og nýtti sér vinsældirnar í vikunni til að koma slitförum sínu á lærunum í sviðsljósið. Hún sagði þau biðja að heilsa aðdáendendum. Þykir þetta sæta tíðindum í heimi filtera og myndvinnsluforrita. Hafa viðbrögð fylgjenda hennar ekki látið á sér standa og hrúguðust strax inn at- hugasemdir frá konum á öllum aldri sem samsömuðu sig henni og þökkuðu hug- rekkið. TREND KÆDDU ÞIG MEÐ KÖGRI Kögur í ýmsum myndum var áberandi á tískupöllunum fyrir komandi vor. FRÁBÆR FYRIRMYND FYRIR ALLAR KONUR RAUNVERULEIKINN EN EKKI AGALEGT FRÁVIK PORENZA SCHOULER FENDIGIAMBATTISTA VALLI VICTOR DZENKSONIA RYKIEL Rapparinn Tyga tilkynnti á Instagram-síðu sinni fyrir skemmstu að hann og raun- veruleikastjarnan Kylie Jenn- er væru í sambandi. Frá því síðastliðið haust hafa verið sögusagnir á kreiki um að þau væru saman, en Tyga neitaði því alltaf og sagði þau bara vera vini. Rapparinn, sem er 25 ára, neitaði síðast í útvarpsviðtali í febrúar að þau væru par og þvertók fyrir að hafa yfirgefið konu sína og barn fyrir Kylie, sem er aðeins 17 ára gömul. Hann hafði þá verið harðlega gagnrýndur fyrir að vera með stúlku undir lögaldri. En nú virðist annað vera uppi á ten- ingnum, þar sem hann setti inn mynd af Kylie á Instagram og við hana skrifaði hann: „Marg- ir hlutir fanga augað, en aðeins fáir fanga hjartað.“ Kylie Jenner og Tyga nýtt par Parið hefur sagst bara vera vinir í meira en hálft ár en nú virðist ástin hafa kviknað. SÆT SAMAN Kylie og Tyga í desember síðastliðnum. NORDICPHOTOS/GETTY NÆRANDI ÞÆTTIR Á NÝJU VEFSVÆÐI VÍSIS Fylgstu með þessum fróðlegu örþáttum á visir.is/heilsuvisir. Vísir.is er hluti af LÍFIÐ 16. apríl 2015 FIMMTUDAGUR THAKOON 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 D -8 F 3 C 1 6 3 D -8 E 0 0 1 6 3 D -8 C C 4 1 6 3 D -8 B 8 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.