Fréttablaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 30
FÓLK| Eyðir þú miklu í föt? Ég eyði að ég held eðlilega í föt. Allavega minna en ég eyði í húsnæði en meira en ég eyði í bíl. Hver er uppáhaldsflíkin þín? Þessu er erfitt að svara og margt sem kemur til greina. Held samt að ég verði að segja hamp-jakkinn minn frá Hansen Garments. Hann er frábær hvunndagsjakki og ágætur á tyllidögum. Hann er vinur minn og ég ber virðingu fyrir honum. Uppáhaldshönnuður? Stofnandi og hönnuður Han- sen Garments, hin norska Åse Helena Hansen, er í miklu uppáhaldi hjá mér. Bestu kaupin? Ætli bestu kaupin séu ekki fyrsta Filson-taskan mín. Það eru aðallega tvær ástæður fyrir því. Sú fyrri er að ég kynntist Filson ekki almennilega fyrr en ég eignaðist töskuna og í kjöl- farið hef ég bætt verulega við safnið. Hin ástæðan er sú að töskurnar eru lífstíðareign sem erfast kyn- slóða á milli. Verstu kaupin? Verstu kaupin eru án efa skór sem ég keypti í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum. Ég sá skópar sem mig langaði í en ákvað að kaupa aðra skó sem voru ódýrari. Ég notaði þá þrisvar og losaði mig svo við þá því ég vildi ekki hafa þá á heimilinu. Þeir minntu mig alltaf á skóna sem ég keypti ekki. Þetta kenndi mér samt það að verðið má aldrei ráða för og nú fæ ég mér það sem ég vil, þó ég þurfi að safna aðeins fyrir því. Hverju verður bætt við fataskápinn fyrir vorið/ sumarið? Það verður eitthvað um hörskyrtur og hörjakka. Ég hef líka augastað á dýrindis baðm- ullar vesti frá hinum sænska Claes Göran. Áttu þér tískufyrirmynd? Kannski á ég mér enga sérstaka fyrirmynd en mér finnst gaman að fylgjast með Nick Wooster sem er sennilega best klæddi karlmaður sem ég veit af. Svo er Ragnar Kjartans- son, myndlistarmaður og fyrrverandi verslunar- stjóri Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar, alltaf óaðfinnanlega klæddur. Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 my styleStærðir 38-52 Smart föt, fyrir smart konur Netverslun á tiskuhus.is Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Str. 34-46 kr. 13.900.- Háar í mittið Gallabuxur Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Síðbuxur, kvartbuxur, stuttbuxur og leggings Verslunin Belladonna TÍSKA FLOTT Töskur Michaels Kors eru fáanlegar með mis- munandi útliti, stórar og smáar. MYND/FACEBOOK Handtöskur Michaels Kors fara ekki fram hjá neinum svo áberandi er nafn hönnuðarins framan á þeim. Þá hangir gullmerki með stöfunum MK utan á töskunum. Þær eru gríðarlega vinsælar um allan heim en vegna þess hefur Kors fallið í áliti hjá tískusérfræðingum. Robin Lewis, þekktur bandarískur markaðssérfræðingur, segir að þegar vara sé orðin svona útbreidd, eins og töskur Michaels Kors, sé það „koss dauðans“. Lewis segir að Michael Kors sé nú eins og Tommy Hilfiger hafi verið þegar hann náði hámarki á ferli sínum í lok 1990. Gengi hlutabréfa í Kors hefur lækkað um 37% og Morgan Stanley-bankinn hefur tekið fyrirtækið út af lista yfir góðan kost til að fjárfesta í. Lewis segir að þar sem Michael Kors-vörur séu komnar í almenna eigu missi fólk áhuga á þeim, sérstaklega ungt fólk sem vill fylgja nýjustu tísku- straumum. „Þegar kona kaupir sér dýrt veski vill hún ekki sjá aðra hverja manneskju með eins tösku í höndum. Þá verða aðdáendur hönnuðarins pirr- aðir og gefast upp á honum.“ Töskur Kors eru virkilega fallegar og falla mörg- um konum í geð. Það þykir hins vegar ekki gott að selja of mikið af sömu vöru í tískubransanum. Fólk sem kaupir dýrar hönnunarvörur vill ekki fjölda- framleiðslu. Michael Kors hefur framleitt svo mikið af töskum að nú er hægt að fá þær í svokölluðum outlet-búð- um. „Konur kaupa ekki handtösku fyrir 40 þúsund krónur þegar þær geta fengið sömu vöru á hálfvirði í outlet-búð,“ segir markaðssérfræðingurinn. MICHAEL KORS ER FALLANDI STJARNA VINSÆLL Margar íslenskar konur elska og dá tískuhönnuðinn Michael Kors. Handtöskur hans eru gríðarlega vinsælar hér á landi sem annars staðar í veröldinni. Tímaritið Business Insider segir að Kors hafi misst kúlið vegna of- framleiðslu á töskum sem séu komnar í almenna eigu. VINSÆLAR Þetta útlit er áberandi í hönnun Michaels Kors og hefur verið sérstaklega vinsælt. Þess vegna eru vinsældir hönnuðarins að dala. MYND/FACEBOOK 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 E -6 D 6 C 1 6 3 E -6 C 3 0 1 6 3 E -6 A F 4 1 6 3 E -6 9 B 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.