Fréttablaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 22
16. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 22 Sif Sigmarsdóttir fjallaði í grein sinni fyrir stuttu um óhefðbundnar lækningar og líkir þeim sem þær stunda við níðinga. Óhefðbundn- ar lækningar ná yfir vítt svið og alls kyns kukl eins og ætluðum breytingum á erfðaefni og kosmískri orkutilfærslu yfir í nátt- úrulækningar. Sjálfsagt sjá einhverjir gróðavon í fár- veiku fólki sem grípur hvert hálmstrá sem býðst en von- andi eru flestir vel meinandi sem raunverulega trúa á lækningamátt náttúrunnar. Með grein sinni vegur Sif að æru Ævars Jóhannessonar sem er fyrir löngu orðinn landsþekktur fyrir lúp- ínuseyði sitt sem hann bruggaði til fjölda ára. Ég var svo lánsöm að fá að fylgjast með Ævari í starfi þegar ég vann um tíma hjá Raunvísindastofnun Háskól- ans. Þar var Ævar í jarðfræðihúsinu með aðsetur. Hann var einstakur. Hann var ráðagóður og skemmti- legur, góðmenni og mannvinur. Hann gat lagað allt, ef tækið var ekki til þá smíðaði hann það – gömul og úrelt tæki lifðu áfram vegna þess að Ævar gat á einhvern óskiljanleg- an máta blásið í þau lífi í hvert sinn sem eitthvað bilaði. Og samhliða öllu þessu fylgdi hann hugsjón sinni og sauð lúpínuseyði alla daga til að anna mikilli eftirspurn. Þá man ég einmitt eftir því að margir töldu lúpínuseyð- ið draga úr aukaverkunum vegna krabbameinsmeðferða og mögulega reynast gagnlegt í baráttunni við krabbamein. Og þó ekki væri nema vonin ein og trúin á lækn- ingarmátt lúpínuseyðisins færði Ævar fjölda Íslend- inga seyðið sitt og tók ekki krónu fyrir. Engan veit ég hafa fylgt köllun sinni af þvílíkri sannfæringu og Ævar. Og hvers vegna ætti lúpínu- seyði ekki að hafa jákvæð áhrif á meðferð krabbameinssjúkra? Eitt algengasta lyfið við meðferð brjósta- krabbameina er unnið úr trjáberki og uppgötvaðist einmitt vegna þess að innfæddir í Suður-Ameríku brugguðu úr berkinum seyði. Við hátíðlega athöfn árið 2010 heiðraði Kópavogsbær Ævar Jóhannesson fyrir ævistarf sitt. Undirrituð var þá formaður bæjar- ráðs og féll það í minn hlut að sýna Ævari þá virðingu og þann sóma sem í viðurkenningunni fólst. Í umsögn með viðurkenningu Kópa- vogsbæjar sagði meðal annars: „Með óeigingjörnu starfi sínu hefur Ævar auðgað samfélagið og gefið fjölmörgum einstaklingum styrk og kraft. Hann hefur nýtt náttúru Íslands á sjálfbæran hátt. Hann er frumkvöðull, mikill hugvitsmaður og mannvinur. Störf hans eru aðdá- unarverð og hann er fyrirmynd í íslensku samfélagi.“ Að einhverjum skuli detta það í hug að kalla þennan öðling níðing er mér með öllu óskilj- anlegt og algjörlega óafsakanlegt. Um Ævar Jóhannesson HEILBRIGÐIS- MÁL Guðríður Arnardóttir fv. bæjarfulltrúi í Kópavogi Opið 19:00 - 21:00 Í kvöld, fimmtudaginn 16. apríl í Intersport Bíldshöfða HLAUPA- KVÖLD ASICS KAYANO 20 Léttir hlaupaskór með innanfótarstyrkingu. Dömu- og herrastærðir. INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 11 - 18. SUN. 13 - 17. INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4891 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. 30-50% afsláttur af eldri týpum af ASICS HLAUPASKÓM 16.000 Fullt verð: 31.990 KLÚBB- TILBOÐ 20% AFSLÁTTUR af hlaupafatnaði, hlaupaskóm og fylgihlutum – FYRIRLESTUR – KYNNINGAR – HAPPDRÆTTI Fríða Rún næringarfræðingur verður með stuttan fyrirlestur um næringu hlauparans: Næring – æfingar – árangur! og áritar nýútgefna bók sína á staðnum. CW-X, CamelBak og SpiderTech Hlauparar sem glíma við eymsli geta fengið fría teipingu frá SpiderTech. CW-X compression Frábær hlaupafatnaður sem m.a. styður við helstu vöðva og liðamót sem liggja undir álagi við æfingar og keppni. CamelBak, hollustuskammtur af vatni og vellíðan! Úrval af BPA fríum vantsbrúsum, drykkjar- beltum og bakpokum. Allir sem versla geta tekið þátt í happdrætti. Vinningar eru Under Armour hlaupaskór, hlaupajakki og hlaupabuxur! ALLT FYRIR SPORTIÐ! Enn gerist það að fatlað fólk þarf frá að hverfa vegna þess að mannvirki hafa ekki verið byggð með þarfir þess í huga. Það felur í sér að hluti þjóðar- innar getur ekki sótt þjón- ustu hjá hinu opinbera eða tekið þátt í menningarlífi til jafns við aðra. Húsnæði Umboðsmanns Alþingis er til að mynda óaðgengilegt hreyfihömluðu fólki og dæmi eru um að foreldar hafi ekki getað fylgt börnum sínum í félagsstarfi vegna hindrana. Nútíma samfélag ætti að gera ráð fyrir öllum. Í samningi Sam- einuðu þjóðanna um réttindi fatl- aðs fólks segir að aðildarríkin eigi að sjá til þess að fötluðu fólki sé gert kleift að lifa sjálfstæðu lífi og í því felst að útrýma hindrun- um sem hefta aðgengi. Það á við um byggingar og önnur mann- virki, samgöngur, upplýsingar, fræðslu og þjónustu. Aðgengileg mannvirki Áður fyrr var lítill gaumur gef- inn að sérþörfum fólks. Oft er talað um að erfitt sé að gera end- urbætur á eldri byggingum sem auðvelda aðgengi fatlaðs fólks en í fjölmörgum tilfellum má nýta hugvitið og koma fyrir tækjum, brautum eða öðru efni sem auð- veldar aðgengi. Nú hefur endur- bætt byggingarreglugerð tekið gildi sem kveður á um algilda hönnun með aðgengi fyrir alla. Í henni felst meðal annars sú krafa að aðgengi fatlaðra einstaklinga sé tryggt að mannvirkjum sem ætluð eru almenn- ingi. Í því felst til dæmis að rými þarf að vera nægjanlegt, merkingar greinilegar, góð litaskil og notkun á byggingarefnum sem ekki valda viðbrögð- um hjá astma- eða ofnæm- isjúklingum. Þetta hent- ar ekki síður ömmunni sem á erfitt með gang og getur nú notað göngugrind heima hjá sér eða hjólastól því rýmið er nægilegt til athafna með slíkum hjálpartækjum. Amman getur notið þess að vera heima hjá sér eins lengi og hún hefur heilsu til með heimaþjónustu. Hindrunarlaust samfélag hentar öllum Milli 10 og 15% Íslendinga er fatl- að fólk og öll eigum við aðstand- endur sem þurfa sérstök úrræði vegna tálma í umhverfinu. Algild hönnun felur ekki aðeins í sér að frændinn sem notar hjólastól geti komist inn í bygginguna eða að amman sem á erfitt með gang geti ferðast með lyftu á milli hæða. Ef amman er orðin veru- lega sjónskert þá er mikilvægt að hnapparnir í lyftunni séu með upphleyptu letri svo að hún viti á hvaða hnapp hún eigi að styðja. Skýr litaskil, auðlesin skilti og leiðbeiningar gagnast ömmunni sem og svo mörgum öðrum. Réttindi geta verið hagkvæm Sumir sjá ofsjónum yfir þeim kröfum sem nú eru gerðar til mannvirkja en þann 12. mars sl. í viðtali við Ölmu Ómarsdóttur á RÚV lét framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins hafa eftir sér að allur lúxusinn sem er í bygg- ingarreglugerðinni standi í vegi fyrir byggingu smærri og ódýrari íbúða. Lúxusinn svokallaði er að veita líka þeim hópum sem upp- lifa hindranir greiðari aðgang að mannvirkjum. Það er enginn lúxus. Það verður að leita annarra lausna til að lækka kostnað en að skerða sjálfsögð réttindi fólks. Þá má ekki gleyma því að ef amman býr í aðgengilegu húsnæði þá getur hún búið lengur heima en ella. Amman keypti aðgengilegu íbúðina fyrir sína peninga sem hlýtur að vera hagkvæmara fyrir samfélagið heldur en að hið opin- bera hafi þurft að byggja undir hana rými á hjúkrunarheimili. Öll þurfum við þak yfir höfuðið en það má ekki byggja á grunni mis- mununar. Við viljum byggja upp samfélag fyrir alla. Það á aldrei að gefa afslátt af mannréttindum, aldrei! Sama aðgengi, sameiginleg réttindi, líka fyrir ömmur SAMFÉLAG Ellen Calmon formaður ÖBÍ ➜ Öll þurfum við þak yfi r höfuðið en það má ekki byggja á grunni mismun- unar. Við viljum byggja upp samfélag fyrir alla. Það á aldrei að gefa afslátt af mannréttindum, aldrei! ➜ Og hvers vegna ætti lúpínuseyði ekki að hafa jákvæð áhrif á meðferð krabba- meinssjúkra? 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 F -1 A 3 C 1 6 3 F -1 9 0 0 1 6 3 F -1 7 C 4 1 6 3 F -1 6 8 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.