Fréttablaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 42
16. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34 Upp frá því fórum við Tina að vinna saman og túra og tveimur árum seinna urðum við par. Það var sem sagt ekki auðvelt að koma okkur saman og það verður heldur ekki auðvelt að ná okkur sundur aftur! ➜ .Á laugardaginn verður lesið upp úr verkum Tryggva við Blesugróf í Reykjavík. Bókmenntamerkingar á vegum bók- menntaborgarinnar Reykjavíkur setja í vaxandi mæli skemmtilegan svip á bæinn. Með þeim gefst fólki skemmtilegt tækifæri til þess að kynnast bókmennta- og menningar- legri sögu síns nærumhverfis, fræð- ast um líf, menningu, bókmenntir og sögu liðinna daga. Næstkomandi laugardag kl. 14 verður afhjúpuð ný bókmennta- merking við Blesugrófina við göngu- stíginn fyrir neðan Stjörnugróf í Fossvogi. Merkingin er til heiðurs Tryggva Emilssyni rithöfundi og verkamanni sem var á meðal fyrstu íbúa hverfisins. Æviminningar Tryggva sem komu út á árunum 1976 til 1979 vöktu á sínum tíma mikla athygli, enda er þar að finna einstaka lýsingu á breyt- ingum frá gamla bændasamfélaginu til nútímans. Tryggvi var jafnframt einn af frumbyggjum í Blesugróf- inni á sínum tíma og sá eini sem lýsti uppbyggingu og mannlífi þess hverfis með einstökum hætti og hafa verk Tryggva mikið sögulegt og bók- menntalegt gildi. Forlagið hefur staðið fyrir endur- útgáfu á verkum Tryggva. Áður hafa komið út Fátækt fólk og Baráttan um brauðið sem voru á sínum tíma til- nefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Fyrir sunnan er síðasta bókin sem nú er endurútgefin og verður lesið upp úr henni og litið til fortíðar með ættingjum Tryggva við afhjúpun merkingarinnar. - mg Bókmenntir og fræðsla við hvert fótmál Á laugardaginn verður afh júpuð ný bókmenntamerking við Blesugróf til heiðurs Tryggva Emilssyni. BLESUGRÓF Ljósmynd Sveinn Þórðarson, frá Blesugróf 1972. Síðastliðinn föstudag var annað kvöld Reykavík Shorts & Docs Festival haldið í Bíó Paradís. Á bland í poka sýningu var boðið var upp á íslenskt efni. Fjórar stuttar frásagnar myndir, heimildarmynd og sjónræna sinfóníu norðurljósa. Just Like You Riðið var á vaðið með kvikmynd Lovísu Láru og Margrétar Buhl sem kallast Just Like You (12 mín.). Efnis meðferðin var góð. Áhorfanda er dembt inni í frásögnina sem segir af úrræðaleysi táningsstúlku á fermingaraldri. Fremur en að dæla fram upplýsingum um persónur og aðstæður er treyst á að myndræn- ar upplýsingar og andrúmsloft segi sögu. Sunneva Björk Helgadóttir, sem leikur aðalhlutverkið, stóð sig með stakri prýði í krefjandi hlut- verki. Það sést að aðstandendur myndarinnar eru enn að slíta skón- um hvað kvikmyndagerð varðar en þetta lofar góðu og vonandi að þau haldi áfram á sömu braut. Minnismiðar Næst var sýnd mínútulöng kvik- mynd sem Eyþór Jóvinsson leik- stýrir um mann (Sigurður Skúla- son) sem þjáist af minnisleysi. Þetta er áreiðanlega besta mínútulanga kvikmynd sem ég hef séð. Eyþór tikkar í öll réttu boxin og segir heil- steypta sögu með upphafi, miðju og endi. Minnismiðar er fyndin og óhugnanleg í senn og mætti jafnvel túlka sem stúdíu um hvaða afleið- ingar það getur haft þegar sam- bandið milli táknmyndar og tákn- miðs rofnar og tungumálið bregst okkur. Geri aðrir betur á innan við mínútu. Potturinn Að mínum dómi var Potturinn (15 mín.), kvikmynd Georgs Erlings- sonar Merritt, það besta sem boðið var upp á þetta kvöld. Arnar Jóns- son leikur einhleypan karlfausk á efri árum sem virðist lítið annað gera en malla í heita pottinum, horfa á fréttir og fara snemma að sofa. Hann er uppáþrengjandi, kreddufastur og skilur ekki af hverju allir hafa alltaf rangt fyrir sér. Svipmót verksins var það fag- mannlegasta af frásagnarmyndun- um og Arnar Jónsson fer með eitt skemmtilegasta hlutverk sem ég hef séð hann í. Synda Síðasta stuttmyndin í frásagnar- flokki þetta kvöld var Synda (8 mín.) eftir Hilke Rönnfeldt. Hún segir af ungri stúlku (Saga Garðarsdóttir) sem er þolandi ofbeldis og reynir að láta það ekki trufla daglegan gang lífsins. Færa má rök fyrir að gerð sé tilraun til að skapa myndlíkingu milli sunds og lífsins og miðla sög- unni í gegnum líkingar í stað full- yrðinga. Nógu erfitt er að segja hispurslausa sögu á svona stuttum tíma en það kann að aukast til muna ef sagan á að vera tvíræð. Að auki bætti ekki úr skák að hljóðrásin var á flakki meðan á sýningunni stóð. The Artic Fox The Artic Fox (33 mín.) eftir Guð- berg Davíðsson, er heimildarmynd um íslenska refinn sem virðist vera framleidd fyrir erlendan markað. Hún er í þessum dæmigerða sjón- varpsheimildarmyndastíl þar sem fylgst er með dýraríkinu á meðan ljúfmannleg þularrödd lýsir því sem fyrir augu ber. Kvikmyndin ber þess keim að vera framleidd fyrir erlendan markað og nokkuð er um það sem kallast landslags- porn á vondri íslensku. Ofurkrútt- legar myndir af refum og yrðling- um fengu salinn til þess að stynja af vellíðan ásamt ægifögrum myndum af íslenskri náttúru. Fræðsluefnið sjálft var fremur þunnt en það kom ekki að sök þar sem þetta er fyrsta flokks framleiðsla sem keyrir á myndrænni fegurð. Iceland Aurora Síðasta mynd kvöldsins var Ice- land Aurora (27 mín.) sem Arnór Tryggvason, Snorri Þór Tryggvason og Pétur K. Guðmundsson standa að. Hér eru auðsýnilega fagmenn á ferð sem kunna öll tæknileg atriði út í fingurgóma en að því slepptu vand- ast málin. Myndin samanstendur af norðurljósamyndum sem búið er að ofkeyra í stafrænni eftirvinnslu og undir hljómar syntapopp í anda 9. áratugarins. Þetta er fagurfræði sem ég næ ekki tengingu við. Neon- græn ljósasýning sem sómir sér kannski vel í tjaldi á Burning Man eða er hægt að nota sem skjáhvílu. Þetta virkar hugsanlega vel fyrir ferðaþjónustuna því þar eru alltaf fullar rútur af fólki í leit að græna gullinu, en þetta kemur náttúru ekk- ert við. Kjartan Már Ómarsson Bland í poka í bíó Um íslenskar stutt- og heimildarmyndir og sitthvað fl eira athyglisvert á Shorts & Docs í Bíó Paradís. POTTURINN Arnar Jónsson leikari fer á kostum í stuttmyndinni Potturinn eftir Georg Erlingsson Merritt. „Það er gaman að koma fram á Seltjarnarnesi. Gamli tónlistar- kennarinn minn, hann Kári Ein- arsson skólastjóri Tónlistarskól- ans, sér um þessa tónleikaröð og bað okkur að koma fram. Maður segir ekki nei við hann!“ segir Helgi Hrafn Jónsson tónlistar- maður um létta tónleika sem hann og kona hans, Tina Dickow, halda í Bókasafni Seltjarnarness í dag og hefjast klukkan 17.30. Þau hjón túra reglulega um Evr- ópu og Bandaríkin og fylla hvern tónleikasalinn á fætur öðrum en þetta er eina tækifærið til að sjá þau koma fram á Íslandi á þessu ári, að sögn Helga Hrafns. „Bóka- safnið á Seltjarnarnesi er í uppá- haldi, við förum þangað oft með börnin okkar, lesum blöðin og fáum okkur kaffi og þó það sé kannski ekki mest töff tónleika- staðurinn í veröldinni þá er hann huggulegur,“ segir hann. Helgi Hrafn var útnefndur bæjar listamaður Seltjarnarness 2015 og þess má geta að verð- launaféð, eina milljón króna, lét hann renna óskipt til tónlistar- skólans á Nesinu þar sem hann nam ungur að árum. Eftir tólf ára fjarveru er hann aftur á heima- slóð, nú með þekkta danska söng- konu sér við hlið, sem meðal ann- ars hefur gefið út tíu diska. Hvar krækti hann í hana? „Ég var að túra í Ameríku árið 2008 með færeyskum tón- listarmanni sem heitir Teitur, við bjuggum í nokkra mánuði í gömlu túrrútunni hans Willie Nel- son. Tina var að spila með okkur í nokkra daga því þau Teitur eru gamlir vinir. Upp frá því fórum við Tina að vinna saman og túra og tveimur árum seinna urðum við par. Það var sem sagt ekki auðvelt að koma okkur saman og það verður heldur ekki auðvelt að ná okkur sundur aftur!“ Helgi Hrafn spilar á ýmis- legt. „Mitt gamla hljóðfæri sem ég lærði á er básúna. Svo tók ég upp á að syngja og spila á gítar og píanó og allt mögulegt. En er líka að semja tónlist, bæði sönglög og hljóðfæratónlist og svo útsetja fyrir okkur Tinu. Hún semur sjálf tónlist og texta og nú í seinni tíð semjum við saman.“ Helgi segir þau hjónin mikið bókuð erlendis á tónleikum. „Við erum svona rúmlega hálft árið í atganginum erlendis. Erum með börnin með okkur og flökkum um eins og sígaunar. Sumarið er skipulagt og næsti vetur líka.“ gun@frettabladid.is Segir ekki nei við gamla kennarann Tina Dickow, ein fremsta dægurlagasöngkona Dana, og Helgi H. Jónsson, bæjar- listamaður Seltjarnarness 2015, halda tónleika í dag í Bókasafni Seltjarnarness. TÓNLISTARPARIÐ Þau Tina og Helgi Hrafn ætla að flytja létta tónlist, bæði frumsamda og eftir aðra, á tónleikunum í dag. MYND/JÓNATAN GRÉTARSSON Helgi Hrafn hefur gefið út sex plötur með eigin verkum og komið fram á um það bil 300 tónleikum í Evrópu og Norður-Ameríku. Nú í febrúar var frumsýnt nýtt verk við borgarleikhúsið í Frankfurt sem hann samdi tónlist við í samstarfi við Valgeir Sigurðsson. Árið 2012 samdi hann tónlist við verkið For the Disconnected Child, sem pantað var af Þjóðaróperunni í Berlín, og er jafnframt söngvari og hljóðfæraleikari í sýningunni sem er á fjórða starfsári og hefur hlotið verðlaun sem besta leiksýningin í Berlín. Þau Tina Dickow hafa saman unnið að sjö hljómplötum og samið tónlist fyrir dönsku myndirnar Old Boys og Someone You Love sem færði þeim í tvígang dönsku kvikmyndaverðlaunin fyrir tónlist. Meðal annarra sem Helgi Hrafn hefur starfað með má nefna Rökkur- ró, Kammerhljómsveit danska ríkisútvarpsins, Damien Rice, Dzihan & Kamien, Boy, Philipp Steinke, Glen Hansard, Ane Brun, Teit, Nico Muhly, Funkstörung, Philipp Poisel, Sam Amidon, Ben Frost, Wild Birds and Peacedrums og Valgeir Sigurðsson. Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2015 MENNING 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 F -5 5 7 C 1 6 3 F -5 4 4 0 1 6 3 F -5 3 0 4 1 6 3 F -5 1 C 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.