Fréttablaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 12
16. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 12 „Undanfarið hefur það færst í aukana að ég fái til mín alíslensk börn sem kunna ekki íslensku nema að litlu og yfirborðskenndu leyti. Þeim sýni ég myndir af algengum hlutum og bið þau að segja mér hvað þeir heita. Oft fæ ég svör á borð við: „Ég veit alveg hvað þetta er sko, ég bara kann þetta ekkert á íslensku.“ Þetta skrifaði Linda Björk Markúsardóttir, talmeina- og íslenskufræðingur, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í vikunni. Starf hennar sem talmeinafræð- ings felst, meðal annars, í því að meta orðaforða og málkunnáttu barna og unglinga. Spurð um ástæðu vandans segir hún að sé ekki um eiginlega mál- þroskaröskun að ræða sé svarið við spurningunni einfalt. „Börn og unglingar lifa og hrærast í heimi rafrænna samskipta sem fara nánast öll fram á ensku. Tölvur og símar „tala“ mjög takmarkaða íslensku.“ Linda kveðst hafa orðið vör við vandann á sínu eigin heim- ili. „Sjálf er ég alin upp á heimili þar sem mikil rækt var lögð við íslensku. Pabbi var mikill bóka- og ljóðamaður og mamma krossgátu- kona. Ég hef lesið mikið fyrir börn mín en 11 ára sonur minn, sem er á kafi í tölvum, slettir ensku þegar hann er að segja mér frá atburðarás í tölvuleikjum. Ég fer þá í gegnum þetta með honum og bendi á hvað orðin heita á íslensku. Svo erum við líka með orðabanka ef hann skilur ekki erfið íslensk orð. Hugmyndina fékk ég þegar ég las bókina Amma biður að heilsa eftir Fredrik Backman. Þar er þýðing erfiðra orða skrif- uð á blað og þau sett í krukku. Við höfum gert þetta á svipaðan hátt og búið til setningar með erfiðum orðum til að þetta festist frekar hjá honum.“ Talmeinafræðingurinn segir að nú sé bersýnilega að koma í ljós það sem Eiríkur Rögnvalds- son prófessor hafi bent á. „Hann hefur vakið athygli á mikilvægi uppbyggingar íslenskrar mál- tækni fyrir íslenska tungu þar sem hversdagslíf okkar verði sífellt fyrir meiri áhrifum af tölvustýrðum tækjum og að þró- unin sé sú að hægt verði að stýra tækjunum með tungumálinu, það er með því að tala við þau. Það er hægt að tala við tækin á íslensku með talgreini sem Google á en hann svarar á ensku. Ekki er víst að Google haldi talgreininum við á íslensku. Þegar Eiríkur lýsti því yfir að raunveruleg hætta væri á að íslenska yrði ekki til eftir 100 ár og vísaði í skýrslu um staf- ræna stöðu íslenskunnar sem kom út 2012 hélt ég að þetta væri óþarfa vænisýki í honum. Ég var viss um að ekkert gæti grandað mínu ástkæra ylhýra. En þegar ég heyri son minn og félaga hans tala saman á ensku um tölvuleik- ina sem þeir eru í og verð vör við skort á þekkingu barna á þýðingu íslenskra orða sé ég betur að ekki er hægt að loka augunum fyrir hættunni verði ekkert að gert.“ Það er mat Lindu að foreldrar geti lagt sitt af mörkum með því að tala meira við börnin sín og lesa fyrir þau. „Við eigum það til sjálf að detta í tölvurnar og farsímana. En fyrst og fremst þurfum við að beita okkur fyrir því að auknum fjármunum verði veitt í að efla stafræna stöðu íslenskunnar.“ ibs@frettabladid.is Íslensk börn kunna heiti hluta á ensku en ekki íslensku Börn tala um og segja frá tölvuleikjum á ensku, segir Linda Björk Markúsardóttir, talmeina- og íslenskufræð- ingur. Íslensk tunga í hættu verði ekki fjármunum veitt í að efla stafræna stöðu hennar. Foreldrar beiti sér. ÍSLENSK TUNGA Í HÆTTU „Börn og unglingar lifa og hrærast í heimi rafrænna samskipta sem fara nánast öll fram á ensku. Tölvur og símar „tala“ mjög takmarkaða íslensku,“ segir Linda Björk Markúsardóttir, talmeina- og íslenskufræðing- ur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Á foreldravefnum á vef Reykja- víkurborgar, reykjavik.is, er bent á ýmsar leiðir til að örva mál- þroska og mál- og lesskilning barna. Á vefnum má lesa bækl- inga fyrir foreldra um málþroska frá fæðingu og til miðstigs grunnskóla. Bæklingarnir eru til á ýmsum öðrum tungumálum en íslensku á vef Árósaborgar og er slóð inn á þann vef á vefnum reykjavik.is. Jafnframt er bent á ráð og við- fangsefni sem geta stuðlað að auknum áhuga og færni barna, einkum á aldrinum 5 til 9 ára, í stærðfræði og læsi. Foreldravefur Reykjavíkur: Leiðir til að örva málþroska Á BÓKASAFNI Heimsóknir á bókasöfn styðja börn í leik og námi. Þeir sem reykja rafrettur fá jafn- mikið nikótín í sig og þeir sem reykja venjulegar sígarettur. Óbeinu áhrifin er einnig jafn- mikil. Þetta kemur fram í skýrslu norsku lýðheilsustofnunarinnar sem unnin var fyrir heilbrigðis- ráðuneytið í Noregi. Hættan á að fá ýmsar tegund- ir krabbameins af því að reykja rafrettur er þó minni en þegar venjulegar sígarettur eru reyktar. Ýmis hættuleg efni eru sögð vera í venjulegum tóbaksreyk. - ibs Norska lýðheilsustofnunin: Reykur frá raf- rettum skaðleg- ur umhverfinu Niðurstöður rann- sókna hafa leitt í ljós að þvoi foreldrar og aðrir sér um hendur þegar barni hefur verið snýtt eða skipt hefur verið um bleiu á því er hægt að fækka veikindadög- um talsvert. Gleymi foreldrarnir að þvo sér um hendur er líklegt að börnin læri það síður. Það er gott að gera það að reglu að þvo hendurnar 1 Fyrir máltíðir 2 Eftir salernisferðir 3 Eftir að hafa skipt um bleiu á barni, hjálpað barni á salerni að snýtt því 4 Eftir meðhöndlun óhreins fatnaðar Handþvottur er ein þýðingarmesta sýkingavörnin sem hægt er að beita: Minnkaðu hættuna á vorkvefi HANDÞVOTT- UR Bein og óbein snert- ing er algeng smitleið. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Með því að sleppa reykingum, drekka áfengi í hófi, hreyfa sig og borða nægilega af ávöxtum og grænmeti má draga úr verkjum í mjóbaki. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem nýlega var greint frá í vefritinu BMJ Open. Rann- sóknin var byggð á heilsufarsupp- lýsingum um 9 þúsund einstaklinga á aldrinum 18 til 84 ára búsettra í Stokkhólmi í Svíþjóð. Samkvæmt gögnunum greindu 5 þúsund konur og 4 þúsund karlar frá því árið 2006 að þau væru af og til með bakverki. Af konunum sem enginn fyrrgreindra heilbrigðra lífsstílsþátta átti við var 21 prósent með langvarandi verki í mjóbaki fjórum árum seinna en 9 prósent af þeim sem fyrrgreindir þættir áttu við. Tilhneigingin var svipuð meðal karla en ekki var hægt að staðfesta samhengið með tölfræðilegum aðferðum. - ibs Niðurstöður rannsóknar á upplýsingum um heilsu Stokkhólmsbúa: Hollusta gegn bakverkjum HOLLT MATAR ÆÐI Þeir sem borða nægilega mikið af grænmeti og ávöxtum, hreyfa sig, drekka áfengi í hófi og reykja ekki fá síður langvarandi verki í mjóbakið. NORDICPHOTOS/GETTY www.netto.is Kræsingar & kostakjör VEL KOMIN NETTÓ SÉR ALLT TVÖFALT & ÞREFALT 2 FYRIR 1 2 FYRIR 1 3 FYRIR 2 3 FYRIR 2 3 FYRIR 2 FRÁBÆR TILBOÐ! Gera á tilraun með nýjum kennsluaðferðum í 500 grunn- skólabekkjum næstu þrjú árin í Danmörku til þess að losa börn undan félagslega arfinum. Vegna þessarar tilraunar hafa danskir vísindamenn kynnt sér niðurstöður 179 alþjóðlegra rann- sókna til þess að komast að því hvaða aðferðir séu árangurs- ríkastar fyrir nemendur sem eiga foreldra sem eingöngu hafa grunnskóla- eða framhaldsskóla- menntun. - ibs Nýjar kennsluaðferðir: Undan félags- lega arfinum Þeir sem eiga í hjónabandsörðug- leikum eiga að fá sams konar hjálp frá hinu opinbera og ein- staklingar sem þjást af and- legum og líkamlegum kvillum. Þetta er mat danskra sálfræð- inga. Hagfræðingur segir að virk ráðgjöf geti sparað samfélaginu milljarða danskra króna. Í Noregi geta foreldrar barna undir 16 ára aldri fengið endur- gjaldslausa ráðgjöf frá hinu opinbera. - ibs Erfiðleikar í hjónabandi: Fái hjálp vegna samlífsvanda 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 E -B 7 7 C 1 6 3 E -B 6 4 0 1 6 3 E -B 5 0 4 1 6 3 E -B 3 C 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.