Fréttablaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 56
16. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| SPORT | 48 visir.is Meira um leiki gærkvöldsins HANDBOLTI Undanúrslitin í Olís- deild karla í handbolta fara af stað í kvöld. Deildarmeistarar Vals taka á móti frændliði sínu Haukum sem höfnuðu í fimmta sæti deildarinnar og þá mætast nýliðar Aftureldingar og ÍR í Mosfellsbæ, en þau lið end- uðu í öðru og þriðja sæti Olís-deild- arinnar. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í lokaúrslitin, en ríkjandi Íslands- meistarar ÍBV eru úr leik eftir 2-0 tap fyrir Aftureldingu í átta liða úrslitum. Mosfellingar eiga þó möguleika á að gera eins og ÍBV í fyrra og vinna Íslandsmeistaratitil- inn sem nýliði. Valur er fyrir fram talið sterk- asta liðið enda deildarmeistarar, en Haukarnir hafa verið að sækja í sig veðrið á seinni hluta mótsins og voru sannfærandi í rimmunni gegn erkifjendum sínum í FH. Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, spáir í undanúrslitaleikina fyrir Fréttablaðið. Haukar hafa styrkinn „Þetta verður hörkurimma,“ segir Guðlaugur um viðureign frænd- SPORT Pressan er á Aft ureldingu Undanúrslitin í Olís-deild karla í handbolta hefj ast í kvöld. Valur og Haukar mætast í fyrsta leik að Hlíðarenda og nýliðar Aft ureldingar fá ÍR í heimsókn. Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, spáir í spilin. liðanna Vals og Hauka. „Valsmenn hafa verið sterkastir í deildinni en Haukarnir komið sterkir inn eftir áramót og eru með góða breidd og reynslu. Hjá þeim eru menn sem hafa unnið titla og vita um hvað þetta snýst.“ Haukar hafa mannskap sem getur stöðvað líkamlega sterka Valsmenn- ina, að sögn Guðlaugs. „Þeir eru með lið sem er á pari við lið Vals þegar kemur að líkam- legum styrk. Þarna eru stórir og þungir strákar sem geta stöðvað þetta líkamlega sterka Valslið.“ Ætli Haukarnir að vinna Val þrisvar verða þeir að klára færin sín vel og ekki hleypa Hlíðarenda- piltum í mikið af hraðaupphlaupum. „Valsmenn búa yfir gríðarlega sterkum varnarleik og eru með besta markvarðaparið í deildinni. Ef þeir ná upp vörn og hraðaupp- hlaupum er erfitt að eiga við þá. Haukarnir verða að klára færin sín þannig að Valur hlaupi ekki í bakið á þeim,“ segir Guðlaugur. Árni Steinn Steinþórsson, stór- skytta Hauka, vaknaði heldur betur til lífsins í átta liða úrslit- unum. Eftir að hafa skorað aðeins 2,3 mörk að meðaltali í leik á tíma- bilinu skoraði hann 17 mörk í leikj- unum tveimur gegn FH. Haukarnir eru til alls líklegir sé hann kominn úr dvala. Hafa saknað Árna Steins „Maður hefur saknað þess að sjá gæðin í Árna, en þetta hefur nú ekki verið besta tímabilið hans. Ætli hann hins vegar að spila á móti Val eins og hann gerði á móti FH er breiddin orðin mikil í Haukalið- inu og hægri vængurinn virkilega sterkur,“ segir Guðlaugur, en hvern- ig spáir hann að einvígið fari? „Þetta fer í oddaleik sem Valur vinnur á sínum heimavelli. Ég held að heimavöllurinn verði sterkur í þessu einvígi,“ segir Guðlaugur, en fyrsti leikurinn fer fram í Vodafone- höllinni í kvöld kl. 19.15. Pressan á Aftureldingu Aðspurður um rimmu Aftureld- ingar og ÍR er Guðlaugur fljótur til svars: „Ég set pressuna á Aftur- eldingu í þessu einvígi. Það á að klára þetta. Það er með breiddina og heimavöllinn á meðan ÍR er með góða einstaklinga og treysta mikið á að Björgvin Hólmgeirsson spili frá- bærlega.“ Guðlaugur segir ekkert ósann- gjarnt að hlaða pressu á Mosfellinga þó þeir séu tæknilega séð nýliðar í deildinni. „Auðvitað eru þeir nýliðar. Það er alveg rétt, en pressan er á þeim. Liðið er með meiri breidd og það er einmitt sem þarf í svona einvígi þar sem þarf að vinna þrjá leiki.“ Jóhann dregur vagninn Ef Afturelding er svona mun sigur- stranglegra, hvað þarf ÍR að gera til að vinna strákana í kjúklingabæn- um þrisvar? „ÍR þarf að spila ofboðslega sterkan varnarleik og markverð- irnir þurfa að stíga upp. ÍR verður að hægja á leiknum, stjórna hraðan- um og koma sínum bestu hraðaupp- hlaupsmönnum inn í leikinn. Það er lykillinn og svo auðvitað að Björg- vin verði áfram funheitur. ÍR verður að skora mikið af einföldum mörk- um,“ segir Guðlaugur, en hjá Aftur- eldingu segir hann Jóhann Gunnar Einarsson vera aðalmanninn. „Afturelding hefur breidd og gæði til að klára ÍR en hjá þeim er Jóhann Gunnar mikilvægast- ur. Úrslitakeppnin héðan í frá hjá Aftureldingu ræðst af því hvernig hann spilar,“ segir Guðlaugur og bætir við: „Einar Andri er búinn að gera flotta hluti þarna og liðið fylgir hans góðu hugmyndafræði um vörn og seinni bylgju. En þegar Aftureld- ing hefur verið í vandræðum er það Jóhann Gunnar sem dregur vagn- inn. Hann er maðurinn,“ segir Guð- laugur. Hann spáir, UMFA áfram, 3-1. Tómas Þór Þórðarson tomas@365.is AÐALMAÐURINN J óhann Gunnar Einarsson þarf að draga vagninn fyrir Aftureldingu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Jóhann Gunnar Einarsson Íslandsmeistari „tvö“ ár í röð? Komast nýliðar í úrslitin annað árið í röð? Eyjamenn urðu í fyrra fyrstu nýliðarnir sem verða Ís- landsmeistarar í karlahandboltanum en þeir enduðu þá í 2. sæti í deildinni alveg eins og nýliðar Aftur- eldingar í vor. Það gæti því farið svo að nýliðar spili til úrslita um titilinn annað árið í röð. Í stóru hlutverki í liði nýliða Aftureldingar Hann tók skóna af hillunni síðasta haust eftir að hafa tekið sér frí tímabilið 2013-14. Íslandsmeistari með Fram vorið 2013 Þá spilaði hann síðast í úrslitakeppn- inni. Hann á því möguleika að vinna titilinn „tvö“ ár í röð. Skoraði 5,5 mörk að meðaltali í úr- slitakeppninni 2013 Hann hefur skorað samtals 15 mörk í tveimur fyrstu leikjum Mosfellinga í úrslitakeppninni í ár. VALUR – HAUKAR LEIKUR EITT Í UNDANÚRSLITUM Í Vodafonehöllinni í kvöld kl. 19.30 Áfram Valur! ÚRSLIT DOMINO’S-DEILD KARLA UNDANÚRSLIT, 4. LEIKUR NJARÐVÍK - KR 97-81 (41-36) Njarðvík: Stefan Bonneau 20/10 fráköst/8 stoð- sendingar, Logi Gunnarsson 20/5 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 12/5 stoðsendingar, Mirko Stefán Virijevic 12/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 12/8 fráköst/6 stolnir, Ágúst Orrason 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 5, Snorri Hrafnkelsson 4, Ragnar Helgi Friðriksson 2, Jón Arnór Sverrisson 2. KR: Helgi Már Magnússon 19, Michael Craion 15/14 fráköst/3 varin skot, Björn Kristjánsson 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björns- son 9/7 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 7/5 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 7/8 fráköst, Darri Hilmarsson 7/5 fráköst, Þorgeir Kristinn Blöndal 3, Pavel Ermolinskij 2/7 fráköst. Staðan í einvíginu er 2-2. Oddaleikur liðanna verður í DHL-höllinni á föstudagskvöld HAUKAR - TINDASTÓLL 62-69 (32-37) Haukar: Alex Francis 20/12 fráköst, Emil Barja 11/8 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Hjálmar Stefánsson 8, Kári Jónsson 8/5 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 6/4 fráköst, Haukur Óskars- son 5, Kristinn Jónasson 2, Helgi Björn Einarsson 2/7 fráköst. Tindastóll: Darrel Keith Lewis 20/11 fráköst, Myron Dempsey 17/14 fráköst/4 varin skot, Pétur Rúnar Birgisson 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Darrell Flake 9/7 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 6, Helgi Rafn Viggósson 4/5 fráköst, Svavar Atli Birgisson 3, Viðar Ágústsson 1. Tindastóll vann einvígið, 3-1. MEISTARADEILD EVRÓPU 8-LIÐA ÚRSLIT, FYRRI LEIKIR PORTO - BAYERN 3-1 1-0 Ricardo Quaresma, víti (3.), 2-0 Ricardo Quaresma (10.), 2-1 Thiago Alvantara (28.), 3-1 Jackson Martinez (65.). PSG - BARCELONA 1-3 0-1 Neymar (18.), 0-2 Luis Suarez (67.), 0-3 Luis Suarez (79.), 1-3 Jeremy Mathieu, sjálfsmark (82.). NÆSTU LEIKIR Barcelona - PSG þri. kl. 18.45 Bayern - Porto þri. kl. 18.45 Real Madrid - Atletico M. mið. kl. 18.45 Staðan í einvíginu er 0-0. Monaco - Juventus mið. kl. 18.45 Juventus vann fyrri leikinn, 1-0. HANDBOLTI Hrafnhildur Skúladóttir skrifaði í gær undir tveggja ára samning við ÍBV og mun hún stýra kvennaliði félagsins í Olísdeild kvenna. Hún tekur við starfinu af Jóni Gunnlaugi Viggóssyni sem stýrir ÍBV út tímabilið. ÍBV er komið í undanúrslit úrslitakeppni Olís- deildarinnar og mætir þar deildarmeisturum Gróttu. Fyrsti leikurinn í undanúrslitunum fer fram á fimmtudaginn í næstu viku. Hrafnhildur lagði skóna á hilluna fyrir ári eftir gæfuríkan feril. Hún var lands- liðsfyrirliði um árabil og fór fyrir sterku liði Vals sem vann fjölda titla á sínum tíma. Hún skrifaði undir samninginn á Kaffivagninum á Granda í gær ásamt Karli Haraldssyni, formanni meistaraflokksráðs ÍBV. - esá Hrafnhildur heldur til Eyja KÖRFUBOLTI Tindastóll leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn síðan 2001 en þetta varð ljóst eftir sigur liðsins á Haukum í gær, 69-62. Stólarnir unnu þar með rimmu liðanna í undanúr- slitum, 3-1, og fara í úrslitin með sex sigra í sjö leikjum í úrslitakeppninni. Tindastóll hefur aldrei orðið Ís- landsmeistari og mætir annaðhvort KR eða Njarðvík í lokaúrslitunum sem hefjast á mánudagskvöldið. Njarðvík tryggði sér oddaleik í rimmunni gegn deildarmeisturum KR með yfirburðasigri á heimavelli í gær, 97-81. - esá Njarðvík knúði fram oddaleik en Tindastóll komst áfram SIGUR Israel Martin, þjálfari Tindastóls, fagnar sigrinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 F -4 1 B C 1 6 3 F -4 0 8 0 1 6 3 F -3 F 4 4 1 6 3 F -3 E 0 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.