Fréttablaðið - 16.09.2015, Síða 4
Samfélag „Við erum nokkrir sem
erum alltaf kallaðir út, hvort sem er í
snjó eða eld,“ segir Yordan Yord anov,
slökkviliðsstjórinn og formaður
björgunarsveitarinnar í Súðavík.
Yord an er frá Búlgaríu og er eini
erlendi slökkviliðsstjórinn á landinu.
Yordanov kom hingað til lands
þann 20. apríl 1996 í leit að betra lífi.
„Segjum bara hreint og beint að lífið
var ekki eins og eðlilegri manneskju
finnst að það ætti að vera, á þeim
slóðum sem ég kom frá. Hugmyndin
var fyrst að vinna í nokkur ár og fara
svo.“
En stuttu eftir komuna til lands-
ins lenti Yordan í slysi, þegar lyftari
keyrði yfir fótinn á honum. Hann
var frá vinnu í fjórtán mánuði vegna
slyssins og er metinn 40 prósent
öryrki í dag.
„Móttakan sem ég fékk á spítal-
anum og bara allt í kringum mig
leyfði mér ekki að fara. Ég sagði við
sjálfan mig að þetta fólk væri búið að
gera svo mikið fyrir mig að það væri
ósanngjarnt ef ég færi bara. Ég hef
samt aldrei verið á bótum eða hætt
að vinna.“
Fyrst bjó Yordan í Hnífsdal, sem
er hluti af Ísafjarðarbæ, en flutti til
Súðavíkur ásamt konu sinni sem þá
var komin til landsins þann 1. apríl
1998. „Við fluttum hingað 1. apríl upp
á grín. Við erum enn þá hérna, upp
á grínið.“
Hann taldi sig hæfan í slökkvi-
liðsstjórastarfið og gaf því kost á sér.
„Ég var í sérher úti í Búlgaríu og það
barst manna á milli að ég kynni að
gera þetta. Það voru auðvitað aðrir
á undan mér en allt í einu kemur
bara sá tími að margir eru fluttir frá.
Stundum á maður bara að taka við.“
„Mér finnst það sjálfum stundum
skrítið, að af öllum þessa stóra heimi
hafi ég valið þennan litla stað. En ég
er enn þá hérna og er ekkert á förum.
Í svona litlu samfélagi breytir engu
hvað þú heitir. Aðalmálið er að þú
komir þér að verki og hjálpir til.“
Yordan segir að þó hann hafi í
fyrstu ekki farið af því að honum
fannst hann skulda samfélaginu í
kjölfar slyssins, sé það ekki þann-
ig lengur. „Ég er búinn að vera hér í
nítján ár og hef í raun og veru unnið
lengur hér á Íslandi en úti í Búlgaríu.
Hann sé búinn að borga það sem gert
var fyrir hann en vilji gjarnan vera
hér áfram. snaeros@frettabladid.is
Veður
Litlar breytingar verða á veðri. Þó
fer heldur að draga úr vindi í kvöld.
Úrkoman verður að sama skapi bundin
við norður- og austurhluta landsins, en
þokkalega sólríkt ætti að vera í öðrum
landshlutum. Hiti að 15 stigum syðra
að deginum, en annars mun svalara.
Sjá Síðu 24
Haust í Hundasteinum
Fjórar sýningar að eigin vali
á besta verðinu.
Áskriftarkort
Borgarleikhússins
Vertu með
í vetur!
Miðasala
borgarleikhus.is
568 8000
Þakklátur Íslandi og
gerðist slökkvistjóri
Yordan Yordanov hefur búið á Íslandi í nítján ár. Hann ætlaði aldrei að setjast
hér að en fannst hann skuldbundinn samfélagi sem tók vel á móti honum.
Yordan Yordanov sést hér halda á skiltinu sem hangir í Raggagarði, skemmtigarði í
Súðavík. Hann er einn styrktaraðila garðsins.
orkumál Borútboð fyrir annan
áfanga Þeistareykjavirkjunar verður
auglýst á næstunni en um er að ræða
borun á allt að átta vinnsluholum á
núverandi vinnslusvæði.
Framkvæmdir við fyrsta áfanga
Þeistareykjavirkjunar (45 MW) hóf-
ust á vormánuðum með uppbygg-
ingu stöðvarhúss fyrir tvær aflvélar
og lagningu gufuveitu. Stefnt er að
því að rekstur hefjist í fyrsta áfanga
virkjunarinnar haustið 2017.
Unnið hefur verið að undirbúningi
jarðvarmavirkjunar við Þeistareyki
til fjölda ára. Öll leyfi fyrir allt að 100
MW virkjun á Þeistareykjum eru til
staðar og mat á umhverfisáhrifum
fyrir 200 MW virkjun liggur fyrir með
jákvæðu áliti Skipulagsstofnunar.
Samhliða útboði á borunum verð-
ur unnið að öðrum útboðum vegna
kaupa á búnaði til virkjunarinnar
sem og útvíkkun gildandi samninga
um kaup á viðbótarbúnaði fyrir
annan áfanga. – shá
Undirbúa átta
borholur
færeyjar Aksel V. Johannesen, for-
maður Jafnaðarflokksins í Færeyjum,
kynnti í gær nýja landstjórn sína, sem
er samsteypustjórn með Þjóðveldi og
Framsókn.
Stjórnarflokkarnir þrír hafa allir
haft fullveldi Færeyja á stefnuskrá
sinni og hyggjast nú gera breytingar
á stjórnskipan Færeyja, sem eigi að
tryggja Færeyjum fullveldi. Þetta á að
bera undir atkvæði í Færeyjum ekki
síðar en á árinu 2017.
Um fyrirhugaðar breytingar segir
í stjórnarsáttmála nýju stjórnarinnar:
„Ný stjórnskipan á að staðfesta að
Færeyingar fara með völdin í Fær-
eyjum. Lögin eiga að staðfesta og
skilgreina sjálfsákvörðunarrétt Fær-
eyinga, þar með að allur réttur til þess
að ákvarða þjóðréttarstöðu Færeyja
til framtíðar liggur hjá Færeyingum.“
Jafnaðarflokkurinn sigraði í kosn-
ingum til færeyska lögþingsins, sem
haldnar voru 1. september, og hlaut
fjórðung atkvæða og átta þingmenn,
en Þjóðveldi hlaut fimmtung atkvæða
og sjö þingmenn. Þriðji stjórnarflokk-
urinn er svo Framsókn, sem hlaut tvo
þingmenn í kosningunum.
Saman hafa stjórnarflokkarnir þrír
því 17 af 33 þingmönnum á færeyska
lögþinginu.
Aksel V. Johannesen tekur við af
hægri manninum Kaj Leo Johanne-
sen, sem hefur verið lögmaður í tvö
kjörtímabil samfleytt.
Varalögmaður nýju stjórnarinnar
er Høgni Hoydal, sem er formaður
Þjóðveldisflokksins. – gb
Nýja stjórnin
stefnir á
fullveldi
Aksel V. Johannesen er tekinn við af
Kaj Leo Johannesen sem lögmaður
Færeyja. NordicPhotos/AFP
Síðustu köstin Laxveiðitímabilinu í Elliðaánum þetta árið lauk í gærkvöldi. Mikill viðsnúningur varð frá í fyrra þegar veiði var með allra daprasta móti
og aðeins 457 laxar komu á land en 864 fiskar höfðu veiðst áður en þessir veiðimenn í Hundasteinum og aðrir í sömu erindagjörðum í ánum tóku til við
fluguveiðiköst á lokavakt sumarsins. Fréttablaðið/Pjetur
Segjum bara hreint
og beint að lífið var
ekki eins og eðlilegri mann-
eskju finnst að það ætti að
vera, á þeim slóðum sem ég
kem frá.
Yordan Yordanov slökkviliðsstjóri
1 6 . S e p t e m b e r 2 0 1 5 m I ð V I k u D a g u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a ð I ð
1
6
-0
9
-2
0
1
5
0
6
:0
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
4
5
-F
6
C
0
1
6
4
5
-F
5
8
4
1
6
4
5
-F
4
4
8
1
6
4
5
-F
3
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K