Fréttablaðið - 16.09.2015, Síða 6
Sa m f é l ag S t a r f s fól k St r æ t ó
er í óvissu um framtíð sína á
Hlemmi vegna skipulagsbreytinga
sem eru í vændum. Eftir sex vikur
stendur til að loka torginu.
Sonja Sigurjónsdóttir þjón-
ustufulltrúi og Árni Kjartansson,
öryggis- og húsvörður á Hlemmi,
segja starfsfólki haldið í óvissu.
Þau vísa einnig á bug gagnrýni
sem kom fram í Fréttablaðinu í
gær um að ferðamönnum sé ekki
veitt góð þjónusta á Hlemmi. En
Gunnlaugur Jósefsson ljósmynd-
ari á Hlemmi segir að margt hafi
breyst og úrbóta sé þörf.
Sonja hefur starfað við far-
miðasölu á Hlemmi í 15 ár. Hún
er orðin sjötíu og tveggja ára
og þekkir hvern krók og kima
sem strætisvagnar aka á land-
inu. Hún er snör í snúningum
og hnyttin í tilsvörum. Banda-
rísk hjón vilja kaupa miða með
strætó að Esjunni. Fram og til
baka? Þið viljið ekki vera þar að
eilífu? spyr Sonja og býður þeim
góða skemmtun.
„Þótt hlutverk mitt sé að selja
farmiða þá get ég ekki annað en
veitt þessa þjónustu líka. Það er
rangt að fólk fái ekki góða þjón-
ustu hér, ég er stundum að aðstoða
sama ferðalanginn í meira en tíu
mínútur. Á meðan bíða ef til vill
aðrir eftir því að kaupa farmiða.“
Árni segir blendnar tilf inn-
ingar fylgja því að Hlemmi verði
lokað. „Það er illa staðið að þessu
og mér finnst illa komið fram við
það fólk sem hefur starfað hér í
tugi ára.” – kbg
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
ré
tt
t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Tenerife
Frá kr. 79.900
m/allt innifalið
Netverð á mann frá kr. 79.900 m.v. 2-4 í íbúð/herbergi/stúdíó.
19. september í 7 nætur
Stökktu til
Skólamál Jóhannes Gunnar Bjarna-
son, íþróttakennari á Akureyri í
næstum þrjátíu ár, hefur þurft að
hætta störfum sökum álags á radd-
bönd. Ekki er langt síðan annar
íþróttakennari á Akureyri, Jóhanna
Einarsdóttir, þurfti að hætta kennslu
sökum raddleysis. Orsakir raddleysis
eru raktar beint til vinnuaðstæðna
íþróttakennara og vinnuaðstæður
þeirra ólíðandi að mati Valdísar
Ingibjargar Jónsdóttur, doktors í
talmeinafræðum. „Íþróttakennur-
um er gert að kenna undir óþolandi
aðstæðum í allt of stórum rýmum
með of mörg börn,“ segir Valdís.
„Fyrir mig er þetta eiginlega bara
áfall,“ segir Jóhannes. „Ég hef minn
metnað sem kennari og löngun til
að standa mig í vinnu. Þegar mitt
atvinnutæki bilar svona hressilega
með því að vera settur í ótímabund-
ið leyfi þá er það skellur fyrir mig.
Mér líður hreint út sagt illa yfir því
að vera heima eða mæla göturnar.“
Hann bætir við að þær vinnuað-
stæður sem honum er boðið upp á
séu óboðlegar. „Það er ekki hægt að
vera lengi með um 50 nemendur í
Íþróttahöllinni og á sama tíma með
20 fullorðna einstaklinga úr Verk-
menntaskólanum. Ég hef nefnt þetta
við bæjaryfirvöld en þar hafa menn
lokað eyrunum fyrir þessu vanda-
máli.“
Meðalstarfsaldur íþróttakenn-
ara á Íslandi í dag er tæp fimm ár.
Margir hverjir hrökklist úr starfi og
finni sér aðra vinnu þar sem álag á
heyrn og raddbönd eru eðlilegri.
Jóhannes hefur kennt í Íþróttahöll-
inni á Akureyri þar sem mennta-
skólanemar stunda leikfimi sína á
sama tíma og grunnskólabörnin.
Akureyrarkaupstaður hefur þannig
fengið leigutekjur frá ríkinu á sama
tíma og grunnskólanemendum er
kennt.
Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri
Akureyrarkaupstaðar, segir það
áfall að kennarar séu að detta út
vegna starfsskilyrða þeirra. „Þetta er
engu lagi líkt og við þurfum að skoða
það hvernig við dælum allt að sjötíu
börnum inn í Íþróttahöllina á sama
tíma. Þetta skapar mikil vandræði.
Við verðum að taka höndum saman,
öll sem eitt, og skoða hvernig við
getum gert þetta með sem bestum
hætti. Það verður verðugt verkefni á
næstunni,“ segir Soffía.
„Vinnuaðstæður langflestra
íþróttakennara eru ólíðandi og
óþolandi. Við erum að sjá ár eftir ár
stórslys hvað varðar rödd og heyrn
kennara. Við Íslendingar fljótum
sofandi að feigðarósi hvað varðar
hljóðvist og mannsæmandi skilyrði
við kennslu. Við erum illa að okkur
þegar kemur að hávaða og hljóði og
gerum okkur enga grein fyrir mikil-
vægi þess að hafa þessa hluti í lagi,“
segir dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir.
„Það sem skiptir meira máli er að það
er samband á milli streitu og hávaða
í vinnu sem veldur andlegri vanlíðan
kennara.“ sveinn@frettabladid.is
Starfsskilyrði íþróttakennara óþolandi
Tveir íþróttakennarar á Akureyri hafa hætt störfum á síðustu árum vegna þess að röddin hefur gefið sig. Doktor í talmeinafræðum segir
Íslendinga ekki vita nægilega mikið um hljóðvist og telur aðstæður íþróttakennara óþolandi. Fræðslustjórinn vill skoða málin vel.
Jóhannes hefur kennt íþróttir á Akureyri í næstum þrjá áratugi við góðan orðstír. Vinnuskilyrði hafa nú tekið sinn toll. Fréttablaðið/Auðunn
Íþróttakennurum er
gert að kenna undir
óþolandi aðstæðum í allt of
stórum rýmum með of mörg
börn.
Dr. Valdís Ingibjörg
Jónsdóttir
talmeinafræðingur
Við verðum að taka
höndum saman, öll
sem eitt, og skoða hvernig
við getum gert þetta með
sem bestum hætti. Það
verður verðugt
verkefni.
Soffía Vagnsdóttir,
fræðslustjóri Akur
eyrarkaupstaðar
Starfsfólk Strætó bíður ósátt og í óvissu
Árni Kjartansson, öryggisvörður á
Hlemmi, harmar framkomu við starfs-
fólk á torginu. Fréttablaðið/Stefán
Það er illa staðið að þessu og mér finnst illa komið
fram við það fólk sem hefur starfað hér í tugi ára.
Árni Kjartansson
öryggisvörður
Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael
Sve itar Stj ó r narm ál Eitt aðal-
mál borgarstjórnarfundar Reykja-
víkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar
Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um
að Reykjavík sniðgangi vörur frá
Ísrael á meðan hernám Ísraela á
landi Palestínumanna varir.
„Ég tel að borgin geti verið með
skýr skilaboð um það að borgin
muni ekki kaupa vörur af Ísrael á
meðan Ísraelar kúga aðra þjóð á
grundvelli kynþáttar og uppruna
og múra Palestínumenn inni,“ sagði
Björk fyrir afgreiðslu tillögunnar
sem var samþykkt á borgarstjórnar-
fundi í gær.
Halldór Halldórsson, oddviti
Sjálfstæðisflokksins í borgar-
stjórn, var efins um tilskilin áhrif
tillögunnar en Sjálfstæðisflokkur-
inn kaus ekki með henni.
Halldór sagði að hann væri þeirr-
ar skoðunar að frjáls viðskipti væru
besta leiðin til að tryggja friðinn.
„Það þarf að byggja brýr og við-
skipti eru eitt besta brúarkerfi sem
til er,“ sagði hann.
Gréta Björg Egilsdóttir, borgar-
fulltrúi Framsóknar og flugvallar-
vina, sagði að flokkurinn gæti ekki
greitt atkvæði með tillögunni þar
sem ekki væri búið að mynda heild-
ræna stefnu í málaflokknum.
Halldór Auðar Svansson, oddviti
Pírata, sagði að tillaga Bjarkar gæfi
hugsanlega fordæmi fyrir því að
innkaupastefna Reykjavíkur taki
tillit til mannréttindabrota úti í
heimi.
„Þessi gjörningur er fyrst og
fremst táknrænn,“ sagði S. Björn
Blöndal, formaður borgarráðs og
oddviti Bjartrar framtíðar. „[Til-
lagan] þykir mér friðsæl leið til að
mótmæla óréttlæti.“
Í lok fundar var
l a u s n a r b e i ð n i
B j a r k a r t e k i n
fyrir. Athygli vakti
að Áslaug Frið-
riksdóttir borgar-
f u l l t r ú i k a u s
gegn lausnar -
beiðni Bjarkar þar
sem mikil eftirsjá
væri að henni. – srs
Ég tel að borgin
geti verið með skýr
skilaboð um það að borgin
muni ekki kaupa vörur
af Ísrael á meðan Ísra-
elar kúga aðra þjóð á
grundvelli kynþáttar
og uppruna og múra
Palestínumenn inni.
Björk Vilhelmsdóttir,
borgarfulltrúi Samfylkingar
1 6 . S e p t e m b e r 2 0 1 5 m i Ð v i k U D a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a Ð i Ð
1
6
-0
9
-2
0
1
5
0
6
:0
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
4
6
-0
A
8
0
1
6
4
6
-0
9
4
4
1
6
4
6
-0
8
0
8
1
6
4
6
-0
6
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K