Fréttablaðið - 16.09.2015, Side 8

Fréttablaðið - 16.09.2015, Side 8
LögregLumáL Karlmaður braust inn í hjólhýsi í Fossvoginum og talið er að hann hafi búið þar um nokkurt skeið. Hjólhýsið er fyrir utan heimili eigandans, Margrétar Auðunsdóttur, og er lagt tæpum hálfum metra frá bílskúrnum. Margrét gengur því fram hjá hjólhýsinu á hverjum degi. Hún segir að orðið sem lýsi þessum manni best sé bíræfni. „Hann hefur hugsanlega verið í hjólhýsinu um nokkurt skeið. En honum tókst að leynast alveg ótrú- lega. Ég uppgötvaði þetta þegar ég opnaði hjólhýsið fyrir tæpum tveimur vikum og sá ummerkin eftir hann. Þá hringdi ég á lögregluna,“ segir Margrét. Margrét er mjög fegin að maðurinn hafi ekki verið í hjólhýsinu þegar hún opnaði dyrnar. „Sem betur fer. Því ef fólk er króað af veit maður ekki hvað það getur tekið til bragðs. Hann reiknaði þetta vel út. Það var dregið frá stórum hluta hjólhýsisins allan tímann og ég horfði inn í það reglu- lega. Hann passaði að það sæjust engin ummerki og dvaldi í litlu horni inni í hýsinu. Þetta vekur óneitanlega óhug og öryggisleysi.“ Hjólhýsið er afar skítugt og illa farið eftir veru mannsins. „Ég þarf að senda hjólhýsið í þrif og býst við að standa straum sjálf af þeim kostnaði. Hjólhýsið er tryggt en það er sjálfs- ábyrgð,“ segir Margrét og tekur fram að hjólhýsið hafi verið læst og vel vaktað af heimilismönnum. Hún hvetur því fólk til að líta vel eftir hjól- hýsum sínum. Benedikt Lund lögreglufulltrúi segir manninn vera þekktan í hverf- inu. „Þetta er vesalings maður sem ráfar um og fer í öll þau skýli sem hann finnur. Hann fór til dæmis í kofa sem börn byggðu sér og hafði aðsetur þar í smá tíma.“ Benedikt segir manninn ekki vilja þiggja aðstoð borgarinnar eða dvelja í gistiskýlum. „Það er lítið sem lögregl- an getur gert, nema hann sé ákærður fyrir húsbrot. En lögreglan er ekki með nein félagsleg úrræði. Það er ekki gott að eiga við svona mál.“ erlabjorg@frettabladid.is Braust inn í hjólhýsi og dvaldi þar Karlmaður tók sér bólstað hjólhýsi í Fossvoginum og dvaldi þar í leyfisleysi. Hann er þekktur í hverfinu fyrir að fara í hvert það skjól sem hann kemst í. Margrét á hjólhýsi af sambærilegri gerð og það sem sést á þessari mynd. Ég uppgötvaði þetta þegar ég opnaði hjólhýsið fyrir tæpum tveim- ur vikum og sá ummerkin eftir hann. Þá hringdi ég á lögregluna. Margrét Auðunsdóttir, íbúi í Fossvoginum Þetta er vesalings maður sem ráfar um og fer í öll þau skýli sem hann finnur. Hann fór til dæmis í kofa sem börn byggðu sér og hafði aðsetur þar í smá tíma. Benedikt Lund lögreglufulltrúi Brugðið á leik NICOTINELL FRUIT Ódýrasta Nicotinell lyfjatyggigúmmíið! Lyfjaauglýsing Nicotinell Fruit lyfjatyggigúmmí, inniheldur 2 eða 4 mg nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Ekki má nota Nicotinell Fruit ef þú reykir ekki eða ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefna lyfsins. Ráðlagður skammtur fer eftir því hversu háð/-ur þú ert reykingum. Þú skalt nota Nicotinell Fruit 4 mg ef þú ert með mikla nikótínþörf, reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring eða ef þér hefur ekki tekist að hætta að reykja með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Annars skaltu nota Nicotinell Fruit 2 mg ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggið hægt þar til finnst sterkt bragð, látið tyggigúmmíið hvíla á milli kinnar og tannholds, tyggið aftur þegar bragðið dofnar, endurtakið í um 30 mínútur. Ekki má kyngja lyfjatyggigúmmíinu. Í upphafi meðferðar skaltu venjulega nota eitt stk á 1-2 klst. fresti þegar þú finnur fyrir reykingaþörf. Venjuleg notkun er 8-12 stk í á sólarhring. Þú mátt ekki nota fleiri en 25 af 2 mg eða meira en 15 af 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Lengd meðferðar er einstaklingsbundin en varir yfirleitt í a.m.k. 3 mánuði, þá skal draga úr fjölda stk. smám saman. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 stk á sólarhring og er ekki mælt með notkun lengur en í 1 ár. Sumt reykingafólk gæti þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Leitaðu faglegrar ráðgjafar hjá lækni eða lyfjafræðingi ef þú getur ekki hætt að nota lyfið eftir eitt ár eða ef þér tekst ekki að fækka fjölda reyktra sígaretta eftir 6 vikur. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er tilbúinn til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing áður en þú notar Nicotinell því ekki er víst þú megir nota lyfið ef þú: hefur fengið einhverja hjarta eða æðasjúkdóma, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, ert með alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi, með magasár, gervitennur, barn á brjósti eða ert á meðgöngu. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ Nicotinell-Fruit-NEW-5x10 copy.pdf 1 12/08/15 13:18 Varið skot Enginn deilir um það að vandi flóttamanna er mikill. Það kemur þó ekki í veg fyrir að þeir geri sér glaðan dag þegar tími gefst til. Þessi flóttamaður á meðfylgjandi mynd var staddur Serbíumegin á landamærum Serbíu og Ungverjalands. Fréttablaðið/EPA 1 6 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 m I Ð V I K u D A g u r6 f r é t t I r ∙ f r é t t A b L A Ð I Ð 1 6 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 4 6 -1 E 4 0 1 6 4 6 -1 D 0 4 1 6 4 6 -1 B C 8 1 6 4 6 -1 A 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.