Fréttablaðið - 16.09.2015, Síða 13
norðurlöndin
1
2
3
Fátæktarmörk ekki
lengur viðmið
1dAnMörK Félagsmála- og innan ríkisráðherra Danmerkur,
Karen Ellemenn, hefur ákveðið
að hætt verði við að nota opinber
fátæktarmörk. Ráðherrann segir
of einhæft að miða við krónur og
aura þegar fátækt er mæld. Árið
2013 var ákveðið að fátæktarmörk
í Danmörku skyldu miðuð við
103.500 króna árstekjur eða rétt
rúmar tvær milljónir íslenskra króna.
Ellemann kveðst ekki geta komið í
veg fyrir að aðrir stjórnmálamenn og
samtök noti skilgreininguna.
Fíkniefnabarón neitar
að hafa þvættað peninga
2norEGur Gjermund Cappelen, sem hefur viðurkennt að hafa
flutt inn 25 til 30 tonn af hassi til
Noregs og þénað 125 milljónir
norskra króna, neitaði fyrir rétti í
gær að hafa þvættað peninga í Sviss
þótt hann ætti eignir þar. Cappelen
sagði við yfirheyrslu að smyglið á
hassinu hefði eingöngu verið mögu-
legt vegna samvinnu við yfirmann
hjá þeirri deild lögreglunnar sem
rannsakar skipulagða glæpastarf-
semi. Cappelen hefur ekki nafn-
greint neina aðra.
Hvarf flóttabarna
veldur áhyggjum
3SVÍÞJÓð Hvarf flóttabarna frá járnbrautarstöðinni í Malmö
í Svíþjóð veldur yfirvöldum
áhyggjum. Útlendingastofnun og
félagsmálayfirvöldum í Malmö
bárust um helgina fregnir af því að
tíu börn sem voru ein á ferð og von
var á til flóttamannabúða í Jägersro
hefðu aldrei komið þangað. Tals-
maður sænsku lögreglunnar sagði
að í besta falli hefðu ættingjar náð í
börnin. Í versta falli gætu þau hafa
lent hjá einhverjum sem ekki væri
hægt að treysta.
Tækifæri í september
Nóatúni 4 Sími 520 3000
www.sminor.is
SIEMENS - Þvottavél
WM 14E477DN
Vindur upp í 1400 sn./mín.
Tækifærisverð:
86.900 kr.
(Fullt verð: 108.500 kr.)
Orkuflokkur Tekur mest
SIEMENS -
Kæli- og frystiskápur
KG 36VUW20 (hvítur)
Útdraganleg „crisperBox“-skúffa.
„lowFrost“-tækni.
Stór „bigBox“-frystiskúffa. Hraðfrysting.
H x b x d: 186 x 60 x 65 sm.
Tækifærisverð:
74.900 kr.
(Fullt verð: 94.700 kr.)
Orkuflokkur Öryggisgler
SIEMENS - Bakstursofn
HB 634GCS1S (stál)
Stórt 71 lítra ofnrými. Innbyggður kjöt-
hitamælir. 13 hitunaraðgerðir, þar á
meðal 4D heitur blástur.
Tækifærisverð:
139.900 kr.
(Fullt verð: 179.900 kr.)
KjöthitamælirOrkuflokkur
SIEMENS -
Keramíkhelluborð
ET 645NE17
Með fallegum stálramma. Fjórar
hraðsuðuhellur. Snertisleði.
Tækifærisverð:
49.900 kr.
(Fullt verð: 64.900 kr.)
Barnaöryggi Breidd
s
SIEMENS - Ryksuga
VS 06B120
Orkuflokkur B. Parkett og flísar,
flokkur D. Teppi, flokkur E.
Útblástur A. Hljóð: 81 dB.
Fjögurra lítra poki.
Tækifærisverð:
19.600 kr.
(Fullt verð: 24.600 kr.)
Lamina - Hangandi ljós
H x b x d: 51 x 38 x 38 sm.
Tækifærisverð:
12.900 kr.
(Fullt verð: 16.900 kr.)
Beppe Grillo er í vondum málum vegna
ummæla sinna. NordicPhotos/afP
ÍtAlÍA Beppe Grillo, leiðtogi stjórn
málaflokksins Fimm stjörnu hreyf
ingin, þarf að greiða rúmar sjö millj
ónir króna í skaðabætur og gæti átt
yfir sér fangelsisvist fyrir meiðyrði.
Grillo gagnrýndi prófessor Franc
esco Battaglia fyrir stuðning hans við
kjarnorku. Á stjórnmálasamkomu
árið 2011 sagði hann að hann ætlaði
að sparka í afturendann á prófessor
Battaglia og hrekja hann úr sjónvarpi.
Battaglia segir að eftir ummæli
Grillo hafi honum borist ótal hótanir
og að bíll hans hafi verið eyðilagður.
Grillo óttast þó ekki hugsanlega
fangavist. „Ef [Sandro] Pertini og
[Nelson] Mandela fóru í fangelsi get
ég gert það fyrir réttlátan málstað
sem ég trúi á,“ sagði Grillo.
Fimm stjörnu hreyfingin mælist
næststærsti flokkur Ítalíu á eftir Lýð
ræðishreyfingu Matteo Renzi for
sætisráðherra en flokk Grillo hefur
gjarnan verið líkt við Besta flokkinn
í Reykjavík. – srs
Grillo gæti farið
í fangelsi
SVEitArStJÓrnir Íbúafundur sem
haldinn var í Landbúnaðarháskól
anum á Hvanneyri segir ákvörðun
sveitarstjórnar Borgarbyggðar um
að loka grunnskóladeild á staðnum
byggjast á röngum gögnum.
„Að auki er ákvörðunin tekin án
samráðs og í andstöðu við íbúa,“ segir
í ályktun íbúafundarins sem einnig
lýsti yfir „algjöru vantrausti“ á meiri
hluta sveitarstjórnarinnar.
„Það hefur sýnt sig það sem af er
kjörtímabili að meirihlutinn ber
ekki hag heildarinnar fyrir brjósti
og er ekki starfi sínu vaxinn. Röð illa
ígrundaðra ákvarðana af hans hálfu
hafa kostað sveitarfélagið mikla fjár
muni og mannauð, skapað úlfúð
og alvarlegan trúnaðarbrest,“ segir
í ályktunni þar sem farið er „fram á
að meirihluti víki úr sveitarstjórn og
hleypi fólki að sem er tilbúið til að
vinna af heilindum fyrir íbúa Borgar
byggðar“. – gar
Lýsa vantrausti á
sveitarstjórnina
Brotthvarfi grunnskóla á Hvanneyri er
harðlega mótmælt. fréttablaðið/Pjetur
Ef Pertini og Mand
ela fóru í fangelsi
get ég gert það fyrir réttlátan
málstað sem ég trúi á.
Beppe Grillo
F r é t t i r ∙ F r é t t A B l A ð i ð 11M i ð V i K u d A G u r 1 6 . S E p t E M B E r 2 0 1 5
1
6
-0
9
-2
0
1
5
0
6
:0
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
_
N
Ý.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
4
5
-F
6
C
0
1
6
4
5
-F
5
8
4
1
6
4
5
-F
4
4
8
1
6
4
5
-F
3
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K