Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.09.2015, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 16.09.2015, Qupperneq 24
 | 4 16. september 2015 | miðvikudagur Lífeyrissjóðirnir þurfa að vera virkari hluthafar og skipunartími stjórnar ætti að vera lengri en eitt ár. Þetta var meðal þess sem kom fram á morgunfundi sem Strat­ egía stóð fyrir á fimmtudaginn í síðustu viku með yfirskriftinni Hver má hvað? Á undanförnum árum hefur átt sér stað mikil vakning um breytta stjórnarhætti og á fund­ inum ræddi fjöldi sérfræðinga um hlutverk hluthafa, stjórnar og framkvæmdastjóra, og hvað mætti betur fara. Flóki Halldórsson, fram­ kvæmdastjóri Stefnis, telur að stofnanafjárfestar (lífeyris­ sjóðir, verðbréfasjóðir og trygg­ ingafélög) þurfi að vera virkir hluthafar. Undanfarin ár hafa stofnanafjárfestar komið mikið í stað einstaklinga. Lífeyrissjóðirn­ ir muni verða virkari við stjórnun þeirra fyrirtækja sem þeir fjár­ festa í þegar fram sækir. Flóki vék að þeirri hugmynd að hafa tilnefninganefndir, sem síðan var rædd í sófaumræðum á fund­ inum. Í máli Flóka kom fram að oft er einungis horft á kynjahlut­ verkið við samsetningu stjórnar. Aðrir mikilvægir þættir eins og þekking sem fyrirtækið vantar og starfsandi verði oft útundan. Þetta leiði til þess að hópurinn geti orðið of einsleitur. Elín Jónsdóttir, framkvæmda­ stjóri VÍB hjá Íslandsbanka, benti á að skipunartími stjórnar til aðeins eins árs í senn geti gert stjórnarmönnum erfitt fyrir, þar sem lengri tíma þarf fyrir stjórn­ armenn til að kynnast rekstri og rekstrarumhverfi félagsins. Stutti skipunartíminn getur leitt til þess að forstjórar og fram­ kvæmdastjórn séu of ráðandi og að stjórn gefist ekki færi á að rýna ákvarðanir forstjóra með virkum hætti. Elín tel ur nauðsyn legt að heil brigð tog streita sé á milli for­ stjóra og stjórn ar og að andrúms­ loft á stjórnarfundum bjóði upp á að allir stjórnarmenn geti rýnt og gagnrýnt. Við fundarlok var stjórnarseta fyrir og eftir hrun borin saman. Rætt var um aukið regluverk og gagnrýnt var að allur tími stjórnar færi nú í formsatriði og starfsmannastefnur. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, bar saman stjórnarhætti í Noregi og á Íslandi. Hún sagði að ekki væri jafn mikið gagnsæi og ekki jafn djúp upplýsingagjöf í kauphöllinni á Íslandi miðað við það sem er erlendis. Liv sagði einnig að mikilvægt væri að fólk sem ynni hjá sam­ keppnisaðilum væri ekki saman í stjórn annars fyrirtækis. Ráðstefn­ unni var slitið með þeim orðum að þörf væri á því halda ráðstefnu að ári um stjórnarhætti í opinbera geiranum. saeunn@frettabladid.is Lífeyrissjóðir þurfi að vera virkari hluthafar Huga þarf betur að samsetningu stjórnar fyrirtækja á Íslandi. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, telur að fólk sem vinnur hjá sam- keppnisaðilum eigi ekki að sitja saman í stjórn annars fyrirtækis. Stjórnendur Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA og stjórnarformaður Gildis lífeyrissjóðs, hélt opnunarerindið. Fréttablaðið/GVa Stuttur skipunar- tími stjórnar getur leitt til þess að for- stjórar og fram- kvæmdastjórar séu of ráðandi. Múlakaffi ehf. hagnaðist um 65 milljónir á síðasta ári. Rekstrar­ tekjur á árinu námu tæpum 867 milljónum króna og jukust um 42 milljónir milli ára. Múlakaffi á dótturfélögin GJ veitingar ehf., KH veitingar ehf. (75% hlutur) og Kvörnina ehf. sem er fasteignafélag. Megin­ starfsemi Múlakaffis og dóttur­ félaganna GJ veitinga ehf., KH veitinga ehf. og T veitinga ehf. felst í mötuneytis­ og veitinga­ rekstri ásamt veisluþjón­ ustu. Rekstrartekjur sam­ stæðunnar námu 2,2 milljörðum króna og hagnaðist samstæðan um tæpar 63 milljón­ ir á síðasta ári. Eignir samstæðunnar nema 847 milljónum og bók­ fært eigið fé í árs­ lok var rúmar 289 milljónir. Hand­ bært fé í árs­ lok nam tæpum 62 milljónum. Fjöldi ársverka á árinu 2014 var um 140. Arður var greiddur út að verðmæti 50 millj­ ónir króna vegna rekstrarársins. Samkvæmt ársreikningi félags­ ins er búist við að afkoman á árinu 2015 verði góð og stefnir í veltuaukningu á milli ára. Múla­ kaffi ehf. er í eigu Jóhannesar Guðvarðs Stefánssonar. Múlakaffi rekur einnig veislu­ réttaþjónustu og undirbýr mat fyrir smáa viðburði sem stóra. Múlakaffi rekur veitingastað í Hallarmúla, veisluþjónustu og mötuneyti fyrir fjölda vinnu­ staða. Dótturfyrirtæki Múlakaffis reka Nauthól annars vegar og Kolabrautina og Hörpudisk í Hörpu. – sg Múlakaffi með rúma tvo milljarða í veltu Nýir iPhone­símar, iPhone 6S og iPhone 6S plus voru kynntir þann 9. september síðastliðinn. Fyrstu símarnir verða seldir í Apple­búð­ um þann 25. september. Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Macland, segir að símarnir muni væntanlega koma sama dag  til allra söluaðila á Íslandi. Hörður telur mjög líklegt, þar sem sím­ arnir komu í lok október síðustu tvö árin, að  þeir  komi á sama tíma nú í ár. „Ég býst fastlega við  síman­ um öðrum hvorum megin við mánaðamótin október/nóvem­ ber,“ segir Hörður. Hann segist ekki vita hvað nýju iPhone­sím­ arnir muni kosta, en telur líklegt að þeir verði á svipuðu verði og áður. Forsala á símanum hefur gengið mjög vel. iPhone 6S Plus er nærri því uppseldur og sala á iPhone 6S gengur einnig vel. Talið er að símarnir hafi yfir helgina slegið sölumet síðasta árs þegar 10 milljón eintök af iPhone 6 og 6 Plus voru pöntuð fyrstu helgina.  Símarnir sem selst hafa í forsölu verða sendir úr verksmiðjum þann sama dag og síminn kemur í búðir vestan hafs en geta tekið allt að þrjár til fjórar vikur að skila sér til kaup­ enda. Því getur verið að Íslend­ ingar geti keypt sér nýjan iPhone á sama tíma og Bandaríkjamenn. – sg Vonast til að fá iPhone 6S til Íslands í október Nýr iPhoNe kyNNtur Nýjasti sími Apple hefur rokið út í forsölu. Fréttablaðið/Getty Jóhannes Guðvarður Stefánsson er eigandi Múlakaffis. Nærri 150 þekktir franskir hagfræðingar hafa mótmælt útnefningu François Villeroy de Galhau sem næsta seðlabanka­ stjóra Frakklands. Í grein sinni í franska dagblaðinu Le Monde í gær sögðust þeir telja að það að ráða fyrrverandi stjórnanda hjá bankanum BNP Paribas myndi skapa hagsmunaárekstra. BNP Paribas var árið 2012 þriðji stærsti banki heims. Villeroy de Galhau hefur hins vegar sann­ fært ríkisstjórnina um að ekki verði um hagsmunaárekstra að ræða. Forseti Frakklands, François Hollande, útnefndi Ville­ roy de Galhau sem næsta seðla­ bankastjóra þann 8. september síðastliðinn. Galhau á að taka við starfinu þann 31. október næst­ komandi. Núverandi seðlabanka­ stjóri, Christian Noyer, lætur af störfum í lok mánaðarins. Ríkis­ stjórnin á hins vegar enn þá eftir að samþykkja útnefningu Villeroy de Galhau. Í grein sinni biðla hagfræðing­ arnir, þeirra á meðal Thomas Piketty, höfundur Capital in the Twenty­First Century, og François Bourguignon, fyrrver­ andi aðalhagfræðingur Alþjóða­ bankans,  til stjórnmálamanna að hafna ákvörðun forsetans um útnefninguna. Þeim gefst tæki­ færi til að gera það á fundi við­ skiptanefndar þann 29. september næstkomandi. Vileroy de Galhau er vinstrisinnaður og vann um tíma hjá hinu opinbera, meðal annars sem starfsmannastjóri hjá Dominique Strauss­Kahn. Hann færði sig svo yfir í einkageirann og hóf störf hjá BNP Paribas árið 2003. Þar starfaði hann síðast sem aðstoðarforstjóri bankans þangað til í apríl á þessu ári. Hagfræðingarnir segja að það sé óhugsandi að maður geti unnið í bankageiranum og nokkrum mánuðum síðar komið að reglu­ gerð banka með óhlutdrægni og sjálfstæði. Þeir telja að hann muni ekki geta hugað að hags­ munum almennings. Í hlutverki sínu sem seðlabankastjóri Frakk­ lands mun Villeroy de Galhau einnig ákveða breytingu vaxta innan Evrópusambandsins. – sg Mótmæla útnefningu seðlabankastjóra Frakklands Nýr SeðlabaNkaStJóri François Vileroy de Galhau starfaði hjá BNP Paribas frá 2003 þangað til í apríl 2015. Fréttablaðið/aFP » 1 6 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 4 6 -2 8 2 0 1 6 4 6 -2 6 E 4 1 6 4 6 -2 5 A 8 1 6 4 6 -2 4 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.