Fréttablaðið - 16.09.2015, Side 28

Fréttablaðið - 16.09.2015, Side 28
Fólk| Ferðir ASSA DC200 Fyrir innihurðir í t.d. skrifstofubyggingum, hótelum ofl. Styrkur: EN 2-4, EN1154, CE merkt, vottuð til notkunar á brunavarnarhurðir. Verð: 7.130 kr. Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is DORMA TS83 Fyrir þungar hurðir og / eða álagshurðir (t.d. útihurðir fjölbýlishúsa). Styrkur: EN 3-6, EN1154, CE merkt, vottuð til notkunar í brunavarnarhurðir (allt að 120 mín., Certfire). Þýskt gæðamerki síðan 1908. Verð: 13.020 kr. ECO TS41 Fyrir innihurðir í t.d. skrifstofubyggingum, hótelum ofl. Styrkur: EN 1-4, EN 1154, CE merkt, vottuð til notkunar á brunavarnarhurðir. Verð: 10.912 kr. Hurðapumpur ABLOY DC250 Fyrir allar gerðir af hurðum. Léttir færslu hurðarinnar til muna og því sérstaklega hentug fyrir börn, aldraða og aðra sem ekki ráða yfir styrk til að opna hurð með venjulegri hurðapumpu. Styrkur EN 1-6. EN 1154, CE merkt, vottuð til notkunar á brunavarnarhurðir. Verð: 32.054 kr.* Í Vélum og verkfærum fást hurðapumpur í miklu úrvali. Viðurkennd vörumerki, CE merktar. Fagleg ráðgjöf og nánari upplýsingar hjá Vélum og verkfærum. *í silfur-lit með renniarmi átakalaus opnun Fólk er kynningarblað sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Það er hægt að gera margt skemmti­legt á ferðalögum erlendis annað en að liggja á strönd, skoða söfn og ráfa um skemmtigarða. Sífellt fleiri Íslendingar ferðast um heiminn og keppa í alls konar hlaupum, þar á meðal mara­ þonhlaupum. Meðal óvenjulegra mara­ þonhlaupa er rauðvínsmaraþonhlaupið í Medoc í Frakklandi sem haldið var fyrst fyrir rúmlega 30 árum. Unnar S. Hjaltason tók þátt í því árið 2012 en veturinn áður hafði sú hugmynd fæðst hjá honum og hlaupafélögum hans að gaman gæti verið að taka þátt í óvenjulegu maraþoni. „Þar sem helstu áhugamál okkar hafa verið langhlaup og rauðvínsdrykkja, í hófi auð­ vitað, þótti okkur tilvalið að slá þessu saman í eina allsherjar íþróttaupplifun.“ Hlaupafélagi Unnars forfallaðist þannig að hann og þáverandi eiginkona fóru ein í ferðina. „Eingöngu er tekið við skráningu 8.500 þátttakenda og er markmið hlaups­ haldara að allir hlaupararnir, hvort sem þeir eru fyrstir eða síðastir, upplifi stemninguna. Þannig eru allir leystir út með góðum gjöfum úr héraðinu og eru sumar hverjar afhentar á flöskum.“ Keppendur eru hvattir til að hlaupa í búningum og er ákveðið þema á hverju ári. „Sumir búninganna eru lítt til þess fallnir að hlaupið sé mjög hratt í þeim. Enda eru fæstir þarna til að reyna að slá bestu tíma sína heldur til að taka þátt í gleðinni og njóta þess sem upp á er boðið.“ Hlaupið er í gegnum 50 mismunandi plantekrur og öllum plantekrueigendum er mjög umhugað um að koma fram­ leiðslu sinni á framfæri. „Á leiðinni eru rúmlega 50 viðburðir og 28 drykkjar­ stöðvar. Fyrsta drykkjarstöðin er eftir aðeins 800 metra þannig að ég næstum missti af henni. Á leiðinni eru einnig 20 hressingarbásar þar sem finna má létt hlaupasnakk á borð við ostrur, hrá­ skinku, steikur, osta og ýmislegt fleira orkugefandi.“ nóg aF veitingum Að sjálfsögðu ráða hlauparar hvort þeir stoppa á öllum stöðvum en það er þó vel þess virði að prófa sem flest að sögn Unnars. „Til að gæta velsæmis og hóf­ semdar er oftast lítið rauðvín í glösunum en það eru þó engin takmörk fyrir því hversu mörg glös má fá sér. Já, og auð­ vitað er rétt að nefna það að einhvers staðar sá einhver vatn.“ Þau luku hlaupinu á 5 tímum og 23 mínútum. Í lok hlaups var búið að slá upp balli og fjölmargir sem höfðu lokið hlaupinu voru komnir á dansgólfið og byrjaðir að dansa eins og enginn væri morgundagurinn að sögn Unnars. „Við horfðum á þetta í forundran og skildum alls ekki hvernig þetta væri hægt. Áður en hálftími var liðinn vorum við komin út á þetta sama gólf og byrjuð að dansa eins og hinir og maraþonið var á þeirri stundu gleymt, a.m.k. tímabundið.“ Ef það er eitthvert hlaup sem Unnar væri til í að hlaupa aftur þá er það rauð­ vínshlaupið í Medoc. „Stemningin er ólýsanleg og leiðin og viðmótið allan tímann alveg frábært. Þar sem hlaupið er í september er hitastigið mjög gott fyrir sólþyrsta Íslendinga. Það var reyndar í heitara lagi þegar við vorum þarna en þá er bara að passa að drekka nóg af þeim vökva sem mótshaldarar eru duglegir að halda að hlaupurunum. Það má sannar­ lega segja þeim til hróss að þeir gæta þess að enginn ofþorni í hlaupinu.“  n starri@365.is Ostrur, hlaup Og nóg aF rauðvíni skemmtilegt hlaup Rauðvínsmaraþonhlaupið í Medoc í Frakklandi er meðal skemmtilegra maraþonhlaupa sem í boði eru. Hlauparar gæða sér á gómsætum veitingum, taka þátt í skrautlegum viðburðum og drekka eins mik- ið rauðvín og þeir geta innbyrt á 28 drykkjarstöðvum sem eru á leiðinni. berjaklasar á hlaupum Mikið er lagt upp úr líflegum búningum í hlaupinu. MYND/ÚR EINkASAFNI hlauparar Unnar S. Hjaltason (t.v.) ásamt hlaupa- félaga sínum, Gunn- ari Ármannssyni, á góðri stundu. MYND/ÚR EINkASAFNI 1 6 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 4 6 -0 F 7 0 1 6 4 6 -0 E 3 4 1 6 4 6 -0 C F 8 1 6 4 6 -0 B B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.