Fréttablaðið - 16.09.2015, Síða 29
eldhús
MIÐVIKUdAGUR 16. septeMbeR 2015
Kynningarblað
húsasmiðjan, IKeA,
elko og eirvík
Vörur Electrolux eru vel þekktar hér á landi en Electrolux selur vörur
sínar undir ý msum öðrum
vörumerkjum en Electrolux.
Má þar nefna AEG, Atlas, Elekto
Helios, Frigidaire, Kelvinator,
Philco og Zanussi. „Við bjóðum
upp á mjög breiða línu raftækja
frá Electrolux. Má þar nefna
eldavélar, ofna, örbylgjuofna,
uppþvottavélar, ísskápa, þvotta-
vélar og þurrkara og eru ýmsar
spennandi nýjungar að koma
fram,“ segir Auður Auðuns-
dóttir, starfsmaður í söludeild
Húsasmiðjunnar. „Hvað elda-
vélarnar varðar eru spanhellu-
borðin áberandi en þau eru mun
fljótari að hitna en hefðbundin
keramikhelluborð, spara orku
og eru þægilegri í notkun. Ker-
amikhelluborðin eru þó vitan-
lega á sínum stað ásamt hellu-
borðum með og án ramma,“
upplýsir Auður.
Fjölbreytt úrval ofna
Ofnarnir frá Electrolux eru mun
stærri en undanfarin ár. Þeir
eru allir 74 lítra en með sama
utanmál. Þeir eru jafnframt
allir með innbyggðum kjöthita-
mæli. „Þá erum við með gufu-
ofna sem eru alltaf að verða
vinsælli enda mjög gaman að
elda í slíkum ofni. Grænmet-
ið verður svo fallegt og sömu-
leiðis kjötið, kjúklingurinn og
jafnvel purusteikin sem verður
mjög stökk í gufunni,“ útskýr-
ir Auður, en hægt er að ákveða
gufustreymi frá 30-70 prósent-
um eftir því hvað er verið að
elda eða baka.
Auður segir jafnframt boðið
upp á örbylgjuofna í úrvali.
Allt frá sautján lítra einföld-
um ofni í „combi-ofn“ sem er
bæði örbylgjuofn og venjuleg-
ur ofn í einu en hann hentar vel
á stórum jafnt sem minni heim-
ilum. Mest seldu ofnarnir eru
að sögn Auðar einfaldir stál-
ofnar með kjöthitamæli. „Þeir
eru mjög auðveldir í þrifum. Í
þeim er jafn blástur og níu eld-
unarmöguleikar. Hurðargler-
ið er þrefalt í f lestum ofnun-
um en í þeim dýrari erum við
með fjórfalt gler og snertiskjá.
Þá erum við með ofna með „py-
rolitic“ hreinsun en hreinsun-
in virkar þannig að hitinn fer í
460 gráður sem brennir alla fitu
og óhreinindi. Hún brennir líka
óhreinindi í hliðum ofnhólfsins
og ofninn verður eins og nýr.“
Uppþvottavélar af ýmsum gerðum
Húsasmiðjan er með mikið
úrval af uppþvottavélum og
er hægt að fá þær bæði hvítar
og úr stáli. Þá fást vélar til að
byggja inn í innréttingar. Ein-
földustu uppþvottavélarnar
eru að sögn Auðar mjög vinsæl-
ar og á frábæru verði en upp-
þvottavélarnar eru frá 45 til
60 sentímetra á breidd. „Dýr-
ari vélarnar eru yfirleitt hljóð-
látari með tvöföldu vatnskerfi
en þá er heitara vatn í neðri
grind og vægara hitastig á efri,
þar sem gjarnan er viðkvæm-
ara leirtau. Í dýrari vélunum
er líka innbyggt ljós og hnífa-
paragrind fyrir ofan efri grind.
Sömuleiðis sjálfvirkt þvotta-
kerfisval sem metur óhreinind-
in og velur þvottakerfi sjálft.
Þá eru al lar uppþvottavél-
ar Electrolux með mjög góðri
þurrkun.“
Kæli- og frystiskápar
Breiddin í kæli- og frystiskáp-
um er ekki minni en þeir fást í
hvítu og stáli og frá 85 til 200
sentímetra á hæð. Þeir eru allir
vel innréttaðir og er auðvelt að
þrífa þá og breyta hillum. Þeir
eru hljóðlátir með orkunýtingu
A til A+. „Þá eigum við frysti-
kistur frá 103 lítrum til 500 lítra
frá Frigor,“ segir Auður.
Háfar og viftur
Háfarnir frá Electrolux eru sí-
vinsælir. Þeir eru frá 60 til 90
sentímetra á breidd og fást bæði
sem eyjuháfar og veggháfar.
Útdregnar þunnar viftur eru
líka alltaf vinsælar en þær eru
hljóðlátar og auðveldar í þrif-
um. „Þá erum við með viftur
sem fara beint undir skápa en
þær eru mikið teknar í sumar-
bústaði og lítil eldhús.“
Úrval smáraftækja í boði
Auður segir Húsasmiðjuna
líka bjóða upp á mikið úrval af
smáraftækjum frá Electrolux og
Russel Hobbs en reynslan hefur
sýnt að þau henta vel á íslensk-
um heimilum.
Hágæða keramikpönnur
og pottar frá Beka
Í Húsasmiðjunni fæst sömu-
leiðis húsbúnaður í úrvali og
nefnir Auður sérstaklega Beka-
potta og -pönnur sem eru á
góðu verði. „Þetta eru fallegir
hágæðapottar og -pönnur með
þykkum botni ásamt pönnum
sem mega fara í ofn sem er svo
vinsælt núna.“ Auður segir ker-
amikhúðunina frá Beka hina
nýju kynslóð húðunar.
„Beka er einn af frumkvöðl-
unum í þróun og notkun á ker-
amikhúðun án viðloðunar en
hún stuðlar að góðri og heilsu-
samlegri eldun. Húðin er um-
hverfisvæn af því að hún inni-
heldur ekki PTFE (teflon), PFOA
eða önnur kemísk efni. Ef húðin
rispast er hægt að nota pottana
og pönnurnar áfram á öruggan
hátt og gæðin haldast óskert,
ólíkt pottum og pönnum með
teflon-húðun. Notkunin er líka
hagkvæm enda ekki þörf á eins
miklum hita þar sem keramik-
húðin hitnar auðveldlega. Því
er yfirleitt hægt að nota helm-
ingi minni hita þegar um er
að ræða potta og pönnur með
keramikhúð en þegar eldað er
á teflonhúð.“
Úrval hreinlætis- og blöndunartækja
Í hreinlætistækjadeild Húsa-
smiðjunnar er boðið upp á
mikið úrval eldhúsvaska úr
stáli frá Reginox og Ukinox.
Þeir vinsælustu í dag eru að
sögn Auðar stórir og djúpir með
einu hólfi þar sem hægt er að
koma fyrir stærri hlutum. „Þá
er mikið úrval af fallegri hönn-
un í eldhúsblöndunartækjum
frá Damixa og Emmevi svo eitt-
hvað sé nefnt.“
Sérhæfð söludeild Electrolux í
versluninni í Skútuvogi
Auður bendir þeim sem vilja
kynna sér til hlítar hið fjöl-
breytta vöruúrval Electrolux á
sérhæfða söludeild með Electro-
lux-vörur í verslun Húsasmiðj-
unnar í Skútuvogi. „Þar gefur að
líta allar helstu vörur sem í boði
eru og hefur starfsfólkið feng-
ið þjálfun af hálfu þjónustu-
aðila Electrolux á Norðurlönd-
um. Með því að líta við í þessari
„verslun í verslun“ er auðvelt að
bera saman mismunandi tæki
og finna það sem hentar.
Við sérhæfum okkur í
ELECTROLUX RAFTÆKJUM
Húsasmiðjan er sölu-og þjónustuaðili Electrolux á Íslandi. Fyrirtækið rekur eigið raftækjaverkstæði og veitir fimm ára ábyrgð á
öllum Electrolux-heimilistækjum sem seld eru í verslunum Húsasmiðjunnar. Electrolux er næststærsti heimilistækjaframleiðandi í
heimi. Fyrirtækið er fjölþjóðlegt, aðalstöðvar þess eru í Stokkhólmi og starfsemi um allan heim.
Húsasmiðjan býður líka upp á búsáhöld og smærri raftæki í úrvali. Þar fást meðal annars
hágæða keramikpottar og pönnur frá Beka ásamt Aroma-pottajárnspottum, í fjórum
stærðum.
Húsasmiðjan býður upp á mjög breiða línu raftækja frá Electroulux. Má þar nefna eldavélar,
ofna, örbylgjuofna, uppþvottavélar, ísskápa, þvottavélar og þurrkara. Að sögn Auðar Auðuns-
dóttur, starfsmanns í söludeild Húsasmiðjunnar, eru ýmsar spennandi nýjungar að koma
fram.
Vaskarnir eru frá Reginox og Ukinox. Þeir
vinsælustu eru stórir og djúpir með einu hólfi
þar sem hægt er að koma fyrir stærri hlutum.
Kæliskáparnir frá Electrolux eru vel inn-
réttaðir.
Húsasmiðjan býður upp á breiða línu raftækja frá Electrolux en Electrolux er næststærsti
heimilistækjaframleiðandi í heimi. MYND/PJETUR
1
6
-0
9
-2
0
1
5
0
6
:0
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
4
6
-0
0
A
0
1
6
4
5
-F
F
6
4
1
6
4
5
-F
E
2
8
1
6
4
5
-F
C
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K