Fréttablaðið - 16.09.2015, Síða 58

Fréttablaðið - 16.09.2015, Síða 58
„Þetta er ævintýramynd í orðsins fyllstu merkingu. Það er gaman að þetta séu ekki bara allt glæpamyndir og ofbeldi í sveitinni,“ segir Kristófer Dignus sem hlaut nýlega styrk úr kvikmyndasjóði ásamt handritshöf- undunum Bergi Þór Ingólfssyni og Guðmundi Brynjólfssyni til þess að gera bíómynd úr barnasöngleiknum Horn á höfði, en þeir Bergur og Guð- mundur skrifuðu handritið að söng- leiknum. Söngleikurinn var frumsýndur árið 2009 og hlaut góðar viðtökur og sjálfur hefur Kristófer leikstýrt sjón- varpsþáttunum Fólkið í blokkinni, Drekasvæðið og mun leikstýra næsta áramótaskaupi. Hann segir myndina verða sann- kallaða ævintýramynd í stíl Harry Potter en með íslensku ívafi enda er handritið byggt á íslenskum forn- sögum. Eru sáttir með styrkinn Kristófer Dignus leikstýrir kvikmynd sem byggð er á barnasöngleiknum Horn á höfði og segir hana sannkallaða ævintýramynd. Bergur er annar handritshöfundur myndarinnar og Kristófer mun leikstýra en á myndina vantar Guðmund sem einnig skrifar handritið. Fréttablaðið/GVA Söngkonan Birgitta Haukdal getur núna bætt við sig titlinum barnabókahöf- undur þar sem hún gaf út sínar fyrstu bækur á dögunum. Hún segir að gat á barnabóka- markaðinum hafi orðið til þess að hún byrjaði að skrifa sjálf en sonur hennar er helsti innblásturinn. Sonur Birgittu vildi oft frekar að mamma sín segði honum sögu en að lesa bækur. „Mig langaði svo að hann hefði meira gaman af bókum og reyndi mikið að finna bækur sem voru ekki of barnalegar eða of flóknar. Mér finnst mikilvægt að börnin okkar lesi meira og eigi sér fyrirmyndir sem eru ekki Disney- prinsessur eða ofurhetjur heldur venjulegir krakkar. Þetta eru sögur úr daglegu lífi þar sem venjuleg íslensk stelpa er söguhetjan og hún ásamt bangsanum sínum er alltaf að læra og prófa eitthvað nýtt.“ Sonurinn innblásturinn MESta áSkorunin Er að finna krakkana, það vEgur MESt og þyngSt. þau vErða í ölluM SEnuM í Myndinni. 1 6 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 m I Ð V I K U D A G U r32Lífið 1 6 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 4 6 -1 9 5 0 1 6 4 6 -1 8 1 4 1 6 4 6 -1 6 D 8 1 6 4 6 -1 5 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.