Fréttablaðið - 04.05.2015, Page 14
4. maí 2015 MÁNUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR:
Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is.
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
ef keypt eru 10 stk.
– annars 50 kr. stk.
40
Veldu einhverja 10 ávexti á ávaxtamarkaði
Krónunnar og þú borgar...
Ert þú foreldri? Ertu eitthvað farin/n að
spá í sumarfrí? En hvað með sumarnám-
skeið fyrir börnin? Reiðnámskeið í tvær
vikur? En myndlistarnámskeiðið sem
allir eru að tala um að sé svo brilljant?
Ha, ekki? Þau fá allavega nýtt hjól, er það
ekki, og fara á klifur námskeið? Finnurðu
fyrir pressu? Þá er eins gott að þú sért
með góð meðallaun eða með gott tengsla-
net, að minnsta kosti ef þú vilt að þau fari
í sumarbúðir. Frístundakortið er ekki
hægt að nota fyrir svona styttri námskeið
og afþreyingu, skilurðu!
Á síðasta ári bjuggu um 2% lands-
manna, yfir 6.000 manns, við verulegan
skort á efnislegum gæðum. Í Hagtíðind-
um Hagstofunnar (2015:2) segir samt, og
sem betur fer, að það sé fátítt að börn á
Íslandi skorti lífsgæði – með einni undan-
tekningu þó en það er þátttaka barna í
reglulegri tómstundaiðju. Árið 2014 var
tæpur þriðjungur barna á Íslandi ekki í
reglulegu tómstundastarfi. Fjárhagsleg
afkoma foreldranna er breyta sem skiptir
máli í þessu samhengi en í fyrra voru 37%
barna í lægsta fimmtungi tekjudreifing-
arinnar ekki í reglulegri tómstundaiðju
samanborið við 18,5% í hæsta fimmt-
ungnum.
En hvað þýðir þetta þegar maður er tíu
ára og langar að taka þátt í tómstunda-
iðju með vinum sínum (sem fara svo
kannski til Spánar seinna í sumar)? Hvað
þýðir það að hafa ekki þann möguleika
og upplifa sig út undan? Og ekki bara
núna í sumar heldur líklegast líka næstu
ár? Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl
fátæktar og félagslegrar einangrunar
barna sem hefur varanleg neikvæð áhrif
á sjálfsmynd og sjálfstraust þeirra þannig
að þau komast við illan leik út úr víta-
hring aðstæðna.
Í fyrra aðstoðaði Hjálparstarf kirkj-
unnar um 5.900 einstaklinga sem búa við
fátækt. Við beinum sjónum okkar fyrst og
fremst að barnafjölskyldum með það að
markmiði að draga úr hættunni á félags-
legri einangrun og þá barna alveg sér-
staklega. Þess vegna veitum við styrki
til íþróttaiðkunar, tónlistarnáms og tóm-
stunda barna. Við erum að safna fyrir
verkefninu núna með því að selja gjafa-
kortið „Gleðilegt sumar“ í verslunum
Hagkaups. Viltu vera með og gefa barni
gleðilegt sumar? Fyrirfram þakkir!
Hjóla, sippa, synda, tvista …
HJÁLPARSTARF
Kristín
Ólafsdóttir
upplýsingafulltrúi
Hjálparstarfs
kirkjunnar
➜ Við beinum sjónum okkar fyrst
og fremst að barnafjölskyldum með
það að markmiði að draga úr hætt-
unni á félagslegri einangrun og þá
barna alveg sérstaklega.
E
f að líkum lætur munu forsetakosningar á næsta ári
snúast um málskotsréttinn. Við þurfum greiða leið til að
brúa gjár sem myndast milli þings og þjóðar. Sú leið má
ekki ráðast af duttlungum.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur ger-
breytt pólitíkinni. Breytingin varð þegar hann vísaði umdeildu
fjölmiðlafrumvarpi til þjóðarinnar með þeim rökum að gjá hefði
myndast milli þings og þjóðar. Frumvarpið fór aldrei í þjóðar-
atkvæði vegna þess að þáverandi ríkisstjórn sá í hendi sér að
lögin umdeildu yrðu ógilt og dró frumvarpið til baka. Síðan er
pólitíkin ekki söm.
Með þessu markaði forsetinn
tímamót, sem breyttu íslenskri
stjórnskipan í framkvæmd.
Hann virkjaði svokallaðan
málskotsrétt, sem margir töldu
byggjast á dauðum lagabókstaf
en er þó alveg skýr. Látum það
liggja milli hluta.
Síðan hefur forsetinn virkjað málskotsréttinn í tvígang, bæði
skiptin á sömu forsendu, að gjá hafi myndast milli þings og
þjóðar. Fyrrverandi ríkisstjórn var gerð afturreka med tvo Ice-
save-samninga, sem þjóðin hafnaði í kosningum. Víst er að engin
einstök mál urðu ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur erfiðari
viðfangs – á miklum erfiðleikatímum. Staðan var ofurviðkvæm.
Í því ljósi var inngrip forsetans djarfara en hið fyrra. For-
sendurnar, gjáin milli þings og þjóðar, voru fyrir hendi, um það
er ekki deilt. Forsetinn fór eftir reglunum sem hann setti sér
sjálfur þegar hann lífgaði við dauðan lagabókstaf um málskots-
rétt. Hann var samkvæmur sjálfur sér.
Nú eru í deiglunni nokkur stórmál þar sem augljós gjá er milli
þings og þjóðar. Það nýjasta er risaskref í átt að því að festa
í sessi eignarhald á makrílkvóta. Í frumvarpi sjávarútvegs-
ráðherrans er kvótinn festur til sex ára, sem þýðir að næsta
ríkisstjórn er bundin af lögunum, verði þau samþykkt. Það er
grundvallarbreyting í máli sem klýfur þjóðina, ef marka má
undirskriftirnar sem þegar eru komnar á þjóðareign.is og kann-
anir undanfarinna missera.
Við verðum að gera þá kröfu til stjórnvalda að þau séu sam-
kvæm sjálfum sér. Það á líka við um forsetann. Skoðun hans
sjálfs og tengsl við valdhafa í stjórnarráðinu mega ekki ráða
ferðinni. Ef undirskriftir verða álíka margar og í hin þrjú
skiptin sem hann hefur neitað að staðfesta lög á hann engan kost
annan en að vísa makrílfrumvarpinu til þjóðarinnar.
Skilyrði til að gera út hafa aldrei verið betri. Fiskverð á heims-
markaði hefur hækkað ár frá ári, langt umfram annað verðlag.
Gengið er lágt, afar hagfellt fyrirtækjunum. Lægstu laun í fisk-
vinnslu eru smánarblettur á samfélaginu. Því er holur hljómur í
kveinstöfunum sem alltof oft heyrast frá útgerð og fiskvinnslu.
Forsetinn færði okkur málskotsréttinn, nokkuð óvænt. Þjóðin
kunni að meta það og kaus hann aftur og aftur. Ætlar hann, einn
og sami maðurinn, að svipta okkur þessum sjálfsagða rétti? Það
yrði saga til næsta bæjar.
Nú reynir á forsetann:
Þjóðin vill
en þingið ekki
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
Úr tengslum
Baráttudagur verkalýðsins var haldinn
hátíðlegur í skugga mjög harðra deilna
á vinnumarkaði og nú stefnir í að í
kringum 100 þúsund manns verði
óstarfandi vegna verkfalla. Leiðtogum
stjórnarflokkanna var legið á hálsi
fyrir að vera ekki í tengslum við al-
menning eftir niðurstöðu könnunar
MMR þar sem skoðuð var afstaða til
persónueiginleika stjórnmálaleiðtoga.
Bjarni Benediktsson staðfesti
afstöðu svarenda þegar hann
skrifaði kveðju til launþega.
„Ég heyri forystuna segja að
stöðugleika verði ekki náð „á
kostnað launþega“. En hvað
með óstöðugleikann. Á hvers
kostnað skyldi hann verða,“
skrifaði Bjarni. Þarf að
segja eitthvað meira?
Lofar þjóðaratkvæðagreiðslu
David Cameron, forsætisráðherra Bret-
lands, stendur í ströngu en þingkosn-
ingar verða á fimmtudag. Miðað við
kannanir er líklegt að hvorki Verka-
mannaflokkurinn né Íhaldsflokkur
Cameron nái hreinum meirihluta og
þurfa því að reiða sig á minni flokka
til samstarfs eða til að verja ríkisstjórn
falli. Meðal þess sem kosningarnar
snúast um er vera Breta í Evrópu-
sambandinu. Cameron hefur heitið
þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð
sambands Bretlands og ESB fyrir
lok 2017. Kjósendur annars lands
hafa farið illa út úr því að kjósa
á grundvelli sambærilegra
loforða. Spennandi
verður að sjá
hvort Cameron
er meiri
maður orða sinna en stjórnmálamenn
í því landi.
Katrín forseti
Kosið verður um nýjan forseta Íslands
á næsta ári, nema hið ólíklega gerist
að Ólafur Ragnar Grímsson ákveði að
halda áfram. Meðal þeirra sem nefndir
eru sem frambjóðendur er Katrín
Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Katrín nýtur mikils persónufylgis þrátt
fyrir að það skili flokknum hennar
vægast sagt ekki nokkrum
sköpuðum hlut. Áhugavert
væri að sjá hvort Katrín næði
árangri ein þegar flokkurinn
og flokkssystkinin þvælast
ekki fyrir. Einhvern veginn er
það samt alltaf líklegast að
Ólafur ákveði bara að halda
áfram. fanney@frettabladid.is
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
8
-7
7
B
C
1
6
3
8
-7
6
8
0
1
6
3
8
-7
5
4
4
1
6
3
8
-7
4
0
8
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
5
6
s
_
3
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K