Fréttablaðið - 04.05.2015, Síða 18

Fréttablaðið - 04.05.2015, Síða 18
4. maí 2015 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 18TÍMAMÓT Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, LISELOTTE E. HJÖRDÍS JAKOBSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Hólmvaði 8a, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans 25. apríl síðastliðinn. Útförin fer fram föstudaginn 8. maí kl. 13.00 frá Árbæjarkirkju. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Holger Markus Hansen Iris Hansen Snorri Páll Davíðsson Sonja Hansen Bragi Þór Bjarnason Laufey María og Eyrún Sara Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN KRISTINSDÓTTIR kjólameistari, Hólmgarði 42, Reykjavík, andaðist á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut miðvikudaginn 22. apríl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 5. maí kl. 13.00. Ægir Ingvarsson Ásta Dóra Valgeirsdóttir Örn Ingvarsson Hildur Halldórsdóttir Björk Ingvarsdóttir Trausti Hallsteinsson Sigurbjörg Ingvarsdóttir Sigurður Rúnar Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARÍA FRIÐRIKSDÓTTIR Sólvöllum 13, Selfossi, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Eir að morgni þriðjudagsins 21. apríl, verður jarðsungin frá Selfosskirkju miðvikudaginn 6. maí klukkan 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hafþór Magnússon Sólveig Höskuldsdóttir Einar Baldvin Sveinsson Jóna Sólmundsdóttir Guðný María Hauksdóttir Kristín Fjóla Bergþórsdóttir Guðmundur Örn Böðvarsson og barnabörnin öll. MERKISATBURÐIR 1106 Jón Ögmundsson er vígður fyrsti biskup- inn á Hólum. 1672 Loðvík 14. ræðst inn í Holland. 1899 Kristilegt félag ungra kvenna, KFUK, stofnað á Íslandi. 1916 Bretar brjóta Páskauppreisnina á Írlandi á bak aftur. 1967 Breskur togari í haldi vegna landhelgisbrots siglir úr höfn í Reykjavík með tvo íslenska lögregluþjóna um borð áleiðis til Bretlands. Hann næst síðar um daginn. 1992 Uppþot verða í Los Angeles í kjölfar þess að á myndband næst hvernig lögreglumenn ganga í skrokk á Rodney King. 1997 Alþjóðlegi efnavopnasamningurinn tekur gildi og skyldar aðilaríki til að hætta þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efna- vopna. 2005 Sýrlendingar yfirgefa Líbanon eftir að hafa haft hernaðar- lega viðveru þar í 29 ár. 2011 Stórt brúðkaup er haldið í London þegar Vilhjálmur prins gengur að eiga Katrínu Elísabet Middleton. Rögnvaldur Þorleifsson læknir, ásamt fleira starfsfólki á Borgarspítalanum, græddi hönd á stúlku þennan dag árið 1981. Slíkt var einsdæmi hér á landi. Stúlkan hafði lent í vinnuslysi í hausningavél í söltunarstöð Miðness hf. í Sandgerði. Hægri hönd hennar fór nær alveg af rétt ofan við úlnlið. Svo heppilega vildi til að héraðslæknir var staddur í Sandgerði og bjó hann um sár stúlkunnar til bráðabirgða. Hún var síðan flutt í snarhasti á Slysadeild Borgar- spítalans og var þar í aðgerð á skurðar- borðinu langt fram á nótt eða samtals í fjórtán klukkustundir. Strax eftir að hún vaknaði gat stúlkan hreyft fingur hægri handar og var hin hressasta. ÞETTA GERÐIST: 4. MAÍ 1981 Hönd var grædd á stúlku á Íslandi Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, fagnar tuttugu ára afmæli sínu í ár og stendur fyrir tónleikum í tilefni þess. „Neistinn hefur tvenns konar tilgang. Annar er sá að styðja við og styrkja hjartveik börn og ungmenni félagslega. En hlutverk félagsins er einnig að veita fjölskyldum hjartveikra barna fjárhagsstuðning,“ segir Karl Roth, varaformaður Neistans. „Fjölskyldur barna með hjartagalla þurfa margs konar stuðning. Félags- lega hliðin er gríðarlega mikilvæg enda er mikill styrkur sem fylgir því að vera í kringum fólk í svipaðri stöðu,“ segir Karl. Hann segir þó fjár- hagslegan stuðning ekki síður mikil- vægan. „Mörg börn verða að fara til útlanda í aðgerðir og oft verður tals- vert vinnutap hjá foreldrum. Einnig er mikill peningur sem fer í ferðalög og aðgerðir og svo eru margir sem búa úti á landi og verða að ferðast reglulega í bæinn, með tilheyrandi vinnutapi og fjárútlátum,“ segir Karl. Tónleikarnir sem félagið stendur fyrir eru haldnir til að vekja athygli á félaginu og til að safna peningum til styrktar börnunum í leiðinni. Félagið fagnar stórafmælinu með tónleikum fimmtudaginn 7. maí. „Þeir verða haldnir á Café Rosenberg klukk- an hálfníu. Fimm tónlistarmenn stíga á svið og við köllum þá Fimm karlar á palli,“ segir Karl. Þar koma fram Skúli mennski, Bjartmar Guðlaugs- son, Teitur Magnússon, Jóhann Helga- son og KK. Ásamt því að standa fyrir tónleikum gefur félagið út geisladiskinn „Komdu kisa mín“. „Diskurinn skartar lögum eftir Jóhann Helgason við þekktar kisuvísur sem komu út á vínil árið 1982 en hefur verið uppseldur í lang- an tíma. Diddú syngur lögin og Ragn- hildur Gísladóttir sér um bakraddir og útsetningu á lögunum,“ segir Karl. Diskurinn verður til sölu á tónleikun- um og hjá félaginu. Allur ágóði rennur til styrktar hjartveikum börnum. „Við vonumst til að þessi diskur rati inn á hvert heimili,“ segir Karl. -ag Styrkja hjartveik börn og fj ölskyldur þeirra Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, heldur upp á tuttugu ára afmæli sitt með tón- leikum og útgáfu á geisladiski og safnar um leið fyrir fj ölskyldum barna með hjartagalla. STÓRAFMÆLI FÉLAGSINS Karl segist vonast til að hljómplatan til styrkar félaginu rati inn á öll heimili. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Einnig er mikill pen- ingur sem fer í ferðalög og aðgerðir og svo eru margir sem búa úti á landi og verða að ferðast reglulega í bæ- inn, með tilheyrandi vinnu- tapi og fjárútlátum. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 8 -D 0 9 C 1 6 3 8 -C F 6 0 1 6 3 8 -C E 2 4 1 6 3 8 -C C E 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 5 6 s _ 3 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.