Fréttablaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 19
BARNAHÁTÍÐ Í REYKJANESBÆ Barnahátíð verður haldin í níunda sinn í Reykjanesbæ 7.-11. maí. Boðið verður upp á margs konar viðburði fyrir börn og foreldra. Söfnin í bænum, leik- og grunnskólar ásamt öðrum stofnunum sem og íþróttafélög, tómstundafélög og menn- ingarfélög taka virkan þátt í hátíðinni. Uppáhaldsherbergi Lindu Benediktsdóttur í húsinu hennar er eldhúsið. Það er staðurinn sem fólk leitar í að vera á þegar það kemur í heimsókn. „Hjarta heimilisins slær einfaldlega í eldhúsinu. Auk þess er helsta áhugamál mitt að baka makkarónur og ég hef gaman að því að deila afrakstrinum á Facebook-síðunni minni Franskar Makkarónur.“ Áttu þér einhvern uppáhaldshlut? Hrærivélin er í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér finnst æðislegt að vera í eldhúsinu og útbúa kræsingar fyrir fjölskyld- una. Ég geri mjög mikið af því að baka og geri það oft þegar mig langar að gera eitthvað skemmtilegt heima. Hugsar þú mikið um hönnun heimilisins? Já, mér finnst mikilvægt að heimili séu vel hönnuð. Það er mikill kostur að mínu mati þegar eldhúsið er opið, það eykur flæðið á heimilinu. Góð hönn- un á heimilinu gerir heimilislífið mikið líflegra og skemmtilegra. Hvernig stíl ertu hrifnust af? Ég er mjög mikið fyrir einfaldan og stílhreinan stíl. Svart, hvítt og viður í bland við milda liti. Ég er svo með lifandi plöntur til þess að auka hlýleika og gefa heimilinu ferskan blæ. Það er líka gaman að hafa gamla muni sem hafa erfst í gegnum fjölskylduna, það gefur heimilinu karakter. Ertu mikið fyrir að breyta? Já, það er gaman að færa til hluti á heimilinu og finna nýja uppröðun á hlutum. Oft verð ég alveg ástfangin af breyting- unum og skil hreinlega ekki af hverju ég hafði ekki haft hlutina svona fyrr. Síðan verð ég leið á þeirri uppröðun og geri eitthvað nýtt. Set gömlu hlutina ofan í skúffu og tek aðra hluti upp sem hafa verið í pásu. Þannig nær maður að endurnýta hlutina svolítið. Hvernig skreytir þú heimilið þitt? Ég er ekki mikið fyrir skraut eða að hafa mikið af hlutum uppi í einu. Þegar ég geri heimilið mitt sérstaklega fínt þá kaupi ég afskorin blóm og set í fallega blóma- vasa. Hvað var síðast keypt fyrir heimilið? Síðustu kaupin voru flísar á forstofu og baðherbergin. Við keyptum okkur fokhelt hús 2013 og fluttum inn í það hálfklárað tveimur vikum áður en sonur okkar fæddist. Við höfum síðan þá verið að vinna í að klára húsið og gera það fínt. Hvað langar þig helst í? Það á mikið eftir að kaupa inn af nauðsynlegum hlutum á heimilið, til dæmis gólflista. En af þessum fínu en ekki svo nauðsynlegu hlutum þá dreymir mig um að eignast stringhillu inn í eldhús. Louis Poulsen-lampar HJARTAÐ SLÆR Í ELDHÚSINU FALLEGT HEIMILI Linda Benediktsdóttir keypti fokhelt hús fyrir einu og hálfu ári. Hún hefur síðan dundað sér við það að gera húsið fallegt. SMEKKKONA Linda á fallegt heimili og lítinn son sem er gull- molinn í lífi hennar. MYNDIR/VALLI 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 9 -3 3 5 C 1 6 3 9 -3 2 2 0 1 6 3 9 -3 0 E 4 1 6 3 9 -2 F A 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 5 6 s _ 3 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.