Fréttablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 2
1. maí 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
SAMFÉLAG Síðustu vikur hefur
Guðrún Einarsdóttir, 92 ára elli-
lífeyrisþegi, barist fyrir bættum
réttindum eldri borgara landsins.
Hún mótmælti því að lífeyrisþeg-
ar missi lífeyri þegar þeir dvelja
langdvölum á sjúkrastofnun
eða dvalarheimili og hélt blaða-
mannafund á heimili sínu þegar
það var hlutskipti hennar sjálfrar.
Guðrún heldur baráttu sinni
áfram og vill að greiðsluþátttöku
aldraða verði breytt þannig að
aldraðir haldi fjárhagslegu sjálf-
stæði og greiðslur vasapeninga
lagðar af. Þá vill hún að stofn-
að verði embætti umboðsmanns
aldraðra sem gæti hagsmuna
þeirra.
„Nú er ég mætt hingað í ráðu-
neytið með vinalega áminningu
til ráðherra, ég fæ reyndar ekki
að hitta hana heldur Matthías,
aðstoðarmann hennar,“ segir
Guðrún þar sem hún bíður á bið-
stofu í ráðuneytinu. Með henni
í för er Sigrún Huld Þorgríms-
dóttir öldrunarhjúkrunarfræð-
ingur, sem hefur ákveðið að veita
Guðrúnu liðsinni í baráttunni. „Í
gegnum Guðrúnu hef ég kynnst
því hvernig stjórnvaldið vinn-
ur og sé þörf á breytingum. Það
gengur ekki að hafa málefni aldr-
aða í tveimur ráðuneytum á herð-
um tveggja ráðherra.“
Þingsályktunartillaga liggur
fyrir Alþingi um stofnun emb-
ættis umboðsmanns aldraðra og
Guðrúnu er umhugað um að til-
lagan verði tekin alvarlega en
hugmyndin er ekki ný af nálinni.
Á Alþingi veturinn 1996-1997
flutti Guðmundur Hallvarðsson
tillögu um stofnun þessa emb-
ættis. Árið 2007 samþykkti Félag
eldri borgara ályktun um að eldri
borgarar fengju umboðsmann.
„Bág staða aldraðra er auð-
mýkjandi og hana þarf að leið-
rétta og hananú, ég vitna í orð
Páls Matthíassonar, forstjóra
Landspítala. Það vantar fimm
hundruð rými á næstu fimm
árum. Við verðum að berjast,
því við verðum öll gömul, er það
ekki?“ segir Guðrún sem hefur
fylgst vel með fréttum af stöðu
aldraðra sem geta ekki útskrifast
af spítölum vegna úrræðaleysis.
Matthías Imsland opnar hurð
til hálfs. „Guðrún,“ kallar hann
hvellt og boðar hana til sín. Hún
fær aðstoð Sigrúnar Huldar við
að komast inn ganginn og í fund-
arherbergið. Hún hefur ekki enn
fengið sérstaka ökklaskó sem hún
sótti um að fá fyrir meira en mán-
uði og þarf því ríkan stuðning.
Á fundinum lagði Guðrún svo
fram kröfu sína og áminningu.
„Ég bað um að þetta yrði leiðrétt
1. júlí og leiðrétt aftur í tímann
það sem hefur verið tekið af.“
kristjanabjorg@frettabladid.is
Mætti í ráðuneytið
og áminnti ráðherra
Guðrún Einarsdóttir, 92 ára ellilífeyrisþegi, mætti í velferðarráðuneytið með velvilj-
aða áminningu til Eyglóar Harðardóttur ráðherra um mál sem brenna á öldruðum.
Vill að aldraðir geti haldið fjárhagslegu sjálfstæði og vasapeningar verði lagðir af.
FÉKK EKKI AÐ HITTA RÁÐHERRA Guðrún, sem hefur barist ötullega fyrir mál-
efnum eldri borgara, fékk ekki að hitta ráðherra en bar aðstoðarmanni hennar,
Matthíasi Imsland, vinsamlega áminningu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Bág staða aldraðra er
auðmýkjandi og
hana þarf að leiðrétta
og hananú.
Guðrún Einarsdóttir
ellilífeyrisþegi
STJÓRNMÁL Minnihluti stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefndar telur að
afskipti Hönnu Birnu Kristjáns-
dóttur, fyrrverandi innanríkis-
ráðherra, af rannsókn lekamálsins
hafi verið alvarleg og í hæsta máta
ámælisverð með vísan til laga um
ráðherraábyrgð. Minnihlutinn
telur ekki for-
sendur til frek-
ari skoðunar á
þeim þætti máls-
ins.
Minnihluti
nefndarinnar
gerir alvarleg-
ar athugasemd-
ir við upplýs-
ingagjöf Hönnu
Birnu, í skriflegum svörum, í þing-
sal og fyrir nefndinni.
Hlutverk nefndarinnar var ann-
ars vegar að skoða misvísandi upp-
lýsingagjöf Hönnu Birnu meðan
Minnihluti stjórnskipunarnefndar telur ekki forsendur fyrir frekari skoðun:
Gerir alvarlegar athugasemdir
ALVARLEGAR
ATHUGA-
SEMDIR
Ögmundur
Jónasson er
formaður
nefndarinnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HANNA BIRNA
KRISTJÁNSDÓTTIR
á málinu stóð og hins vegar að
leggja mat á samskipti hennar við
lögreglustjórann á höfuðborgar-
svæðinu.
Minnihlutinn telur að upplýs-
ingagjöf Hönnu Birnu og yfir-
lýsingar hafi verið til þess fallin
að draga mál hennar óþarflega á
langinn.
Telur hann að afsögn Hönnu
Birnu hljóti að teljast ákveðinn
lokapunktur í málinu hvað þing-
lega ábyrgð og ráðherraábyrgð
varðar.
Þá standa eftir þættir í sam-
skiptum hennar við lögreglustjór-
ann á höfuðborgarsvæðinu.
- srs
VÍETNAM Hermenn marseruðu í skrúðgöngu í gær. Tilefnið var að
fjörutíu ár eru liðin frá falli Saigon, þegar norðurvíetnamskar her-
sveitir ásamt suðurvíetnömskum bandamönnum hertóku Saigon árið
1975. Það markaði endalok Víetnamsstríðsins sem staðið hafði um ára-
tugaskeið. - vh
Hermenn marseruðu í skrúðgöngu í Ho Chi Minh í Víetnam:
Fjörutíu ár liðin frá stríðslokum
MARSERAÐ Mikil hátíðahöld voru í Víetnam í gær þegar 40 ár voru liðin frá Falli
Saigon. NORDICPHOTOS/GETTY
MENNTAMÁL Jón Pétur Ziemsen
hefur var ráðinn skólastjóri Rétt-
arholtsskóla en hann hefur starfað
við skólann frá árinu 1998 og sem
aðstoðarskólastjóri við skólann
síðastliðin 8 ár. Sautján umsækj-
endur voru um stöðuna.
Fréttablaðið sagði frá því í síð-
ustu viku að nemendur við skól-
ann hefðu afhent Ragnari Þor-
steinssyni, sviðsstjóra skóla- og
frístundasviðs Reykjavíkurborg-
ar, stuðningsyfirlýsingu lang-
flestra nemenda skólans sem eru
um 300 talsins, þar sem skorað
var á sviðið að ráða Jón Pétur sem
skólastjóra. - vh
Sautján sóttu um stöðuna:
Jón Pétur ráð-
inn skólastjóri
KJARAMÁL „Við sjáum svolítið hvað
er fram undan í dag. Starfsgreina-
sambandið komið í verkföll og búið
að leggja niður fyrir sér hvernig það
ætlar að halda áfram. Flóabandalag-
ið og verslunarmenn hafa slitið við-
ræðum hér til að undirbúa aðgerðir
og ég held að þetta sé grafalvar-
leg staða sem upp er komin,“ sagði
Magnús Pétursson ríkissáttasemjari
í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Allsherjarverkfall sextán stétt-
arfélaga á landsbyggðinni hófst
á hádegi í gær og stóð til mið-
nættis. Ríkissáttasemjari segir að
hann hafi ekki séð kjaraviðræður
í öðrum eins hnút frá því hann tók
við embætti. Ef samningar náist
ekki á næstu vikum stefni í að um
eitt hundrað þúsund manns verði í
verkfalli undir lok maí. Í gær var
haldinn málamyndafundur hjá
ríkissáttasemjara með fulltrúum
Starfsgreinasambandsins og Sam-
taka atvinnulífsins. Þó að jákvæðni
hefði gætt eftir fundinn þá er ljóst
að langt er í land.
Magnús tók við embætti árið 2008
og lætur af embætti í lok maí. Hann
segir stöðuna nú þá erfiðustu sem
hann hafi séð. „Já, ég held að það
megi segja að þetta sé erfiðasta
staðan,“ Þá séu opinberir starfs-
menn innan BHM í verkfalli, samn-
ingar BSRB hafi runnið út í dag og
deilum fjölgi. Brýnt sé að ná samn-
ingum. „Ég held að það yrðu margir
hugsi ef hér yrðu komin yfir hundr-
að þúsund manns í verkföll í lok
maímánaðar. Ég held að það sé afar
alvarleg staða ef svo færi. Ef svo illa
færi,“ segir Magnús. - hmp
Lítið þokast í kjaraviðræðum og ríkissáttasemjari segir stöðuna þá erfiðustu síðan hann tók við:
Gæti stefnt í 100 þúsund manna verkfall
Í HNÚT Illa gengur að semja og ljóst að
enn er langt í land. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SLYS Bifreið var ekið á ljósastaur
við Miklubraut til móts við Skeif-
una á tólfta tímanum í gær. Tveir
voru fluttir með sjúkrabíl á slysa-
deild; fullorðinn einstaklingur
og barn en þau hlutu minniháttar
áverka.
Samkvæmt upplýsingum frá
slökkviliðinu á höfuðborgar-
svæðinu var sendur tækjabíll á
staðinn þar sem ljósastaurinn
lagðist í jörðina en rafmagn var á
staurnum.
Fulltrúar frá Orkuveitu
Reykjavíkur voru einnig kallaðir
til vegna málsins.
- ak, vh
Tveir með minniháttar meiðsl:
Bílstjóri ók á
ljósastaur
VEÐUR
Austan og norðaustan 5-13 m/s
norðan- og austanlands í dag , dálítil
snjókoma eða él og hiti um frostmark.
Hægari vindur og yfirleitt þurrt á Suður-
og Vesturlandi, þar fer hitinn í 1 til 7 stig
yfir daginn.
3°
0°
3°
-0°
-2°
8
2
2
1
2
SJÁ SÍÐU 30
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
Niðurfellanleg
hliðarborð
VELDU
GRILL
SEM EN
DAST
OG ÞÚ
SPARA
R
Opið til kl. 16 á laugardag
PTS
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
9
-B
3
B
C
1
6
3
9
-B
2
8
0
1
6
3
9
-B
1
4
4
1
6
3
9
-B
0
0
8
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
6
4
s
_
3
0
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K