Fréttablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 8
1. maí 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 ATVINNULÍF Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands er atvinnuþátt- taka fólks á aldrinum 16-74 ára 81 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2015. Rúmlega 187 þúsund manns eru á vinnumarkaðinum, en þeim hefur fjölgað um rúm fimm þúsund milli ára og hefur því orðið 1,6 prósenta aukning á vinnumarkaði. Atvinnuþátttaka kvenna var tæp 80 prósent en karla 84 pró- sent. Á vinnumarkaði teljast bæði þeir sem eru starfandi og atvinnu- lausir. Á fyrsta ársfjórðungi 2015 voru um átta þúsund atvinnulaus- ir, eða 4,3 prósent vinnuaflsins. Hlutfall milli kvenna og karla var nokkuð jafnt. - ag Atvinnuþátttaka orðin meiri: Aukning á vinnumarkaði 1. Hvað vantar mörg hjúkrunarrými fyrir aldraða á næstu fi mm árum? 2. Hvaða framhaldsskóli reynir að fá undanþágu vegna þriggja ára náms? 3. Hvað eru mörg fasteignafélög komin í Kauphöllina? SVÖR:1. Fimm hundruð. 2. MR. 3. Þrjú. FERÐAÞJÓNUSTA Hugmyndir um að uppbygging ferðamannastaða verði sett á fjárlög og því ekki fjármögn- uð með sérstakri gjaldtöku stjórn- valda á næstu misserum falla í góðan jarðveg hjá Samtökum ferða- þjónustunnar (SAF). Grímur Sæmundsen, formaður SAF, segir að þetta útspil stjórn- valda eigi samhljóm með tillögum samtakanna í umsögn við frum- varp um náttúrupassa, en eins og kunnugt er mætti málið mikilli andstöðu hagsmunaaðila jafnt sem stjórnarþingmanna og stjórnarand- stöðu. Náttúrupassinn virðist því úr sögunni. „Ef það skref verður stigið núna að ríkið fjárfestir beint í innviðum en jafnframt að fyrirtækin geti haft tekjur af þjónustu á svæðunum þá sýnist mér þetta vera stórt skref í þá átt að leysa málið í breiðri sátt. Að okkar mati er þetta útspil stórt skref fram á við,“ segir Grímur. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, viðr- aði þessar hugmyndir í viðtali við Fréttablaðið í gær og sagði að með nokkurri vissu þyrfti millj- arð árlega á næstu árum. Með þá tölu væri unnið í fjórum ráðu- neytum sem væru með nýja áætl- un um uppbyggingu ferðamanna- staða á teikniborðinu. Jafnframt að þá stæðu einkaaðilar og sveit- arfélögin eftir fyrst heildarlausn- in, náttúrupassinn, varð ekki ofan á og því yrðu allir að axla sína ábyrgð; ríkið, sveitarfélögin, einkaaðilar og ferðaþjónustan sjálf. Grímur telur engar hættur í þessu fólgnar og vísar aftur til hugmynda um að gera aðilum kleift að bjóða virðisaukandi þjónustu á grundvelli þeirra fjárfestinga sem ráðist hefur verið í á vegum ríkis- ins og þeirra innviða sem verða byggðir upp. Hann óttast heldur ekki að málaflokkurinn verði fjár- sveltur af Alþingi í samkeppni við önnur mikilvæg mál sem samfé- lagið þarf að sinna. Beinn fjár- hagslegur ávinningur við upp- bygginguna sé einfaldlega meiri en svo, og snerti ekki aðra mikilvæga málaflokka beint. Ragnheiður sagði jafnframt að ferðaþjónustan skilaði sífellt meiri tekjum sem séu rök fyrir því að fé renni beint úr ríkissjóði til að byggja upp og vernda þær náttúru- perlur sem eru helsta aðdráttarafl sífellt fleiri ferðamanna sem hing- að koma. Grímur segist fagna þessum orðum ráðherra og þeirri viður- kenningu sem í orðum hennar felst. svavar@frettabladid.is Hugmyndin leysir ágreining Samtök ferðaþjónustunnar telja hugmyndir um að uppbygging ferðamannastaða verði fjármögnuð beint af ríkinu afar jákvæðar. Formaður SAF sér engar hættur í því fólgnar og stórt skref í að ná breiðri sátt um málið. Á ÞINGVÖLLUM Þjóðgarðurinn er títt nefnt dæmi um aðkallandi uppbyggingu. MYND/BERGLIND SIGMUNDSDÓTTIR Að okkar mati er þetta útspil stórt skref fram á við Grímur Sæmundsen, formaður SAF UMHVERFISMÁL „Mér finnst í raun sjálfsagt að uppbygging ferðamanna- staða og vernd friðlýstra svæða sé á fjárlögum,“ segir Katrín Jakobs- dóttir, formaður Vinstri grænna, um hugmyndir stjórnvalda um að taka fjármuni til uppbyggingar ferða- mannastaða af fjárlögum og leggja af hugmyndir um samræmda gjaldtöku. Hún segir ferðaþjónustuna orðna risastóran atvinnuveg sem eðlilegt sé að stjórnvöld fjárfesti í. „Ég er hins vegar enn þeirrar skoðunar að það megi styrkja þennan málaflokk enn frekar, til dæmis með hækkun gistináttagjalds, sem er lágt á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd og hefur hvergi annars staðar reynst ógerlegt í innheimtu eins og gefið hefur verið í skyn. Ég tel engan veg- inn að það sé fullreifað og sama má segja um aðrar leiðir,“ segir Katrín en hnykkir á því að mikilvægast sé þó að staðið verði af myndarskap að því mikilvæga verkefni að vernda náttúruna og tryggja að ferðamenn geti notið hennar án þess að hún láti á sjá. - shá Katrín Jakobsdóttir telur sjálfsagt að setja uppbyggingu á fjárlög: Lágt gistináttagjald má hækka KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Hækkun gistináttagjalds vel fær leið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Viltu taka stúdentspróf í fjarnámi? Frá og með haustönn 2015 verður boðið upp á fjarnám í öllum áföngum stúdentsbrauta. Framhaldsskólinn á Húsavík býður upp á nám til stúdentsprófs af félags- og hugvísindabraut, náttúruvísindabraut og opinni námsbraut. Námið er 200 framhaldsskólaeiningar og unnt er að ljúka því á 3 árum. Skólinn leggur áherslu á góðan undirbúning fyrir háskólanám og persónulega þjónustu við alla nemendur. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans, http://www.fsh.is einnig í s. 464-1344 eða með því að senda aðstoðarskólameistara póst á netfangið herdis@fsh.is REYKJAVÍKURBORG Fulltrúar Sjálf- stæðisflokks lögðu til í borgar- ráði í gær að framkvæmdaleyfi á svæði Valsmanna við Hlíðarenda yrði dregið til baka tímabundið. „Bent er á að uppbygging á Valssvæðinu sé óheimil með vísan til laga um loftferðir,“ vitn- uðu sjálfstæðismenn til bréfs innanríkisráðuneytisins. Lögðu þeir til að leyfið yrði dregið til baka þar til Samgöngustofa hefur lokið umfjöllun um möguleg áhrif lokunar flugbrautar 06/24 og svo- kölluð Rögnunefnd hefur lokið störfum. Afgreiðslu málsins var frestað. - gar Tillaga Sjálfstæðismanna: Afturkalli leyfi til Valsmanna HALLDÓR HALLDÓRSSON Oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HEILBRIGÐISMÁL „Að sjálfsögðu er öryggi okkar sjúklinga á okkar ábyrgð og eitthvað sem við kapp- kostum að sinna,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, um ummæli yfirlæknis krabba- meinslækninga á Landspítalan- um, Gunnars Bjarna Ragnarsson- ar, sem sagðist ekki geta tryggt að sjúklingar yrðu ekki fyrir skaða vegna verkfalls Bandalags háskólamanna á spítalanum. Sjúklingar á Landspítalanum finna í sífellt meiri mæli fyrir áhrifum verkfallsaðgerða BHM. Rúmar þrjár vikur eru nú síðan ríflega fimm hundruð starfsmenn á spítalanum fóru í verkfall. „Það er reynt að koma í veg fyrir það að lyfjameðferð rofni en það hefur gerst í nokkrum til- vikum,“ sagði Gunnar Bjarni og sagði ástæðuna þá að sjúklingar hefðu ekki komist í myndgrein- Forstjóri Landspítalans segir það sameiginlegt verkefni að tryggja öryggi: Ábyrgðin alltaf Landspítalans SAMEIGIN- LEG ÁBYRGÐ Páll Matthías- son, forstjóri Landspítal- ans, segist kappkosta að öryggi sé tryggt. ingarrannsókn. Þá hefðu miklar tafir orðið víða á starfseminni, bið eftir meðferð á geisladeild væri til að mynda afar löng. Verkfallið nú sagði hann að auki hafa meiri áhrif á krabbameins- sjúka en læknaverkfallið. Páll sagði ábyrgð á öryggi sjúk- linga sameiginlega. „Það er hins vegar sameiginlegt verkefni okkar og þeirra sem eru í verkfalli að tryggja að aðgerðir eins og verk- föll raski öryggi okkar og þjónustu sem minnst.“ - kbg UMHVERFISMÁL „Það er sorgleg afleiðing verkleysis ríkisstjórn- arinnar að við séum að missa af tækifærum til að láta erlenda ferðamenn greiða kostnað af nauðsynlegri uppbyggingu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um að setja uppbyggingu ferðamannastaða á fjárlög. „Það er enginn vandi að leggja gjöld á ferðamenn í góðri sátt og getuleysi ráðherra ferðamála er æpandi,“ segir Árni Páll. - shá Árni Páll Árnason: „Getuleysi ráð- herra æpandi“ VEISTU SVARIÐ? 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 A -6 A 6 C 1 6 3 A -6 9 3 0 1 6 3 A -6 7 F 4 1 6 3 A -6 6 B 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.