Fréttablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 42
1. maí 2015 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 26TÍMAMÓT Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓNÍNU ÁRNADÓTTUR Markarvegi 16 í Reykjavík. Arna Kristjánsdóttir Ívar Trausti Jósafatsson Þórður Ingimar Kristjánsson Ann Kristín Hrólfsdóttir og barnabörn. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SVÖLU EIRÍKSDÓTTUR PÉTURSDÓTTUR Hjarðarhaga 48, 107 Reykjavík, áður Grund við Grímsstaðaholt. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild A6 á Landspítala Fossvogi fyrir einstaka alúð og umhyggju. Karl Sigurjón Hallgrímsson Elínborg Einarsdóttir Sigþór Sævar Hallgrímsson Erla Sighvatsdóttir Matthildur Sjöfn Hallgrímsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN KRISTINSDÓTTIR kjólameistari, Hólmgarði 42, Reykjavík, andaðist á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut miðvikudaginn 22. apríl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 5. maí kl. 13.00. Ægir Ingvarsson Ásta Dóra Valgeirsdóttir Örn Ingvarsson Hildur Halldórsdóttir Björk Ingvarsdóttir Trausti Hallsteinsson Sigurbjörg Ingvarsdóttir Sigurður Rúnar Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, SOFFÍA GUÐMUNDSDÓTTIR áður til heimilis að Hafnarbraut 8, Dalvík, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 28. apríl. Guðmundur Heiðar Óskarsson Arna Gerður Hafsteinsdóttir Rakel María Óskarsdóttir Gunnar Guðmundsson Þóra Kristín Óskarsdóttir Haukur Jónsson Óskar Aðalsteinn Óskarsson Anna Hafdís Jóhannesdóttir Rannveig Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN STEFÁNSDÓTTIR Vesturgötu 164, Akranesi, lést á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi þann 27. apríl. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 5. maí kl. 14.00. Stefán Guðmundsson Lilja Stefánsdóttir Katrín Guðmundsdóttir Þórður Jósepsson Lísbet Guðmundsdóttir Guðjón Guðmundsson Brynhildur Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORSTEINU SIGURÐARDÓTTUR Hrafnistu, Reykjavík, áður Njörvasundi 6. Við færum starfsfólki hjúkrunarheimilisins Hrafnistu sérstakar þakkir fyrir góða umönnun mömmu. Hafliði Benediktsson Ingibjörg Skarphéðinsdóttir Helga Benediktsdóttir Jónas R. Jónsson Ingibjörg Benediktsdóttir Haukur Hauksson Erna Benediktsdóttir Steindór Gunnarsson Birna Benediktsdóttir Daníel Guðbrandsson barnabörn og barnabarnabörn. Þann 1. maí 1970 tók Rauðsokku- hreyfingin þátt í kröfugöngu verka- lýðsins í Reykjavík. Upphaf hreyfing- arinnar er miðað við þennan atburð en Rauðsokkuhreyfingin var baráttu- hreyfing um kvenfrelsi. „Það var gríðarlega mikill fjöldi kvenna í rauðum sokkum sem mætti í gönguna,“ segir Gerður G. Óskars- dóttir, menntunarfræðingur og rauð- sokka, sem mætti í gönguna. „Verka- lýðshreyfingunni brá við þegar við mættum allar og vildi ekki í fyrstu leyfa okkur að vera með. En það gekk á endanum og allt fór vel,“ segir Gerð- ur um gönguna sem átti sér stað fyrir 45 árum. Gerður var meðal annars í því að hringja í konur og hvetja þær til að taka þátt í göngunni. „Síðan var þetta auglýst í útvarpinu þar sem konur voru hvattar til að mæta í rauð- um sokkum í gönguna og úr varð að margar mættu,“ segir Gerður. Rauðsokkurnar báru gríðarlega stóra styttu af konu í göngunni. Stytt- an var með stóran borða strengdan yfir magann þar sem á stóð, „Mann- eskja – ekki markaðsvara.“ „Gangan varð til þess að rauð- sokkuhreyfingin varð til sem byrj- un á hinu mikilvæga starfi hennar,“ segir Gerður. Rauðsokkuhreyfingin var mjög tengd verkalýðsbaráttu og barðist fyrir kjörum verkakvenna þar til talið var að hreyfingin hefði náð athygli samfélagsins og gerði fólk meðvitað um stöðu kvenna. Hreyf- ingin hvarf árið 1982 þegar margar innan hennar stofnuðu Kvennafram- boð. - ag Báru styttu í göngunni Fyrir 45 árum tók Rauðsokkuhreyfi ngin þátt í kröfugöngu verkalýðsins og vakti mikla athygli. Gangan markar upphaf hreyfi ngarinnar sem barðist lengi fyrir réttindum kvenna. GANGAN BYRJUN Á MIKILVÆGU STARFI Gerður tók þátt í að hringja í konur og hvetja þær til að mæta í gönguna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BARÁTTUGLEÐI Hér sést hluti göngunnar árið 1970. MYND/GVA Síðan var þetta aug- lýst í útvarpinu þar sem konur voru hvattar til að mæta í rauðum sokkum í gönguna og úr varð að margar mættu. „Aðalstarf mitt er við rannsóknir og við höfum birt fjölda vísindagreina í virt- um ritrýndum tímaritum. Þetta hefur vakið athygli og ég hef ferðast víða til að segja frá rannsóknunum. Ég hef líka verið heppinn með samstarfsfólkið, það er eintómir snillingar,“ segir Sigurður Yngvi Kristinsson spurður um tilefni verðlauna sem honum hlotnuðust nýlega. Hann er yngsti prófessor við Lækna- deild Háskóla Íslands og í hlutastarfi á Landspítalanum. Sigurður Yngvi kveðst hafa lagt áherslu á að rannsaka sjúklinga með beinmergskrabbamein sem kallast merg æxli, horfur þeirra, fylgikvilla og ættlægni sjúkdómsins, auk áhættuþátta. Sigurður Yngvi flutti frá Svíþjóð 2012, eftir sérnám og störf við Karól- ínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Skyldi hann hafa sleppt góðri stöðu þar til að koma heim? „Ég hefði getað verið áfram í ágætri stöðu á Karólínska en okkur í fjölskyldunni langaði að flytja heim. Auðvitað var líka lúxus fyrir mig að fá þessa stöðu sem ég er í og að geta ein- beitt mér að rannsóknum, það er ekki sjálfgefið á þessu landi. Konan mín er nýrnalæknir og við eigum þrjú börn, sjö, fjórtán og sextán ára. Það voru ekki síst börnin sem komu mér heim.“ Eflaust muna margir eftir Sigurði Yngva úr danskeppnum fyrri ára og jafnvel úr sjónvarpinu þegar hann dans- aði í íslensku Eurovision-keppninni með Önnu Mjöll. „Ég er ekki það ungur enn að ég sé að dansa eða keppa,“ segir hann þegar þetta er rifjað upp. „En auðvitað dansa ég þegar ég er að skemmta mér.“ gun@frettabladid.is Heppinn með samstarfsfólk Sigurður Yngvi Kristinsson, sérfræðilæknir og prófessor, hlaut 3,5 milljóna króna verðlaun fyrir vísindastörf á árlegri uppskeruhátíð vísindastarfs Landspítalans. VERÐLAUNAHAFI Sigurður Yngvi ákvað að synda á móti straumnum og flytja heim til Íslands til að sinna rannsóknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 A -7 9 3 C 1 6 3 A -7 8 0 0 1 6 3 A -7 6 C 4 1 6 3 A -7 5 8 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.